Alabadla fái hæli á Íslandi

Athugasemdir

#606

Ég,tel að við eigum að bjóða öllum sem standa höllum fæti skjól og ef þeir vilja byggja með okkur gott samfélag þá séu þeir velkomnir.

Sveinbjörn Lárusson Sveinbjörn (Mosfellsbær, 2021-10-23)

#624

Ég er fylgjandi mannréttindum og manngæsku.

Gunnar Sigurjónsson (Kópavogur, 2021-10-23)

#630

Þvì þađer mennskt ađ gera

Þorgerđur Sigurdardottir (Reykjavik, 2021-10-23)

#634

Ég styð heilshugar að fjölskyldufólk, sem hefur verið hér um tíma og aðlagast fái hæli/heimaland til frambúðar.

Eygló Guðjónsdóttir (Reykjavík, 2021-10-23)

#651

Við höfum pláss á Íslandi fyrir þetta fólk

Eygló Ingadóttir (Garðabær, 2021-10-23)

#679

Það er ómannúðlegt að gefa fólki von með því að leyfa því að dvelja nógu lengi í landinu til að vera farið að aðlagast, læra íslensku og eignast vini ef meiningin er að senda það svo úr landi í algerlega vonlausar aðstæður. Það er ALDREI forsvaranlegt að senda flóttafólk til Grikklands, allir vita að grikkir hafa engin úrræði fyrir allt það flóttafólk sem þangað kemur.

Guðrún Dagný Einarsdóttir (Ísafjörður, 2021-10-23)

#688

Ég skrifa heilshugar undir þessa áskorun til ráðmanna í þeirri von þeir sjái að sér og sýni þá mannúð að þyrma lífi Alabadlafjölskyldunnar og veita henni hæli hér á landi.

Kristin Sigurleifsdóttir (Hafnarfjörður, 2021-10-23)

#710

Fyrir börnin og heilbrigði þeirra

Halldóra Geirharðsdóttir (Reykjavík, 2021-10-24)

#711

Við eigum ekki að senda börn úr landi og alls ekki til stríðshrjáðra landa, aldrei.

Guðrún Sigurðardóttir (Reykjavík, 2021-10-24)

#717

Þessi fjölskylda á rétt á öruggu og farsælu lífi rétt eins og ég og þú. Hér er nóg af plássi og kærleik.

Herdís Jónsdóttir (Reykjavík, 2021-10-24)

#718

Þetta íslenska kerfi er út í hött og ég neita að trúa því að við getum ekki sett orkuna og peninginn frekar í að taka vel á móti því flóttafólki sem kemur til landsins.
Svo erum við ítrekað að brjóta barnasáttmála SÞ með því að senda börnin úr landi í óvissuna, í aðstæður sem er vitað að eru verri en þær sem við getum boðið.
Girðum okkur í brók sem samfélag og látum kærleika ekki hræðslu leiða okkur áfram. Fjölmenning er dýrmæt og gefur okkur svo margt.

Anna Hallgrímsdóttir (Stykkishólmi, 2021-10-24)

#729

Dyflinnarreglugerðin er úreld og ómanneskjuleg

Ída Margrét Jósepsdóttir (Reykjavík, 2021-10-24)

#736

Börn eiga alla þà vernd skilið sem við getum boðið

Siggi Bahama (rvk, 2021-10-24)

#737

Við getum ekki farið svona með börn það er svo ómannúðlegt!

Björnsdóttir Kolbrún Þóra (Kópavogi, 2021-10-24)

#762

Mér þykir ómanneskjulegt að neita þeim að búa hér áfram.

Clarke Helga (Reykjavík, 2021-10-24)

#766

Jörðin er eitt land og mannkynið íbúar þess - eiga því sama rétt til búsetu og aðrir

Marta Hinriksdóttir (Akureyri, 2021-10-24)

#774

Þessi fjölskylda hefur lagt það á sig að rífa sig upp með rótum og koma sér fyrir á Íslandi. Þau ættu að hafa jafmikinn rétt á að búa hér eins og það fólk sem fæddist hér fyrir tilviljun.

Eva Berger (Kópavogur, 2021-10-24)

#777

Að þau eru manneskjur og eiga að njóta mannréttinda

Egill Egilsson (Reykjavík, 2021-10-24)

#789

Þađ er nóg tjl á Íslandi til ađ veita fleiri börnum skjól

Sæunn Kjartansdóttir (Reykjavik, 2021-10-24)

#792

Þau eru á flótta frá Gaza. Ekki seda þau aftur á flótta með börnin

Bryndís Friðgeirsdóttir (Isafjörður, 2021-10-24)