Við mótmælum bílastæðagjaldi starfsmanna

Athugasemdir

#601

Það er fyrir neðan allar hellur að láta starfsfólk ríkissins borga fyrir það eitt að mæta í vinnuna.

Silvía Ástvaldsdóttir (Österlen, 2023-10-07)

#605

Ég er ekki sátt með að þurfa að borga fyrir bílastæði á mínum vinnustað. Get ekki notað almenningssamgöngur þar sem ég bý á Selfossi

Bryndís Erlingsdóttir (Selfoss, 2023-10-07)

#608

Finnst að allir á öllum vinnustöðum Lsh ættu að greiða gjald ef það á að taka upp gjaldtöku.
Fyrirkomulagið í dag er ásættanlegt, þ. e. að hafa stæði næst spítalanum gjaldskild.

Soffía Þorsteinsdóttir (Reykjavík, 2023-10-07)

#610

Þetta er fáránleg hugmynd

Anna María Ólafsdóttir (Reykjavík , 2023-10-07)

#611

Sammála

Gudrun Kristinsdottir (Kópavogur , 2023-10-07)

#613

Sem starfsmaður á Landspítala.

Erla Sigríður Sævarsdóttir (Reykjavík, 2023-10-07)

#616

Vegna þess að ég er hjartanlega sammála því að hér sé verið að mismuna fólki. Það er ekki í lagi að starfsmaður þurfi að borga fyrir að mæta í vinnuna sína.

Þorgerður Ýr Þorvarðardóttir (Reykjavík, 2023-10-08)

#618

Fáránlegt að starfsmenn þurfa að greiða fyrir bílastæði á meðan þau vinna!

Díana Mjöll Stefánsdóttir (Reykjavik, 2023-10-08)

#619

Vinn á Hringbraut

Arndis Kolbeins (Seltjarnarnes , 2023-10-08)

#621

Sammála ofangreindum rökum í innganginum

Eva Jónasdóttir (Reykjavik, 2023-10-08)

#629

Vegna þess að ég er í námi, hjúkrunarfræði, í Eirbergi. Tilvonandi hjúkrunarfræðingur og mótmæli því að gjaldskylda verði sett.

Snjólaug Þorsteinsdóttir (Reykjavík, 2023-10-08)

#631

Fáránlegt að starfsmenn þurfi að borga fyrir að mæta í vinnu þegar þeir eru nú þegar láglaunaðir

Gísli Þráinn Þorsteinsson (Akureyri, 2023-10-08)

#632

Ég á ekki að þurfa að borga fyrir bílastæði á minni vinnulóð á meðan ég er í vinnunni.

Erla Margret Haraldsdotttir (Reykjavik, 2023-10-08)

#634

Mér finnst ekki þurfa að borga til að koma vinna. Mér finnst frékar fá greidd fyrir að keyra grænu bíl

Virginie Letertre (Reykjavík, 2023-10-08)

#643

Það á ekki að kosta að vera í vinnunni

Þórunn Margrét Sigurðardóttir (Reykjavík, 2023-10-08)

#644

Þetta er algerlega óboðlegt.

Helga Björk Helgadóttir (Reykjavík, 2023-10-08)

#645

Góðan dag, ég er starfsmaður Rannsóknarkjarna K2 og mæti á Hringbraut um kl. 6:40, akandi frá Hveragerði. Að það sé bara spurning um hugarfar að ferðast með almenningssamgöngum eða á reiðhjóli til og frá vinnu er ákaflega falleg hugsun en það geta því miður ekki allir búið í miðbænum. Ég hef búið mörg ár erlendis og veit að þar sem innviðirnir eru til staðar eykst möguleikinn til þess að nýta sér almenningssamgöngur, hratt og skilvirkt. Við erum hins vegar komin frekar stutt í þessari þróun hér heima og er það að byrja á öfugum enda að þvinga fólk til þess að hjóla í borginni eða nota almenningssamgöngur. Við búum á Íslandi en ekki í Brussel og þurfum að horfast í augu við það að hér er veðurfar ekki sambærilegt við borgir Mið-Evrópu. Starfsfólki sem t.d. vinnur næturvaktir við það að halda öllu gangandi á sjúkrastofnun á meðan hinir sofa, mætir heldur ekki í strætisvagni þegar ferðir eru ekki í boði.

Hvaða skilaboð er verið að senda með því að detta það í hug að vel borgaðir yfirmenn sé á hærri stalli en meðal Jón og að þessi ráðstöfun eigi ekki við þá? Líkurnar á fjölda uppsögnum aukast og það rétt eftir heimsfaraldur sem hefur tekið á margt starfsfólk, hver á þá að ganga í störfin? Þessi hugmynd að mínu mati, hreint galin og sett fram af þeim sem hafa ekki reiknað dæmið til enda. Eflaust hefur fólkið í Ráðhúsi Reykjavíkur ekki heldur heyrt talað um Samskiptasáttmála Landstítalans sem hefur þann tilgang að þjappa fólki saman, bæta þjónustu og öryggi við sjúklinga og ekki síst bæta líðan starfsfólks. Sáttmálinn nær til allra sem starfa á spítalanum burt séð frá stöðu og starfsstétt. Bestu kveðjur Helena Stefánsdóttir

Helena Stefánsdóttir (Hveragerði, 2023-10-08)

#647

Því að íslendingar láta bjóða sér allt nú er nóg komið

Anna María Birgisdóttir Birgisdóttit (Reykjavik, 2023-10-08)

#652

Eg vinn a LSH

Rakel Dóra Sigurðardóttir (Mosfellsbær, 2023-10-09)

#654

Óréttlætið er yfirþyrmandi

Kristín Svansdóttir (Reykjavík, 2023-10-09)

#659

Ég skrifa undir vegna þess að ég bý í mosfellsbæ. Éget ekki notað aðrar samgönguleiðir en einkabílinn þar sem strætó er ekki byrjaður að ganga þegar ég á að vera mætt til vinnu. Mönnunarvandi er mikill á lsh og þetta er ekki til að bæta hann!

Hafrós Lind Ásdísardóttir (mosfellsbær, 2023-10-09)

#661

Það er algjörlega fáranlegt að þurfa greiða fyrir að mæta í vinnu á bíl. Fjölskyldufólk hefur ekki annarra kosta völ en að vera á einkabílum

Dagbjört Edda Sverrisdóttir (Kópavogur, 2023-10-09)

#663

Mótmæla bílastæðagjaldi fyrir starfsfólk LSH

Magna Jónmundsdóttir (Reykjavík, 2023-10-09)

#675

Ég er starfsmaður Landspítala og Landspitali á ekki að leggja svona kostnað yfir á starfsfólkið sitt.

Svana Þorsteinsdóttir (Kópavogur, 2023-10-09)

#677

Ósátt við að hafa ekki tök á að leggja frítt við vinnustaðinn minn á meðan borgin gerir mér ekki kleyft að nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu

Guðlaug Jóna Karlsdóttir (Reykjvík, 2023-10-09)

#678

Það er galið að þurfa að borga í stæði til að komast í vinnuna sína- sem BTW er ekki hálaunastarf hjá flestu starfsfólki á þessum vinnustað.

Hrafnhildur Steinunn Sigurþórsdóttir (Reykjavík, 2023-10-09)

#679

Starfsfólk Landspítala eiga ekki að þurfa borga fyrir það að leggja í stæði á vinnustað sínum

Sunna Pétursdóttir Christiansen (Reykjavík , 2023-10-09)

#680

Ég trúi ekki að þetta sé í alvöru eitthvað sem einhverjum finnst réttlátt. Heilbrigðisstarfsfólk á mun betra skilið en nú er og á að láta þau svo borga fyrir að mæta til vinnu.
Djöfull mega þeir sem þessu ráða skokka harkalega á vegg.

Hildur Seljan (Reykjavík, 2023-10-09)

#684

Mér finnst að Landspítali eigi ekki að setja þennan kostnað á starfsmenn stofnunarinnar

Abigail Róbertsdóttir (Reykjavík, 2023-10-10)

#686

Vegna þess að þetta svíður mikið þessi gjaldtaka . Borga sig til þess að mæta í vinnu og í þokkabót vantar starfsfólk og við starfsmenn erum að taka aukavaktir á fullu til þess að manna spítalann og þetta eru þakkirnar til okkar ???

Hildur María Sævarsdóttir (Akranes, 2023-10-10)

#689

Vegna þess að ég vinn á Landspítalanum og sætti mig ekki við að borga í stæði þar sem ég er skyldug til að mæta til vinnu!

Heiðrún Pétursdóttir (Reykjavík , 2023-10-10)

#693

Dóttir mín er í námi og á eftir að vinna á Landspítalanum. Það er launaskerðing að láta starfsfólk og nemendur borga.

Mínerva Gísladóttir (Reykjavík, 2023-10-10)

#696

Mér finnst að starfsmenn eigi ekki að greiða fyrir bílastæðin

Sólveig Pálsdóttir (Reykjavík, 2023-10-10)

#700

Stæðin sem eru frí eru LENGST í burtu frá spítalanum. Þegar ég vinn á Hringbraut þarf ég að leggja ennþá fyrr af stað því að ég er svo lengi að labba frá bílastæðinu að innganginum. Suma daga er ég slæm í skrokknum og á erfitt með labbið svona snemma á morgnanna.

Anna Margrét Gunnarsdóttir (Hafnarfjörður , 2023-10-10)

#701

Ekki sangjarnt að þurfa borga fyrir bílastæði á sínum vinnustað.

María Sigurðardóttir (Kópavogur, 2023-10-11)

#704

Fáranlegt að starfsmaður þurfi að greiða fyrir bílastæði þegar mætir til vinnu sinnar. Þurfa aðrar ríkisstofnanir að greiða fyrir bílastæði á vinnutíma ?

Ragnheiður Harpa Hilmarsdóttir (Hafnarfjörður, 2023-10-11)

#705

Eg vildi ekki borga fyrir koma í vinnuna.

Karolina Justyna Kiwak (Reykjavik , 2023-10-11)

#706

Fáránlegt að við sem búum í úthverfum og mætum snemma morguns í vinnu á LSH Hringbraut þar sem strætó byrjar ekki að ganga fyrr en uppúr kl.07 að morgi þurfum núna að fara að borga fyrir bílastæðin

Sóley Ólafsdóttir (Reykjavik , 2023-10-11)

#707

Við viljum ekki þurfa að borga fyrir að mæta í vinnuna

Arna Maren Jóhannesdóttir (Reykjavík, 2023-10-11)

#710

If there are No health care workers, everyone will die in pain at their homes

Dan Ryan Corcuera (Reykjavik, 2023-10-12)

#713

Mér finnst fáranlegt að starfsfólk landspitalans þurfi að borga fyrir bilastæði!.

helgi Magnusson (Reykjavík, 2023-10-13)

#720

Það eru margar áður fyrir því, þ.á.m að það er fáránlegt að einkafyrirtæki græði á starfsfólki landspítalans.

Herdís Jóna Birgisdóttir (Hafnarfjörður , 2023-10-16)

#723

Vegna gjaldtöku bílastæða við lsh

Kristín Erla Sveinsdóttir (Mosfellsbær, 2023-10-16)

#724

Það er fáránlegt að þurfa að borga fyrir að mæta í vinnuna. Almenningssamgöngur eru ekki í boði fyrir þá sem þurfa að mæta eldsnemma í vinnuna og eru með barn á leikskóla. Galið að mismuna ríkisstarfsmönnum líka, þarf lögreglan að borga fyrir sín stæði?

Heiða Þórarinsdóttir (Reykjavík, 2023-10-16)

#727

Ég mun hefja störf hjá Landspítala um áramótin. Þar sem að eg er búsett í Mosfellsbæ og með 4 börn sem þarf að koma í skóla hentar bílalaus lífstíll mér alls ekki núna. Ég tel þetta mismunun og mun bitna mest á barnafólki sem aðstæðna sinna vegna þurfa að vera á bíl.

Rúna Guðmundsdóttir (Mosfellsbær, 2023-10-17)

#728

Ég þarf að koma á bíl í vinnuna, get ekki hjólað á næturvaktir né heim af kvöldvakt.

Bára Agnes Ketilsdóttir (Reykjavík, 2023-10-17)

#733

Maður á ekki að þurfa greiða gjald fyrir bílastæði á vinnustað…

Sara Mist Svendsen (Reykjavík, 2023-10-17)

#735

Algerlega arfaslök hugmynd að láta starfsfólk greiða í bílastæði við vinnustað þar sem stór hluti þess getur fyrir það fyrsta ekki nýtt almenningssamgöngur.
Dagurinn gengur einfaldlega ekki upp tímalega séð með strætó né heldur á reiðhjóli fyrir stóran hluta starfsfólks sem mætir til vinnu kl 07 og 07.30.
Þá er starfsfólk Landspítala að miklum meirihluta konur sem oftast hafa það hlutverk að sækja og skutla börnum bæði fyrir og eftir vinnutíma ásamt því að erindast og að versla inn fyrir heimilin.

Soffía Hauks (Bolungarvík, 2023-10-17)

#738

Sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur með barn á leiðinni á hringbraut hef ég ekki efni á því að vera borga gjöld fyrir bílastæði þar sem flest allir vinnustaðir eru með gjaldfrjáls stæði. Þetta er út í hött að við eigum að borga til þess að koma á vinnustað okkar, þar sem laun starfsmanna á landspítalanum eru ekki nægileg til þess að halda upp við verðbólgur, fasteignagjöld og listinn getur haldið áfram og áfram, við þurfum að geta notið lífsins því lífið er núna og ef þið í stjórninni gerið ekki grein fyrir þeim efnahagserfiðleikum sem standa fyrir næstu ár ættuð þið svo sannarlega að fara yfir öll þau vandamál sem munu verða á næstu 10-30 árum. Ef ekkert verður gert í þessu sé ég fram á að ný útskrifaðir hjúkrunarfræðingar munu velja sér annan geira til þess að geta haldið í við kostnaðinn sem fylgir því að hafa hús undir sér og mun mönnunarvandinn verða enn verri.

Ég er sjálfur farinn að skoða önnur vinnutækifæri út á landi og mun verða af því ef engin breyting verður með launin á Lsh

Að þessu sögðu þarf að hækka laun hjúkrunarfræðinga ef þið viljið halda þeim á LSH

Steinar Jónsson (Reykjavík, 2023-10-24)

#739

Ég er á móti því að greiða fyrir bílastæði til að koma í vinnuna. Ekki hægt að taka auðveldar samgöngur frá heimili mínu annar en bíllinn.

Sandra Dis Kristjansdottir (Kópavogur, 2023-10-29)



Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...