Stöðvum strax aðlögun að ESB

http://samstada-thjodar.blog.is/users/e2/samstada-thjodar/img/nei_vi_esb.gif

 

Þann 16. júlí 2009, samþykkti Alþingi ályktun um »að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB«. Ályktunin hlaut samþykki Alþingis með aðeins 33 atkvæðum af 63. Tillögu, um að leita álits þjóðarinnar á þessu afdrifaríka feilspori, var hafnað með 32 atkvæðum.

Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu var þannig alfarið á ábyrgð þess meirihluta á Alþingi sem studdi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Umsóknin var hvorki á ábyrgð stjórnarandstöðnnar á Alþingi né þjóðarinnar.

Allt frá september 2009, hafa verið gerðar kannanir um afstöðu landsmanna til inngöngu landsins í ESB, af Capacent-Gallup. Niðurstöður þessara kannana hafa ávallt verið á einn veg, 60% - 70% þjóðarinnar hefur verið andvígt aðild.

Við blasir, að núverandi meirihluti á Alþingi mun gjalda mikið afhroð í kosningunum 27. apríl 2013. Að stórum hluta er það vegna þess að þjóðin hafnar óskum ríkisstjórnarinnar um inngöngu landsins í ESB. Þjóðin hafnar þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur viðhaft í ESB málinu.

Við undirrituð skorum á Alþingi að stöðva strax viðræður Íslands við Evrópusambandið um aðild Íslands að ESB, með formlegri ályktun. Alþingi hóf viðræður um aðild án samþykkis þjóðarinnar og Alþingi ber skylda til að ljúka þeim strax, án kostnaðarsamrar þjóðarkönnunar.

 

<><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>

»Samstaða þjóðar« biðst afsökunar, ef  stuðningsmönnum þessarar áskorunar er illa við að sjá auglýsingar til hliðar við Undirskriftalistann. Flestir vefmiðlar eru með þessu marki brenndir og við erum ekki hrædd við andstæðar skoðanir. Okkar vegna mega ESB-sinnar auglýsa eins og þeim hentar, því að við treystum á skynsemi og þjóðrækni Íslendinga.

Innantóm slagorð um ágæti Evrópusambandsins, látum við sem vind um eyru þjóta. Andstaða okkar við ESB-aðild er steinhörð og því til sönnunar vísum við til frumkvæðis okkar gegn Icesave-kröfunum. Það var móðurfélag okkar »Samstaða þjóðar gegn Icesave« sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni á vefsíðunni »kjósum.is«.

<><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>