Björgum Bíó Paradís

Athugasemdir

#2006

Tilvist Bíó Paradísar skiptir einfaldlega öllu máli. Það má ekki loka. Alls ekki.

Signý Sigurðardóttir (Reykjavík, 2020-05-13)

#2008

Ég elska Bío Paradís og ég vona að heimsækja aftur. Hæ frá Úkraínu!

Maryna Dubyna (Kyiv, 2020-05-13)

#2018

Bíó Paradís er mikilvæg menningarstofnun og sú eina sem sinnir listrænum kvikmyndum. Hef verið með árskort í þrjú ár.

Gylfi Hafsteinsson (Kópavogur, 2020-05-13)

#2030

Bíó Paradís er nauðsynleg menningarstofnum á hárréttum stað í bænum, í sérhönnuðu húsnæði fyrir þessa starfsemi, og verður að geta fengið að vera til. Slík menningarstofnum á ekki að vera fórnarlamb samfélags-óábyrgra fjárfesta sem gera óeðlilegar ávöxtunarkröfur og eru að verða búnir að bola allri starfsemi úr miðbænum sem íbúar vilja að sé þar til staðar.

Sigurður Halldórsson (Reykjavík, 2020-05-13)

#2044

Ég skrifa undir af því mér finnst mikilvægt að hafa heimili kvikmyndanna en til staðar, fyrir borgarbúa og gesti hennar að sækja heim og njóta. Kvikmyndahús þar sem finna má á efnisskránni gullmola kvikmyndasögunnar í bland við nýjar myndir er finna má á kvikmyndahátíðum vítt og breytt um heiminn. Sögulegt mikilvægi hússins er einnig ótvírætt. Minnisvarði þess að eitt sinn var sú tíð þegar kynslóðir gáfu sér stund milli stríða og héldu prúðbúin af stað í bíó og sameinuðust í áhorfi á gersemar þess tíma í bland þeirra fornfærgu mynda sem margar hverjar standast en tímans tönn. Áfram Bíó Paradís.

Steinar Svan Birgisson (Hafnarfjörður, 2020-05-14)

#2051

Miklu meira en bíó, þetta er menningarhús fyrir fjölbreytt mannlíf.

Brynja Jónsdóttir (Reykjavík, 2020-05-14)

#2069

Mér finnst alveg bráðnauðsynlegt að hafa svo kvikmyndahús eins og Bíó Paradís.

Heiða Hafdísardóttir (Reykjavík, 2020-05-14)

#2072

Bíó Paradís er lífsnauðsynlegur hlekkur í menningarhálsfesti íslensku þjóðarinnar í alþjóðlegu skartgripaskríni andlegrar reisnar mannkyns

Daníel Ágúst Haraldsson (Reykjavík, 2020-05-14)

#2084

Ég skrifa undir vegna þess að Bío Paradís er menningarstofnun., sem hefur sannað sig. Hefur gefið fólki kost á að kynnast kvikmyndum af ýmsum toga sem ekki hefðu ratað inn í sali meginstraums Hollywood kvikmyndahús landsins.

Sigurdur Bergsteinsson (Reykjavík, 2020-05-15)

#2099

Bjarga Bíó Paradís.

Karl Kristján Davíðsson (Reykjavík, 2020-05-15)

#2104

Í þessu bíói hef ég séð kvikmyndir sem opna fyrir mér nýjan heim upplifana og tilfinninga sem koma frá öllum heims hornum. Úrval kvikmynda gott og einstakt. Án bíó Paradsar verður sjóndeildarhringur Íslendinga minni og menningin fátækari.

Margrét Hugadóttir (Reykjavík, 2020-05-16)

#2113

Bíó Paradís er bæði heimili kvikmyndalistarinnar á Íslandi og styður við bakið á íslenskum kvikmyndum sem er ómetanlegt fyrir íslenskt kvikmyndagerðafólk.

Gunnhildur Katrínardóttir (Reykjavík, 2020-05-17)

#2133

Ég elska bíó paradís

Aron Ásgerðarson (Reykjavík, 2020-05-18)

#2136

Eina menningar rekna bíóhús í Reykjavík.

Bjarni Bjarnason (Reykjavík, 2020-05-20)

#2137

Bíó paradís er einstakur samkomustaður, hefur kynnt okkur fyrir óteljandi mikilvægum nýjunum og er stór þáttur í að gera Reykjavik að fallegri og áhugaverðri borg að búa í.

Berglind Kristjánsdóttir (Reykjavík, 2020-05-20)

#2141

Svo eina djöfulsins draslið sem eg se i bio se ekki bara fokking Marvel myndir og adam sandler prumpuhumor.

Sigurbergur Hákonarson (Reykjavík, 2020-05-22)

#2142

I'm a huge world cinema fan and a follower of Icelandic TV and film.

I support any outlet that delivers the beauty of film or TV in any aspect and see no reason why Björgum Bíó Paradís should not be any different.

Rhys Stevenson (Wickford, 2020-05-22)

#2143

Þetta kvikmyndahús sinnir mikilvægu hlutverki fyrir menningarlífið á Íslandi.

Fríða Freyja Kristín Gísladóttir (Reykjavík, 2020-05-25)

#2145

Ómetanlegt að hafa þetta bíóhús í miðborginni sem starfar á þeim forsendum sem Bíó Paradís gerir.

Anna Lilja Karlsdóttir (Reykjavík, 2020-05-28)

#2146

Það verður að vera "arthouse bio" i bænum, allt annað er glatað!

Björn Gardarsson (Solna, 2020-06-01)

#2147

Ómetanleg menningarstofnun fyrir íslenskt kvikmyndalíf

Helena Jonsdottir (Reykjavik, 2020-06-04)

#2159

Nauðsynlegt að hafa fjölbreytt kvikmyndaúrval

Marsibil Benjaminsdottir (Þingeyjarsveit, 2020-06-12)

#2161

Staðsetning og efnaval er mikilvægt fyrir menningu borgara.

Sesselja Th Ólafsdóttir (Rvk, 2020-06-12)

#2162

Eg hef notið þeirra fjölbreyttu, menningalegu viðburða og aýninga sem hafa verið udanfarin ár í Bíó Paradís undir einstaklega góðri stjórn Hrannar Sveinsdóttur.

Sigríður Svavarsdóttir (Hafnarfjörður, 2020-06-12)

#2167

Það er ekki til neins að vera til ef menningarleg afþreying fyrir hugsandi fólk er ekki til.

Ingimundur Þór Þorsteinsson (Kópavogur, 2020-06-13)

#2177

Hluti af menningunni í Reykjavík, væri virkilega sorglegt ef Bíó Paradís myndi loka.

Elin Sigurdardottir (Reykjavík, 2020-10-19)

#2178

Ég hef átt margar minningar sem krakki og bíó paradís er einn af þeim bestu sem eg hef átt ég vill ennþá að staðurinn verður ennþa staddur þar til ég anda i siðasta skipti

Alexander Jósef Alvarado (Kópavogur, 2020-10-21)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...