Ég hvet sveitarfélagið á Fljótsdalshéraði til að taka upp TNR aðferðina til að stemma stigum við fjölgun villikatta á svæðinu

villikettirausturlandi.png

Til að byrja með, þá langar mig að þakka bæjarfulltrúum fyrir að taka sér tíma til að lesa þetta bréf.

Ég skrifa undir þessa áskorun vegna þess að:

Ég er mikill stuðningsmaður Fanga-Gelda-Skila (Trap-Neuter-Return ( TNR)) af því að það er eina mannúðlega og áhrifaríka aðferðin til að stemma stigu við fjölgun villikatta.

Mig langar að útskýra í stuttu máli hvað villikettir eru og hvers vegna TNR ætti að vera nálgunin í okkar bæjarfélagi.   Samfélagskettir, oftast kallaðir villikettir, eru kettir sem eiga engan eiganda, eru fæddir og búa utandyra. Hin hefðbundna úrelda aðferð dýraeftirlitismanna/meindýraeyða á Íslandi  hefur verið að fanga kettina, fara með þá í dýrageymslu sveitafélagsins þar sem þeir hafa svo verið aflífaðir af því að þeir eru ekki mannvanir og geta ekki orðið heimiliskettir.  Sumstaðar hafa þeir jafnvel verið aflífaðir á ólöglegan hátt, sem er alvarlegt brot á dýraverndunarlögum.  

Að fanga og aflífa myndar endalausa, kostnaðarsama hringrás af grimmd sem sóar fé bæjarbúa.  Að fjarlægja villikettina af svæðum sínum er eins og að pissa í skóinn sinn,  vegna þess að afleiðingarnar verða þær að nýir ógeldir kettir koma í staðinn og setjast að þar sem aðstæður eru góðar fyrir þá að lifa og fjölga sér.  Þetta er vel þekkt og skráð fyrirbæri sem kallast  "the vacuum effect " Eins fjölgar rottum og músum umtalsvert þegar villikettir eru fjarlægðir, því þeir halda þessum dýrum í skefjun.  Í stað þess að halda áfram að aflífa heilbrigð dýr ár eftir ár á okkar kostnað þá er kominn tími til að sveitarfélagið okkar íhugi að taka upp TNR  Fanga- Gelda –Skila.

TNR kemur jafnvægi á villikattasamfélagið á áhrifaríkan hátt af því það stöðvar fjölgun villikatta.  Í TNR felst það að fanga villiketti í fellibúr, gelda/taka úr sambandi, eyrnaklippa (sem er til að merkja að það sé búið að gelda þá og einhver er að hlúa að þeim), og svo er þeim skilað aftur á það svæði sem þeir voru fangaðir á. TNR hjálpar til við að bæta heilsu og velferð villikattanna þar sem streita og hegðun tengd mökun hverfur.  

TNR aðferðin hefur verið innleidd í mörg þúsund sveitarfélögum víða um heiminn og heldur áfram að fjölga þar sem fólk er að átta sig á að gamaldags aðferðir eins og að aflífa eru grimmilegar og skila ekki árangri til langs tíma.  Það er kominn tími til að kettirnir og íbúar Fljótsdalshéraðs upplifi langtíma áhrif og kosti TNR. 

Dýraverndunarfélagið Villikettir er það félag sem stendur að baki TNR á Íslandi, félagið er tilbúið til samstarfs við sveitafélagið.   Ég hvet ykkur til að styðja TNR í okkar sveitarfélagi. 

Takk fyrir

Capture64.JPG


Sonja Rut og Valdís Ágústsdóttir stjórnendur deildar Villikatta á Austurlandi    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans