"Rising star" b-úrslit á næsta móti

Við undirrituð erum aðstandendur keppenda í flokki unglingar 1- meistaraflokki.

 Uppi er sú óvenjulega staða að flokkurinn er bæði fjölmennur en einnig samsettur óvenjulega sterkum keppendum sem á milli margra hverra ber lítið á milli í getu. Allir keppendur í hópi þessum leggja hart að sér við þjálfun þrátt fyrir ungan aldur og hart er barist meðal jafningja. Þegar allt að 14 pör keppast um það að fá úr því skorið hvar þau standa gagnvart keppinautum sínum er óhjákvæmilegt að sumir komi sigurvegarar frá samanburðinum en aðrir ekki. Í þessu sambandi bendum við á að ekki eru öll pörin að keppast um fyrsta sætið heldur setja sér markmið um raunhæfan samanburð við sinn helsta keppinaut. Þannig vex hópurinn og dafnar og hvert og eitt par keppir á sínum forsendum. Við aðstandendur höfum orðið vör við þá eðlilegu afleiðingu af mótshaldi að auðvelt sé að gera samanburð þann sem við nefndum meðal jafningja í úrslitum. Hið sama verður ekki sagt um þá sem ekki verða að fullu bornir saman líkt og úrslitapör. Krossatalning er óþarft að fjölyrða um að hafi sérstaka þýðingu, en er í raun það eina sem mjög sterkir keppendur geta gripið til að loknu móti. Þá er hætt við því að pör sem hafa sýnt miklar framfarir og lagt sig öll fram við íþróttaiðkun sína missi móðinn enda fái þau ekki trúverðuga mælingu á erfiði sínu og þann sjálfsagða samanburð sem þau mæta til móts til þess að fá, komist þau ekki í úrslit.  Á ofangreindum sjónarmiðum viljum við aðstandendur fara þess á leit við stjórn DSÍ að keppt verði áfram meðal þeirra sem ekki komast í úrslit að erlendri fyrirmynd í „rising star“ keppni (B-úrslit). Teljum við að slíkt yrði til hagsbóta fyrir keppnishópinn í heild sinni að þau pör sem keppast um 8. og 9. sæti, sem dæmi, fái endurgjöf dómara á frammistöðu sína gagnvart sínum helstu keppinautum og upplifi tækifæri til uppbyggingar meðal jafningja á sama hátt og þau sem komast í úrslit.

Útfærslan á þessu þarf alls ekki að vera flókin og getur verið þannig háttað að „Rising star“ keppnin sé beint á eftir úrslitunum í flokknum.

Undirritaðir lýsa með undirritun sinni því yfir að um sjónarmið þessi er samhugur og væntingar til þess að stjórn DSÍ taki vel í umleitan okkar.

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Áróra og Helga to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.







Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...