Stöðvum fyrirhugað laxeldi í stóriðjustíl á Suðurfjörðum Austfjarða

Mynd-3.jpgVið undirrituð viljum EKKI sjá stórfellt sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Berufirði. Við undirrituð erum íbúar og velunnarar fjarðanna. Á umræddu svæði er næg vinna og fjölbreytt atvinnulíf sem meðal annars byggir á hreinleika hafsins, jákvæðri ímynd, ósnortinni náttúru og ásýnd svæðisins. Það á m.a. við um fiskvinnslu, fiskveiðar, ferðaþjónustu og starfsemi tengdri veiðiám og útivist.

Áform fiskeldisfyrirtækja, sem eru í stórum hluta í eigu erlendra aðila, eru að sækjast eftir leyfum til að framleiða gríðarlega mikið magn af laxi í ofangreindum fjörðum.

Fjölmargar sannanir eru fyrir því að slíkt stóriðjulaxeldi valdi mengun og skaðar lífríki. Þessi áform getum við því ekki samþykkt. Við höfnum að náttúrunni og ásýnd fjarðanna sé fórnað vegna umdeildrar áhættustarfsemi fárra aðila.   

Verði aukið rekstrarleyfi í einhverju formi eða á einhverjum tímapunkti veitt, áskilja undirrituð sér fullan og óskoraðan rétt til að hafa uppi kröfu um skaðabætur, hvort heldur á hendur umsækjanda, stjórnvalda eða annarra.