Stöðvum nauðungaruppboðin
Mig langar að biðla til Forseta Íslands að stíga fram og nota það vald sem hann hefur samkvæmt 28. gr. Stjórnarskrár Íslands að leggja fram tillögu á þingi til að stöðva aðför fjármálastofnana að heimilum í landinu og setja stopp á nauðungaruppboðin þangað til að hægt verður að sinna þessu máli af alvöru. Forseti Íslands getur líka samkvæmt 28 greininni sett bráðabirgðalög sjálfur ef þing er ekki starfandi.
Bið ég ykkur öll, íslendingar að taka þátt og ýta á að stjórnvaldið geri skyldu sína , að starfa í þágu fólksins í landinu, ekki auðvaldsins. Öll stjórnsýslan er jú kosin af fólkinu, FYRIR fólkið, en ekki fyrir fjármálastofnanir.
28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum].1) Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný].1)
[Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi.]1)
Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið.
Ég tel að nú sé um brýna þörf að ræða þar sem augljóst er að alþingi er með hugann við eitthvað allt annað en kjósendur.
Sigurður Kristinsson Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |