Björgum Bíó Paradís

Athugasemdir

#408

Ég skrifa undir til varnar menningunni og fjölbreytileikanum.

Nína Rós Ísberg (Mosfellsbær, 2020-05-08)

#409

Algjör demantur í menningarlífi borgarinnar!

Júlía Hannam (Reykjavik, 2020-05-08)

#415

Bíó Paradíser mikilvæg menningar-fræðslustofnun og ég fer oft þangað.

Margrét Markúsdóttir (Reykjavík, 2020-05-08)

#417

Bíó paradis er musteri íslenskrar kvikmyndagerðar, vígvöllur hugmynda og hugsjóna greinarinnar og yngingarlind og lífselexir íslenskrar kvikmyndamenningar. Án Paradísar bíður okkar heilvítið eitt.

Benedikt Erlingsson (Reykjavik, 2020-05-08)

#422

Ég styð þessa menningarstofnun❣

Stefania Arnardottir (Reykjavík, 2020-05-08)

#425

Bíó Paradís is one of the most important cultural institutions in Iceland today, not only as a cinema showing repertoire and independent movies but as a centre for the promotion and support of Icelandic filmmaking, the improvement of multiculturalism, child education of the arts, a neighbourhood social gathering for people of all ages, a lively entertaining and healthy activity for sober and disabled people, and a place of great joy for all of society. Bíó Paradís should be preserved and supported as museums of art and history are supported, as it is not just a place for entertainment but truly a centre for the furthering and preservation of Icelandic cinema.

Rex Beckett (Reykjavík, 2020-05-08)

#429

Starfsemin í Bíó Paradís er mjög metnarðarfull og þær eru ógleymanlegar og frábærar flestar kvikmyndirnar sem þar eru sýndar. Þetta er spurning um menningarlegt uppeldi, að hafa aðgang að kvikmyndum frá öllum heimshornum. Mjög mikilvægt að ferðast um heiminn og fræðast í gegnum kvikmyndir.

Sesselja Björnsdóttir (Reykjavík, 2020-05-08)

#435

Ég skrifa hér undir vegna þess að Bíó Paradís er menningarstofnun sem hefur sérstöðu á Íslandi og er sem slík mikilvæg vexti kvikmyndamenningar. Vandséð er t.d. hvernig RIFF og aðrar hátíðir gætu haldið áfram án Bíó Paradís. Ég get ekki ímyndað mér Reykjavík án bíósins, ég hef sótt mörg hundruð viðburði þangað á seinasta áratug og sé ekki fyrir mér að önnur bíó geti tekið við hlutverki B.P.

Haukur Pálsson (Reykjavík, 2020-05-08)

#440

Það væri synd ef Bíóparadís myndi loka !

Sveinn Hjartarson (RVK, 2020-05-08)

#444

þetta er mjög mikilvæg uppsretta menningar á Íslandi. Og mikill gluggi sem hægt er að sjá og tengjast umheiminum.

Oscar Leone (Reykjavik, 2020-05-08)

#447

Þó að Bíó Paradís láti ekki mikið yfir sér, þá er það einn af hornsteinum íslenskrar menningar. Kvikmyndamenningin getur fært okkur litríkt mannlíf og menningu ólíkra heimshorna á tímum þar sem heimhornaflakk heyrir hugsanlega sögunni til. Það hefur tekið mörg ár að þróa og rækta þessa perlu í miðbænum - gloprum henni ekki niður á milli fingranna í augnabliks hugsunarleysi.

Óskar Jónasson (Reykjavík, 2020-05-08)

#455

Ég skrifa undir vegna þess Bíó Paradís hefur staðið sig best í því að bjóða upp á fjölbreyttar myndir hvaðanæva úr heiminum. Auk þess eru húsakynnin og umgjörðin mjög skemmtileg og hver bíóferð algjört ævintýri.

Guðríður Sigurbjörnsdóttir (Reykjavík, 2020-05-08)

#469

Nauðsynlegt að varðveita menningarstofnanir sem þessa.

Gísli Jóhann Pálmason (Reykjavík, 2020-05-08)

#476

Bíó Paradís lifi!

Ólafur Egilsson (Reykjavik, 2020-05-08)

#490

Bíó Paradís er einstakt bíó í Reykjavík, sýnir kvikmyndir sem önnur bíóhús sýna ekki

Sigríður Ella Magnúsdóttir (Rvík, 2020-05-08)

#494

Fjölbreytileg afþreying og atvinnustarfsemi í miðbænum er mikilvægt fyrir samkeppnishæfni miðbæjarins, svo ekki sé minnst á menningarleg verðmæti!

Patricia Þormar (Reykjavík, 2020-05-08)

#503

Við þurfum á Bíó Paradís að halda

Kristín Benediktsdóttir (Reykjavík, 2020-05-08)

#523

🙏

Ari Jóns (Rvk, 2020-05-08)

#524

Because film is the most accessible and relatable vehicle of culture. Losing our only art house cinema forfeits any status Iceland retains as an heir of culture.

Nikkita Hamar Patterson (Reykjavík, 2020-05-08)

#525

Bíó Paradís er mikilvægasta kvikmyndastofnun landsins og við landsmenn eigum yfir okkur óbætanlegt tjón ef starfsemin verður lögð niður.

Kristín Þóra Haraldsdóttir (Reykjavík, 2020-05-08)

#538

Eigum við ekki bara að breyta þessu í túrista búð, eins og allt annað?

Höskuldur Þór Jónsson (Kópavogur, 2020-05-08)

#539

Bíó Paradís er eina kvikmyndahús borgarinnar þar sem almenningur fær að upplifa allar tegundir kvikmyndagerðar. Áframhaldandi starfsemi þess stuðlar að aukið menningarlæsi borgarbúa sem er undirstaða þess að Reykjavík geti kallað sjálfa sig menningarborg.

Jorgo (Georg) Vougiouklakis (Reykjavík, 2020-05-08)

#540

Ég skrifa undir til þess að styðja við kvikmyndahús sem opnar huga okkar með sýningum frá öllum heimshornum. Það lyftir andanum og fræðir og víkkar sjóndeildarhringinn fyrir hinn almenna borgara.

Sara Kristjánsdóttir (Odense, 2020-05-08)

#543

Bíó Paradís sýnir alltaf bestu myndirnar og þangað er alltaf gott að koma.

Gyða Einarsdóttir (Reykjavík, 2020-05-08)

#549

Ég skrifa undir vegna þess að eg tel mikilvægt að halda þeirri mikilvægu starfesemi, sem á engan sinn líkan á Íslandi, áfram!!

Regína Bjarnadóttir (Reykjavik, 2020-05-08)

#556

Ég vil bjarga Bíó Paradís.

Kristín Edda Frímannsdóttir (Reykjavík, 2020-05-08)

#557

Ég vil að Reykjavík og Evrópa hafi kost á menningarmiðstöð eins og Bíó Paradís.

Benedikt ReyNisson (Reykjavík, 2020-05-08)

#570

Ég heimsæki fæđingaborg mína oft á ári- þetta er eitt af hennar menningargersemum

Birna Helgadottir (London, 2020-05-08)

#572

Independent cinema is a vital and critical art form in our society and this independent filmhouse is vital part of culture and entertainment in Reykjavik, please preserve and save Bioparadis so they can continue to provide this important contribution to not only the arts but society reflected in film.

Pamela Sveinson (Surrey, 2020-05-08)

#579

Ég elska Bíó Paradís. Besta bíóið!

Eva Hrönn Stefánsdóttir (Reykjavík, 2020-05-08)

#584

Ef Reykjavík ætlar að vera alvöru borg þá þarf Bíó Paradís, það er svo einfalt.

Ásgeir H Ingólfsson (Akureyri, 2020-05-08)

#585

Björgum Bíó Paradís!

Sturla Sigurðarson (Reykjavík, 2020-05-08)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...