Verndum Sameer og Yazan veitum palestínskum flóttamönnum á Íslandi alþjóðlega vernd.

Athugasemdir

#6214

Virðum Barnasáttmálann.

Agnes Valdimarsdóttir (Kópavogur, 2023-12-05)

#6216

A47E

Aðalheiður Steinsdóttir (Reykjavík, 2023-12-05)

#6222

Að senda drengina úr landi er brot á Barnasáttmála Sameinuðuþjóðana. Við höfum nýleg fordæmi um að taka á móti stríðsþjáðu fólki til landsins sbr. Frá Afganistan og Úkraínu.
Í Palestínu-Gaza eru Ísraelsmenn að útrýma þjóð og ætti það eitt að vera næg ástæða til að taka á móti fólki þaðan.

Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt (Reykjavik, 2023-12-05)

#6223

Drengirnir vilja vera á Íslandi og eru hamingjusamir og komnir inn í samfélagið. En hafa ekki að neinu að snúa ef þeir verða sendir út aftur og það væri bara ljótt og ómannúðlegt.

Ingibjörg Vigdís Sigurðardóttir (Akranes, 2023-12-05)

#6241

Mer ofbyður þessi stjórnsýsla sem kölluð er lýðræði.

Kristin Björnsdottir (Reykjavin, 2023-12-05)

#6273

Að senda þessi botn úr landi í skjóli Dyflinarreglugerðar er aumingja skápur og okkur ekki sæmandi sem siðaðrar þjóðar. Við skulum taka vel á móti þeim sem og öðrum sem þurfa skjól vegna þessara hræðilegu morða sem ganga yfir þjóð þeirra

Dóra Svavarsdóttir (Reykjavík, 2023-12-05)

#6275

Ríkisstjórn Íslands er að brjóta gegn þessum drengjum með því að virða ekki barnasáttmála sameinuðuþjóðanna og hundsa farældarlögin sem búið er að lögfesta á Alþingi. Þessara drengja bíður bara dauðinn þeir eiga ættingja hér á landi.

Kristín Helgadóttir (Akureyri, 2023-12-05)

#6277

Ég skrifa undir vegna þess að Ísland hefur fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og því er það lögleysa að henda vegalausum börnum úr landi

Hjörleifur Sveinbjörnsson (Reykjavík, 2023-12-05)

#6283

Þetta eru börn sem okkur ber að vernda og hlúa að og getum það svo sannarlega.
Tel að strákunum sé hætta búinn að senda þá úr landi. Hér á Íslandi eiga þeir skjól hjá fósturfjölskyldu og hér líður þeim vel og eru búnir að aðlagast íslenskum aðstæðum eins og börn eiga auðvelt með.

Hildur Edda Þórarinsdóttir (Giljahlíð, 320-Reykholt, 2023-12-05)

#6285

Íslenskt þjóðfélag er betra en þetta. Börn skulu alltaf njóta vafans og finna að þau séu örugg.

Halldór Þorvaldur Halldórsson (Reykjavík, 2023-12-05)

#6290

Vegna þess að ég er manneskja, EKKI skrímsli!

Ólafur H. Ólafsson (Hveragerði, 2023-12-05)

#6291

XWP9

Gunnar Arnarson (Reykjavik, 2023-12-05)

#6305

Þetta má bara ekki gerast, svona má bara alls ekki!

Birkir Elmarsson (Kópavogur, 2023-12-05)

#6310

Vegna ómannúðlegra aðstæðna á Gaza - og ekki síst vegna þess að þetta eru börn!

Laufey Haraldsdóttir (Skagafjörður, 2023-12-05)

#6311

Hver einasta undirskrift skiptir máli, mannúðleg aðstoð við hvert einasta barn á flótta undan þessum hryllingi skiptir máli. Sýnum stjórnvöldum að við sem samfélag tökum Barnasáttmálann alvarlega, það væri skýrt brot á 22. grein hans að senda þessa tvo drengi áfram á flótta. Barnasáttmálinn er lögfestur á Alþingi - þetta á ekki að vera í boði.

Vilborg Valgerðsdóttir (Copenhagen, 2023-12-05)

#6313

Allt við það að senda þessi börn úr landi er rangt.

Guðrún Hjörleifsdóttir (Akranes, 2023-12-05)

#6316

Þetta eru börn.

Edda Pétursdóttir (Reykjavík, 2023-12-05)

#6324

Um er að ræða börn á flótta og þau eiga að njóta verndar, punktur.

Þóra Leósdóttir (Reykjavík, 2023-12-05)

#6327

Mannúðarástæður

Tryggvi Axelsson (Garðabær, 2023-12-05)

#6342

Við sendum ekki börn frá okkur sem við getum hjálpað.

Elsa Eiríksdóttir Hjartar (Mosfellsbær, 2023-12-05)

#6351

Okkur ber að virða barnasáttmálann alltaf, ekki bara þegar hentar.

Jóhanna Reykjalín (Djúpivogur, 2023-12-05)

#6353

Það er fáránlegt að senda börn í burtu sem eru komin með fósturfjölskyldur oh gott líf hér út í algjöra óvissu - það er ómannlegt

Ingibjörg Jónsdóttir (Seltjarnarnes, 2023-12-05)

#6365

Nog boðið

Sverrir Garðarsson (Rvk, 2023-12-05)

#6374

Við hljótum að hafa pláss á Íslandi fyrir þessa drengi

Guðrún Kristjánsdóttir (Reykjavík, 2023-12-05)

#6381

Kolbrún Stef.

Kolbrún Stefánsdóttir (Akureyri, 2023-12-05)

#6388

Ég skora á ríkisstjórn að veita þessum drengjum dvalarleyfi á Íslandi

Guðný Waage (Kópavogur, 2023-12-05)

#6391

Það má ekki vísa fylgdarlausum börnum úr landi nema að skýr fjölskyldusameining liggi fyrir eða barnið sent í öruggar aðstæður!!

Erna Dagný Hjaltalín (Reykjavík, 2023-12-05)

#6395

Þeir koma frá stríðshrjáðu landi og eiga að hafa sama rétt til verndar og úkraínumenn

Anna Kristín Sævarsdótti (Reykjavík, 2023-12-05)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 1000 aðilum.

Lærðu meira...