Réttlátt veikindaleyfi í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem veikjast og fá vottorð fyrir því fá einungis helming þeirra fjarvista, sem þau fengu á meðan veikindum stóð, felldar niður.

Þessar reglur haldast hönd í hönd við strangar mætingarreglur Menntaskólans við Hamrahlíð og verða til þess að nemendur verða kvíðnir yfir mætingu og sífelldum hótunum um brottrekstur. Þessi kvíði getur leitt til þess að nemendur treysti sér jafnvel ekki til þess að mæta yfirhöfuð og flosni því upp úr skóla.

Einnig getur þetta leitt til þess að nemendur neyði sjálfa sig til að mæta í tíma fárveik og smita þar með aðra nemendur eða jafnvel kennara og geta ekki geta þau einbeitt sér að lærdómnum í svona ástandi.

Þetta kerfi þekkist ekki í öðrum menntaskólum landsins, sem ýmist fella niður allar fjarvistir eða gefa nemendum ákveðið marga veikindadaga á önn. Þegar nemendur hafa notað upp þá veikindadaga er helmingur allra fjarvista eftir það felldur niður.

Við undirrituð, nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð, höfum fengið okkur fullsödd af þessu kerfi sem gerir ekkert annað en að gera nemendum erfiðara fyrir í náminu. Við krefjum breytinga á þessu kerfi samstundis fyrir heilsu, velferð og velgengi nemenda í námi.


Katrín S. J. Steingrímsdóttir og Þuríður Birna Björnsdóttir Debes    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir gef ég Katrín S. J. Steingrímsdóttir og Þuríður Birna Björnsdóttir Debes leyfi til að afhenda undirritun mína til þeirra sem sem hafa vald yfir þessu viðfangsefni.


EðA

Þú munt fá tölvupóst með hlekk til að staðfesta undirritun þína. Til að tryggja að þú móttakir tölvupóstinn þinn skaltu vinsamlegast bæta info@petitions.net við nafnaskrána þína eða á öruggan sendendalista.

Athugaðu að þú getur ekki staðfest undirritun þína með því að svara þessum skilaboðum.
Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...