Verndum Sameer og Yazan veitum palestínskum flóttamönnum á Íslandi alþjóðlega vernd.

Athugasemdir

#7211

Ég skrifa undir því annað er sturlun. 12 og 14 ára börn! Kommon, við getum betur Ísland!

G. Atli Jóhannsson (Reykjavík, 2023-12-06)

#7230

Þetta eru börn sem eiga að njóta friðar hér og fara á eftir barnasáttmálanum. Ég skammast mín fyrir framkomu ríkisstjórnar Íslands gagnvart þeim sem minna mega sín.

Snjolaug Jonsdottir (Akureyri, 2023-12-06)

#7233

Það getur ekki verið rétt að Ísland geti ekki hýst þessa drengi og annað palestínska flóttafólk.

Anna Gudlaugsdottir (Albertslund, 2023-12-06)

#7241

Það er ekki í boði að forsvarsmenn Íslands sendi þessi börn úr landi!

Sólveig Ösp Haraldsdóttir (Hafnarfjörður, 2023-12-06)

#7242

Ég styð þessa beiðni

Maria Pinzón Marín (Keflavik, 2023-12-06)

#7278

Mikilvægt er að vernda börnin ekki stofna lífi þeirra í hættu. Mikið er nú sorglegt ef að við sem samfélag getum ekki verndað þau.

Eva Dögg Kristinsdóttir (Reykjavík, 2023-12-06)

#7284

Um börn er að ræða og ómannúðlegt að senda þau í hræðilegar aðstæður. Við höfum allt til að hjálpa þessum börnum og öðru flóttafólki.

Jensína Valdimarsdóttir (Akranes, 2023-12-06)

#7297

Ég skrifa undir vegna þess að ég er manneskja, vegkna þess að ég tel þau réttindi sem Ísland hefur skuldbundið sig til að verja með fullgildingu Barnasáttmála SÞ séu mikilvæg, og vegna þess að sjaldan hefur verið meiri þörf á að standa vörð um mennskuna í öllum sínum myndum og andæfa afskiptaleysi, sérgæsku, rasisma og hreinu hatri.

Ólafur Páll Jónsson (Reykjavík, 2023-12-06)

#7298

Við eigum að veita palestínísku flóttafólki vernd.

Hervōr Árnadóttir (Reykjavik, 2023-12-06)

#7304

Ég vil að drengirnir fái að vera á Íslandi

Ingibjörg Sigurðardóttir (Hafnarfjörður, 2023-12-06)

#7310

Sendum ekki þessa tvo pilta út á guð og gaddinn, það er ómanneskjulegt og grimmdarlegt.

Sigurður Pétursson (Laugarvatni, 2023-12-06)

#7315

Við sendum ekki börn í stríð

Einar örn (Reykjavik, 2023-12-06)

#7325

Að senda þessa ungu drengi eina á götuna í Grikklandi er þvílíkt siðleysi að það bara má ekki gerast.

Haukur Már Haraldsson (Reykjavík, 2023-12-06)

#7331

Skammist ykkar!!!

Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur skýrt fram:
19) Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau.
22) Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.
27) Börn eiga rétt á því að fá næringu, fatnað og öruggt heimili svo þau geti þroskast á sem bestan hátt. Stjórnvöld eiga að aðstoða fjölskyldur sem hafa ekki kost á því að veita börnum framangreint.

Þar að auki eru stjórnvöld hvött til að liðka fyrir frekari sameiningu fjölskyldna og flýta ferlinu eins og hægt er.

Stjórnvöld geta virkjað 44. grein útlendingalaga um sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá ákvæðnum svæðum.

Kolbrun Ylva Hymer (Oslo, 2023-12-06)

#7333

Við þurfum að vernda börn

Ingibjorg Edvardsdottir (Akureyri, 2023-12-06)

#7348

Ég þjálfa þessa báða drengi í fótbolta. Að semda þá út til Grikklands eina er Hrein Illska. Af hverju meiga þeir ekki lifa hér eins og til dæmis fólk frá Úkraínu. ÞAÐ ER STRÍÐ ÞAR SEM FJÖLSKYLDUR ÞEIRRA ERU Þar sem ÞÚSUNDIR MANNS DEYJA DAGLEGA. Þetta er íslensku þjóðinni til skammar. Þetta þarf að laga.

Sölvi Fannar Ragnarsson (Mosfellsbær, 2023-12-06)

#7350

Það er ómannúðlegt og ólöglegt að senda ólögráða börn í aðstæður sem bíða drengjanna í Grikklandi og þess heldur í stríðshrjáðum flóttamannbúðum á Gaza. Èg SKORA á stjórnvöld að veita Sameer og Yazan alþjóðlega vernd hèr á Íslandi.

Valgerdur Guðrún Hjartardottir (Reykjavik, 2023-12-06)

#7358

Að mér finnst að þessir ungu menn eigi að fá að vera hér á landi.

Hrefna Þórisdóttir (Reykjavík, 2023-12-06)

#7381

Ómannúðlegt að senda börn í verri aðstæður en við getum boðið.

Gudrun Jónsdóttir (seltjarnarnes, 2023-12-06)

#7383

Svona gera menn ekki.

Kristjón Sigurðsson (Kópavogur, 2023-12-06)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 1000 aðilum.

Lærðu meira...