Skerjafjörður 101 Reykjavik.

Íbúar í Skerjafirði fara þess á leit við borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, og borgarstjórn Reykjavíkur að tekið verði tillit til óska íbúa um að póstnúmeri hverfisins verði ekki breytt úr 101 í 102. Íbúar hafa ítrekað komið þeim sjónarmiðum á framfæri að ekki sé tímabært að breyta póstnúmerinu meðan flugvöllurinn er enn í Vatnsmýrinni. Þá hafa íbúar jafnframt  bent á að með nýju póstnúmeri verður um tvö aðskilin hverfi að ræða sem sækja alla sína þjónustu á sitthvoru svæðinu og eiga lítið sameiginlegt. Íbúar Skerjafjarðar hafa hingað til tilheyrt Vesturbænum og sótt alla sína þjónustu þangað. Engin rök styðja að ekki hafi verið hægt að virða íbúalýðræði og koma til móts við óskir íbúa í þessu máli.