Ég styð bann við umskurð á heilbrigðum kynfærum drengja á Íslandi

Athugasemdir

#1603

Það á undir engum kringustæðum að misþyrma börnum.

(Hafnarfjörður, 2018-03-18)

#1629

Ég skrifa undir vegna þess að mér finnst mikilvægt að það sé á hreinu í lögum að aldrei sé gefinn afsláttur á réttindum barna/mannréttindum/jafnrétti kynjanna í skjóli menningarlegra- eða trúarlegra athafna, sé skaði fyrir hendi- sem ég tel vera í tilfellum umskurðar. Held að slíkur afsláttur í nafni trúar sé merki um stefnu í ranga átt og varasamt fordæmi.

(221 Hafnarfjörður, 2018-03-19)

#1631

Ég er á móti því að framkvædar séu óafturkræfar aðgerðir á ólögráða börnum

(Reykjavík, 2018-03-19)

#1638

Barnið á að ráða hvort það vilji svona inngrip í líkamann er hefur aldur til

(Reykjavik, 2018-03-19)

#1645

Umskurður barna er óásættanlegur. Ef þau vilja umskurð þegar þau eru eldri og hafa vit til að velja þá er það þeirra mál, en aldrei þegar þau hafa ekkert val.

(Selfoss, 2018-03-19)

#1646

Það á ekki að framkvæma óþarfa skurðaðgerðir á heilbriðgum, nýfæddum drengjum eingöngu útaf einhverju sem á að heita hefðir. Það er alltaf hægt að umskera sig seinna á lífsleiðinni, þegar menn hafa val um það.

(Reykjavík, 2018-03-19)

#1686

Einungis hugmyndin að umskera ungabörn er óhugnaleg!

(Reykjavík, 2018-03-20)

#1697

Finnst algjörlega ótækt að níðast á börnum, sama hvaða form það tekur á sig.

(Reykjavík, 2018-03-20)

#1703

þetta er ómannkegt

(Garðabær, 2018-03-20)

#1710

Ég styð bann á umskurði a börnum

(Reykjavík, 2018-03-20)

#1712

þessi afskræming tilheyrir fornöld og er ekki til góðs. Kindur eru eyrnamerktar, ekki börn !

(Reykjavík, 2018-03-20)

#1720

Ég styð bann við umskurði á kynfærum drengja á Íslandi

(Hveragerði, 2018-03-20)

#1722

Vegna þess að einstaklingar hafa rétt á að vita hvað er gert við þá, ungabörn hafa ekki hugmynd

(Reykjavík, 2018-03-20)

#1730

Ég styð bann við umskurð á heilbrigðum kynfærum drengja á Íslandi og styð að þeir getir sjálfir tekið ákvörðun eftir 18 ára aldur þegar þeir hafa vit og aldur til að taka upplýsta ákvörðun.

(Kópavogur, 2018-03-21)

#1733

ég á ekki orð um þessa meðferð á litlum drengjum sem geta sig hvergi varið. það að þetta sé ákveðið "norm" er algerlega út í hött. Banna þetta strax!

(Mosfellsbær, 2018-03-21)

#1742

Drengir eiga rétt á að taka þessa ákvörðun sjálfir þegar að þeir hafa aldur og vit til

(Reykjavík, 2018-03-21)

#1744

Ég get ekki séð annað en að réttur einstaklingsins sé hér undirsettur rétti trúarbragðanna. Það er mér óskiljanlegt. Ef einstaklingur vill av trúarlegum ástæðum láta umskera sig - er ljóst að hann getur farið til "fegrunar"læknis, borgað uppsett gjald og gert þetta - þegar hann er 18 ára (fullráða).
Umskurn á kynfærum sveinbarna er ofbeldi. Ef ekki er talin bráð nauðsyn af læknisfræðilegum ástæðum að framkvæma umskurn, á að láta það vera. Réttur einstaklings yfir eigin líkama er æðri en réttur trúarbragða, menningaráhrifa eða siðvenja.

(Stokkhólmur, 2018-03-21)

#1762

Mér finnst þessi aðgerð fyrir neðan allar hellur

(Ísafjörður, 2018-03-21)

#1763

Það er rétt að standa í vegi fyrir ofbeldi.

(Akureyri, 2018-03-21)

#1764

Ég treysti umsögnum lækna og hjúkrunarfólks á Íslandi um að þessi aðgerð á líffærum ungbarna geti verið þeim skaðleg. Gamlar trúarkreddur eiga í okkar samfélagi að víkja fyrir heilbrigðri skynsemi.

(Ísafjörður, 2018-03-21)

#1779

Inngrip í líf einstaklings..

(Hafnarfjörður, 2018-03-22)

#1784

Drengir geti sjálfir ákveðið þetta um18.ára aldurinn.

(Ísland, 2018-03-22)

#1786

Umskurður ungbarna er áhættusöm og getur haft slæmar afleiðingar fyrir barnið, bæði andlega og líkamlega

(Drammen, 2018-03-22)

#1794

Strákar eiga að fá að ráða þessu sjálfir.

(Reykjavík, 2018-03-22)

#1797

Sjálfsagt að banna óþarfa, óafturkræfar aðgerðir á heilbrigðum börnum sem geta ekki rönd við reist. Upplýst samfélag, takk. Árið er 2018.

(Reykjavík, 2018-03-22)