Verndum Sameer og Yazan veitum palestínskum flóttamönnum á Íslandi alþjóðlega vernd.
Athugasemdir
#1447
Ég fer fram á að ákvörðun um brottvísun drengjanna verði tafarlaust endurskoðuð. Sýnum mannúð og myndarskap, og skjótum skjólshúsi yfir drengina og aðra Palestínuflóttamenn sem hér dvelja.Guðríður Adda Ragnarsdóttir (Reykjavík, 2023-12-05)
#1456
Ég trúi því ekki að það þurfi undirskriftalista til að bjóða þessum drengjum að búa hér, það er sjálfsagt mál.Nanna Hlíf Ingvadóttir (Reykjavik, 2023-12-05)
#1464
Ég vil ekki senda drengina til Grikklands. Við verðum að sýna mannúð . Þetta eru börn.Guðlaug Ólafsdóttir (Reykjavík, 2023-12-05)
#1465
Ekkert barn á að vera sent til Grikklands í flóttamannabúðir þar sem mý mörg dæmin hafa sýnt fram á að þau eru ekki örugg - það minnsta sem við getum gert er að taka mál þeirra til efnislegrar meðhöndlunnarDýrleif Jónsdóttir (Reykjavík, 2023-12-05)
#1467
Vegna þess að þetta er algjör firrun og ómanneskjulegt að geta ekki veitt þessum börnum vernd.Ég ætti ekki að þurfa að skrifa undir svona undirskriftarlista!!! Bætið þetta stjórnvöld og stoppið þetta!
Birna Daníelsdóttir (Reykjavík, 2023-12-05)
#1469
Börn eiga skilið vernd!!Kolbrun Einarsdottir (Reykjavik, 2023-12-05)
#1477
Framfylgja barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, annað er mannvonska!Þóra Andrésdóttir (Kópavogur, 2023-12-05)
#1478
Öll börn á að vernda !Hjördís Svan (Reykjavík, 2023-12-05)
#1513
Ég skrifa undir vegna þess að ég óska að ríkisstjórn landsins og útlendingastofnun virði barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.Það er ekki í boði að vísa þessum börnum út á gaddinn í Grikklandi og það má ekki gerast.
Axel Aage Schiöth (Kópavogur, 2023-12-05)
#1521
Vegna aðstæðna í Palestínu ættum við að taka á móti öllu flóttafólki frá Palestínu. Þar að auki ber okkur að vernda öll börn, óháð uppruna.Þórunn Freyja Gústafsdóttir (Reykjavik, 2023-12-05)
#1522
Mér ber skylda til sem manneskju að reyna að fá yfirvöld til að sýna manngæsku.Hafdís Harðardóttir (Reykjavík, 2023-12-05)
#1524
Ég skrifa undir vegna þess að það er ómannúðlegt og miskunnarlaust að senda drengina á vergang í Grikklandi. Ástandið í heimalandi þeirra Palestínu er hræðilegt og því nauðsynlegt að veita þeim vernd og möguleika á mannsæmandi lífi á Íslandi.Elín Vilhelmsdóttir (Reykjavik, 2023-12-05)
#1541
Það er hrein mannvonska að reka börnin á brott. Og algjörlega óásættanlegt þegar aðstæður í heimalandinu eru á við þjóðernishreinsanir!Hjördís Sigurðardóttir (Reykjavìk, 2023-12-05)
#1542
Ef þeir fá ekki að dvelja hér þá enda þeir á götunni. Hér eiga þeir íslenska fjölskyldu sem veitir þeim gott líf. Ekki senda þá burt út í algjöra óvissu og fátækt. Þeir eiga það ekki skilið. Hér lifa þeir góðu lífi. Þeir hafa mátt þola nógu mikið nú þegar.Eva Rut Ellertsdóttir (Stykkishólmur, 2023-12-05)
#1549
Það er fáránlegt og hrein og klár mannvonska að senda ung börn úr landi í algjöra óvissu þegar þau eru örugg hérMargrét Helga Guðmundsdóttir (Reykjavík, 2023-12-05)
#1559
Ég skrifa vegna þess að að sjálfsögðu eigum við, þjóðin öll - að umfaðma þessa drengi. Það er bara avo sjálfsagt!Þórdís Tómasdóttir (Reykjavik, 2023-12-05)
#1562
það er rétt - heimurinn þarf heilun, mildi og náungakærleik.Benedikta Guðrún Svavarsdóttir (Seydisfjordur, 2023-12-05)
#1565
Ég er manneskja með tilfinningar.Ása Ólafsdóttir (Kaupmannahöfn, 2023-12-05)
#1566
Svona brottvísanir eru aldri réttlætanlegar, alltaf grimmar og ómannúðlegar. En að það eigi að brottvísa Palestínskum börnum úr landi, þegar það er verið að slátra landsmönnum þeirra á sögulegum hraða, með þegjandi samþykki ríkisstjórnarinnar. Það er varla hægt að setja í orð hve viðbjóðslegt þetta er. Íslenska ríkistjórnin hefur brugðist Palestínumönnum áður, ég rétt vona að þau séu ekki svo miklar skepnur að þau bregðast þessum drengjum núna.Fáfnir Fjölnisson (Seltjarnarnes, 2023-12-05)