Verndum Sameer og Yazan veitum palestínskum flóttamönnum á Íslandi alþjóðlega vernd.
Athugasemdir
#1613
Það væri óskiljanleg illska að senda þessa drengi burt. Það væri það þó svo að það stæði ekki yfir grimmilegt þjóðarmorð í heimalandi þeirra, en sú er raunin akkurat núna. Þessir strákar eru á svo viðkvæmum aldri, hér eru þeir búnir að kynnast öryggi og vinum og ró. Af hverju að eyðileggja líf þeirra og geðheilsu með svona óþarfa vonsku? Óskiljanlegt með öllu.Rebekka Guðleifsdóttir (Hafnarfjörður, 2023-12-05)
#1631
Þessir drengir eiga heima á Íslandi, engin framtíð fyrir þá í sínu heimalandiBrynhildur Jakobsdóttir (Reykjavík, 2023-12-05)
#1637
Allir eiga skilið vernd og öruggt umhverfi.Alma Lísa Hafþórsdótti (Vestmannaeyjar, 2023-12-05)
#1642
Mannúðin má ekki hverfa.Við erum betri enn stjórnvöld sem aðhyllast fasisma. Illskan má ekki sigra
Kristjan Gislason (Kópavogsbær, 2023-12-05)
#1643
Ég vil að Sameer og Yazan séu öruggir og það eru þeir hjá fósturfjölskyldum sínum hér á Íslandi. Að senda þá til Grikklands getur ekki á nokkurn hátt samræmst barnaverndarlögum.Sigridur Harpa Hannesdottir (Hafnarfjörður, 2023-12-05)
#1647
Vegna þess að þessi börn eiga að sjálfsögðu rétt á alþjóðlegri vernd!Kolbrún Tómasdóttir (Garðabær, 2023-12-05)
#1672
Èg styð ekki að við sendum fyrirmyndarbörn umsjónaraðilalaus til þess að búa á götunni í öðru landi - okkur hlýtur að bera skylda til að vernda ólögráða aðila frá stríðshrjáðu landi þar sem þjóðarmorð eru framin og óvissan er algjör!!!Jóna Guðrún Kristinsdóttir (Mosfellsbæ, 2023-12-05)
#1674
Þeir eiga skilið á að lifa lífi þar sem þeir eru ekki í ótta um að deyja þegar þeir vakna á morgnanaHekla rún Sigurðardóttir (Kópavogur, 2023-12-05)
#1679
Ég vil að drengirnir fái að vera á ÍslandiSigrún Sigurðardóttir (Akranes, 2023-12-05)
#1690
Ég skrifa undir vegna þess að einginn á að vera heimilislaus. Fólk þarf öryggi ❤️Sigurbjörg Magnúsdóttir (Reykjavík, 2023-12-05)
#1691
Ég óska þess að íslensk stjórnvöld veiti palestínsku drengjunum leyfi til að búa á Íslandi.Það er nóg pláss hérna <3 ekki senda þá á götuna. Þeir eru börn!
Linda Björk Pétursdóttir (Ísafjörður, 2023-12-05)
#1693
Það er ómannúðlegt og ljótt að senda börn úr landi, sérstaklega þar sem þeir eiga ekkert annað heimili en hér á landiMargrét Eva Árnadóttir (Reykjavík, 2023-12-05)
#1699
Börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Ragnhildur Thordardottir (Copenhagen, 2023-12-05)
#1706
Siðferðiskennd minni misbýður og samkenndin og mennskan sem býr innra með okkur öllum getur ekki sent þessa drengi á götuna í Grikklandi, hvað þá alla leið heim í þjóðarmorðin á Gaza.Kristjana Sigríður Skúladóttir (Selfoss, 2023-12-05)
#1715
Ber hag drengjanna fyrir brjósti.Margrét Gróa Björnsdóttir (Mosfellsbæ, 2023-12-05)
#1756
Drengirnir verða að eiga skjól áfram á Íslandi, velferð þeirra er í húfi.Guðrún María Harðardóttir (Borgarnes, 2023-12-05)
#1758
Ég sem Íslenskur ríkisborgari krefst þess að Íslensk stjórnvöld veiti þessum börnum aðstoð.Thorey Thorkelsdottir (Ski, 2023-12-05)
#1767
það er ekki hægt að haga sér svona!!!!!!!!!!!!Anna Pála Stefánsdóttir (Kópavogur, 2023-12-05)
#1770
ÞMaría Ósk Guðmundsdóttir (Akranes, 2023-12-05)
#1779
Ég kæri mig ekki um að vera hluti af þjóð sem kemur svona fram við varnarlaus börn. Við gerum ekki svona!Hrefna Reynisdottir (Eskifjörður, 2023-12-05)
#1786
Lög hafa ekkert vægi þegar kemur að börnum sem hafa þegar orðið fyrir meiri áföllum en flestir þeirra sem vilja senda þau í burtu frá Íslandi.Sylviane Lecoultre (Seltjarnarnes, 2023-12-05)