Björgum Bíó Paradís

Athugasemdir

#1208

ég vil að bíóið verði opnað aftur ómissandi hérna hjá okkur. Hef átt ótal ánægjustundir og þar er hægt að sjá allar myndir . Menningarstofnun nr 1 I Reykjavik.

Katrin Þorsteinsdottir (reykjavikurborg, 2020-05-09)

#1213

... ég má ekki til þess hugsa að Bíó Paradís loki! Það er grundvallaratriði að það starfi áfram!

Elísa Björg Þorsteinsdóttir (Reykjavík, 2020-05-09)

#1215

Ísland var Hollywoodfangabúðir áður en Bió Paradís kom til. Engin borg getur montað sig af því að vera menningarborg nema þar starfi í hið minnsta eitt bíó sem hefur listræn gildi á hávegum

Ólafur Páll Sigurðsson (Reykjavík, 2020-05-09)

#1219

Ég vil gera mitt til að standa vörð um þetta einstaka kvikmyndahús, Bíó Paradís.

Ingibjörg Alda Guðmundsdóttir (Reykjavík, 2020-05-09)

#1220

Mikilvæg menningarstarfsemi í miðborginni

Sölvi Sveinbjörnsson (Hafnarfjörður, 2020-05-09)

#1227

Vegna þess að kvikmyndahús sem þetta er menningarkimi sem skiptir öllu máli í þroska komandi kynslóða af listamönnum. Það væri menningarleg gelding að missa þetta.

Fanney Vala Arnórsdóttir (Akureyri, 2020-05-09)

#1229

Bíó Paradís þarf að lifa !

Steinunn Ólafsdóttir (Akureyri, 2020-05-09)

#1241

Einstakt kvikmyndahús sem er mikilvægt að hugsa vel um!

Egill Hermannsson (Oslo, 2020-05-09)

#1249

Bíó paradís er ein mikilvægasta menningarmiðstöð Reykjavíkur. Hún á risastóran sess í miðbænum og megum við sem íbúar allsekki við því að missa eina bíóhúsið okkar.

Helga Óskarsdóttir (Reykjavík, 2020-05-09)

#1265

Ég styð islenska menningu, vil ekki missa þennan part

Birta Nótt Salvamoser (Kopavogur, 2020-05-09)

#1276

Vegna þess að bíó paradís er staður þar sem að fjölskyldan fer eins og t.d um jólin að horfa á klassískar myndir til að njóta og sing along myndir!

Elísa Líf (Hafnarfjörður, 2020-05-09)

#1277

Menning og list er eitt af því sem gerir okkur að þjóð. Ekki tortíma listinni! Þá tortímiru okkur.

brynhildur sigurðardóttir (reykjavík, 2020-05-09)

#1278

Bíó Paradís er ein af fáum menningarstofnunum sem eftir lifir í miðbæ Reykjavíkur, þar sem starfsemin einkennist af fjölbreytileika, listrænum metnaði og skapandi grósku. Bíó Paradís á að lifa því áhrif þess eru víðtæk.

Júlía Traustadóttir Kondrup (Reykjavík, 2020-05-09)

#1288

Bíó Paradís er langlífasta listræna kvikmyndahúsið í sögu borgarinnar og bráðnauðsynlegur hluti af heilbrigðri bíómenningu landsins. Því má ekki loka.

Gunnar Theodór Eggertsson (Reykjavík, 2020-05-09)

#1291

Af því að ég vill ekki að kvikmyndamenning Íslands og tengsl okkar við þessa list gjöreyðist. Þetta er miklu meira en bara bíó og missirinn mun rústa heilu samfélagi af fólki

Júlíus Elvar Ingason (Reykjavík, 2020-05-09)

#1303

Bíó paradís er ómissandi hluti miðborgarinnar

Þorsteinn Björnsson (Reykjavík, 2020-05-09)

#1304

Okkur vantar art house bíó í Reykjavík!

Kristófer Jónatansson (Reykjavík, 2020-05-09)

#1309

Ég skrifa undir vegna þess að ég vil ekki sjá Bíó Paradís lokað til frambúðar!

Sigrún Helga Baldursdóttir (Tokyo, 2020-05-09)

#1322

Vantar fjölbreyttan sýningarstað

Hulda Margrét Traustadóttir (Akureyri, 2020-05-09)

#1324

Ég skrifa undir vegna þess að það er mikilvægt að hafa vettvang fyrir jaðar kvikmynda bransann.

Urður Bergsdóttir (Reykjavík, 2020-05-09)

#1336

Starfsemi Bíó Paradís er mikilvægur þáttur í íslensku menningarlífi. M.a. nauðsynleg viðspyrna við ,,mainstreamið" sem er allt um lykjandi.

Guðmundur Atli Pétursson (Kópavogur, 2020-05-09)

#1340

Bíó Paradís er ómetanleg kvikmynda-og menningarmiðstöð, sú eina sinnar tegundar hérlendis. Hefur bæði uppeldislegt og menningarlegt gildi. Má ekki hverfa!

Stefán Baldursson (Kópavogur, 2020-05-09)

#1354

Reykjavík má ekki missa meiri menningu. Borgin er stútfull af ferðamannaverslunum og hótelum. Ef við höldum áfram á þessari braut mun engin menning vera eftir, og því ekkert fyrir íbúa að gera. Bíó Paradís er eina bíóhús sinnar tegundar í Reykjavík og við eigum hreinlega ekki efni á að tapa því

Ragnar Númi Gunnarsson Breiðfjörð (Reykjavík, 2020-05-09)

#1373

Ég skrifa undir vegna þess að mér finnst Bíó Paradís mikilvægt menningar-bíó og ómissandi menningarstaður í miðborginni.

Guðrún Birna Pétursdóttir (Reykjavík, 2020-05-09)

#1375

Mikilvægt bíó

Völundur Hafstað (Reykjavík, 2020-05-09)

#1384

Því Bío Paradís er best

Gunnar M straumland Ólafsson (Reykjavík, 2020-05-09)

#1388

Vegna þess að Bíó Paradís er með svo mikið af góðu framtaki og flottar kvikmyndir í sýningu.

Hjalte Agust Steinsson (Búðardalur, 2020-05-09)

#1392

Bíó Paradís hefur gegnt stóru menningarhlutverki sem synd væri að félli niður.

Hlín Hólm (Reykjavík, 2020-05-09)

#1397

Ég elska bíó paradís 🤩

Tara Jensdóttir (Reykjavík, 2020-05-09)

#1398

Mér þykir vænt um Bíó Paradís.

Sædís Ósk Arnbjargardóttir (Reykjavík, 2020-05-09)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...