Stuðningur við ljósmæður

Núna hefur verkfall ljósmæðra verið í 5 vikur. Hvernig er þetta hægt?

Orðið Ljósmóðir hefur oft verið valið sem fallegasta íslenska orðið. Núna þurfum við líka að sýna stuðning í verki þegar ljósmæður reyna að fá mannsæmandi laun. Byrj­unarlaun­ ljós­mæðra eru núna aðeins 390 þúsund eftir sex ára há­skóla­nám til starfs­rétt­inda.

Þær hafa sýnt mikinn skilning og fagmennsku í verkfallinu, óléttar konur hafa samt fengið alla hjálp og þjónustu sem þær hafa þurft. Öllum hefðbundn­um fæðing­um hefur verið sinnt í verk­fall­inu, og all­ar und­anþágur sem snúa að ör­ygg­is­mönn­un hafa verið samþykkt­ar.

Ljósmæður fá okkar stuðning og við bíðjum ríkið að leysa þessa launadeiluna sem fyrst.