Alabadla fái hæli á Íslandi
Athugasemdir
#606
Ég,tel að við eigum að bjóða öllum sem standa höllum fæti skjól og ef þeir vilja byggja með okkur gott samfélag þá séu þeir velkomnir.Sveinbjörn Lárusson Sveinbjörn (Mosfellsbær, 2021-10-23)
#624
Ég er fylgjandi mannréttindum og manngæsku.Gunnar Sigurjónsson (Kópavogur, 2021-10-23)
#630
Þvì þađer mennskt ađ geraÞorgerđur Sigurdardottir (Reykjavik, 2021-10-23)
#634
Ég styð heilshugar að fjölskyldufólk, sem hefur verið hér um tíma og aðlagast fái hæli/heimaland til frambúðar.Eygló Guðjónsdóttir (Reykjavík, 2021-10-23)
#651
Við höfum pláss á Íslandi fyrir þetta fólkEygló Ingadóttir (Garðabær, 2021-10-23)
#679
Það er ómannúðlegt að gefa fólki von með því að leyfa því að dvelja nógu lengi í landinu til að vera farið að aðlagast, læra íslensku og eignast vini ef meiningin er að senda það svo úr landi í algerlega vonlausar aðstæður. Það er ALDREI forsvaranlegt að senda flóttafólk til Grikklands, allir vita að grikkir hafa engin úrræði fyrir allt það flóttafólk sem þangað kemur.Guðrún Dagný Einarsdóttir (Ísafjörður, 2021-10-23)
#688
Ég skrifa heilshugar undir þessa áskorun til ráðmanna í þeirri von þeir sjái að sér og sýni þá mannúð að þyrma lífi Alabadlafjölskyldunnar og veita henni hæli hér á landi.Kristin Sigurleifsdóttir (Hafnarfjörður, 2021-10-23)
#710
Fyrir börnin og heilbrigði þeirraHalldóra Geirharðsdóttir (Reykjavík, 2021-10-24)
#711
Við eigum ekki að senda börn úr landi og alls ekki til stríðshrjáðra landa, aldrei.Guðrún Sigurðardóttir (Reykjavík, 2021-10-24)
#717
Þessi fjölskylda á rétt á öruggu og farsælu lífi rétt eins og ég og þú. Hér er nóg af plássi og kærleik.Herdís Jónsdóttir (Reykjavík, 2021-10-24)
#718
Þetta íslenska kerfi er út í hött og ég neita að trúa því að við getum ekki sett orkuna og peninginn frekar í að taka vel á móti því flóttafólki sem kemur til landsins.Svo erum við ítrekað að brjóta barnasáttmála SÞ með því að senda börnin úr landi í óvissuna, í aðstæður sem er vitað að eru verri en þær sem við getum boðið.
Girðum okkur í brók sem samfélag og látum kærleika ekki hræðslu leiða okkur áfram. Fjölmenning er dýrmæt og gefur okkur svo margt.
Anna Hallgrímsdóttir (Stykkishólmi, 2021-10-24)
#729
Dyflinnarreglugerðin er úreld og ómanneskjulegÍda Margrét Jósepsdóttir (Reykjavík, 2021-10-24)
#736
Börn eiga alla þà vernd skilið sem við getum boðiðSiggi Bahama (rvk, 2021-10-24)
#737
Við getum ekki farið svona með börn það er svo ómannúðlegt!Björnsdóttir Kolbrún Þóra (Kópavogi, 2021-10-24)
#762
Mér þykir ómanneskjulegt að neita þeim að búa hér áfram.Clarke Helga (Reykjavík, 2021-10-24)
#766
Jörðin er eitt land og mannkynið íbúar þess - eiga því sama rétt til búsetu og aðrirMarta Hinriksdóttir (Akureyri, 2021-10-24)
#774
Þessi fjölskylda hefur lagt það á sig að rífa sig upp með rótum og koma sér fyrir á Íslandi. Þau ættu að hafa jafmikinn rétt á að búa hér eins og það fólk sem fæddist hér fyrir tilviljun.Eva Berger (Kópavogur, 2021-10-24)
#777
Að þau eru manneskjur og eiga að njóta mannréttindaEgill Egilsson (Reykjavík, 2021-10-24)
#789
Þađ er nóg tjl á Íslandi til ađ veita fleiri börnum skjólSæunn Kjartansdóttir (Reykjavik, 2021-10-24)
#792
Þau eru á flótta frá Gaza. Ekki seda þau aftur á flótta með börninBryndís Friðgeirsdóttir (Isafjörður, 2021-10-24)