Verndum Sameer og Yazan veitum palestínskum flóttamönnum á Íslandi alþjóðlega vernd.

Athugasemdir

#3207

Vil að strákarnir fái að vera á Íslandi áfram þetta eru börn.
Thorgerdur Eva Thorhallsdottir

Thorgerdur Eva Thorhallsdottir (Sauðárkróki, 2023-12-05)

#3210

Það er aldrei réttlætanlegt að vísa börnum úr landi, aldrei!

Birna Dröfn Jónasdóttir (Reykjavík, 2023-12-05)

#3215

Það er ekki annað í boði en að veita þessum striðshrjáðu börnum skjól hér á Íslandi. Annað er ekkert nema villimennska. Íslendingar sýna þeim mannúð sem búa við stríð. Börnin hafa ekkert að gera við að fara úr faðmi fósturforeldra sinna út í óvissu í Grikklandi!

Ingibjörg Ósk Sigurjónsdóttir (Hafnarfjörður, 2023-12-05)

#3217

Það er ómannúðlegt að senda þessa drengi úr landi.

Jón Jóhannsson (Akureyri, 2023-12-05)

#3218

Það er skýrt mannréttindabrot að senda börn í dauðann!

Þórkatla Eggerz Tinnudóttir (Akureyri, 2023-12-05)

#3225

Þeir hafa möguleika á miklu betra lífi hér og að senda þá þangað þar sem þeir enda á götunni er hrein mannvonska.

Bára Hensley Pétursdóttir (Akureyri, 2023-12-05)

#3233

Við sendum engin flóttabörn frá Ísland! Það er ekkert annað en mannvonska!

Gudrun Marie Jonsdottir (Reykjavík, 2023-12-05)

#3234

Þessi börn eiga rétt á vernd.

Ágústa Björk Steindórsdóttir (Reykjavík, 2023-12-05)

#3248

Fólki í neyð á að sýna mannúð, undir öllum kringumstæðum.

Sigrún Björnsdóttir (Reykjavik, 2023-12-05)

#3253

❤️

Anna Guðmunds (Reykjavík, 2023-12-05)

#3264

Þetta eru börn! Við eigum að vernda börn!

Karitas Möller (Hafnarfjörður, 2023-12-05)

#3267

Börn frá stríðshrjáðu landi eiga að njóta verndar okkar - sýnum mildi ❤️ sýnum kærleik ❤️

Oddný Magnúsdóttir (Mosfellsbær, 2023-12-05)

#3276

Drengirnir eiga að fá að vera hér til frambúðar

Kristin Bachmann (Reykjanesbær, 2023-12-05)

#3292

Börnin geta ekki og eiga ekki að vera foreldralaus á götunni í Grikklandi þegar þau geta verið hér á landi í eins góðu yfirlæti og hægt er hjá fósturfjölskyldum

Jónína Símonardóttir (Þingeyri, 2023-12-05)

#3297

Börn eiga ekki að líða fyrir pólitískar skoðanir og ákvarðanir fullorðinna.

Agla Kristjánsdóttir (Selfoss, 2023-12-05)

#3300

Ég get ómögulega skilið hvernig hægt er að vísa tveimur börnum frá stríðshrjáðu ríki sem flúðu á hjara veraldar til að finna öryggi í burtu til erlends ríkis þar sem þau þekkja engan, hafa ekkert öryggisnet og enga framtíð. Er til meiri fúlmennska og skortur á samhygð en það?

Birgir Óli Konráðsson (Reykjavík, 2023-12-05)

#3319

Ég skrifa undir vegna þess að ég get ekki annað.

Halldor Hilmarsson (Paphos, 2023-12-05)

#3321

Mér misbýður sú mannvonska sem endurspeglast í gjörðum stjórnvalda og Útlendingastofnunar.

Hólmfríður Haraldsdóttir (Akureyri, 2023-12-05)

#3335

Mér finnst hræðilegt hvernig Ísland ætlar að koma fram við BÖRN! Það er skömm af þessu 🤬

Guðrún Eyja (Reykjavík, 2023-12-05)

#3336

Það á aldrei að senda börn á götuna. Hjálpum þeim að eignast örugga framtíð ❤️

Ágústa Ásbjörnsdóttir (Akranes, 2023-12-05)

#3348

Það er ekki í lagi að senda fylgdarlaus börn úr landi. Senda þá út í óvissuna með hvernig framhaldið verður. Þeir eiga skilið að fá að vera áfram á Íslandi.

Berglind Helgadóttir (Skagaströnd, 2023-12-05)

#3360

Ég skifa undir vegna þess að mér finnst ómannúðlegt að senda börn í gáma í Aþenu. Börn þurfa ást og umhyggju!

Sumarrós Sigurðardóttir (Reykjanesbær, 2023-12-05)

#3385

Þetta eru börn, við getum vel veitt þeim vernd í staðinn fyrir að senda þá í land þar sem þeir verða einir og alls lausir

Sophie Hanna (Reykjavík, 2023-12-05)

#3389

Stöndum við Barnasáttmála UN einsog Forsætisráðherra hefur svo oft sagt að eigi að gera.

Auðbergur Magnússon (Hafnarfjörður, 2023-12-05)

#3390

Það á að tryggja börnum öryggi. Brottvísun er út í hött

Anni Haugen (Reykjavik, 2023-12-05)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 1000 aðilum.

Lærðu meira...