Undirritaðir skora á Háskóla Íslands að afturkalla fyrirhugaðar breytingar á fjarnámi í Leikskólakennarafræðum


Fyrirhugaðar breytingar á fjarnámi í Leikskólakennarafræðum eru útfærðar án kynningar eða samráðs við núverandi eða ný innritaða nemendur í leikskólakennarafræðum.



Samkvæmt nýframkomnum upplýsingum hefur verið ákveðið að stór hluti kennslunnar verði að staðnámi með margra tíma fjarveru frá vinnu í hverri einustu viku. Tímasetningar kennslustunda er skipulagt á sama tíma og mest álag er í leikskólum og ekki síst þegar mest af faglegu starfi skólanna fer fram - á morgnana.



Við skorum á Háskóla Íslands að falla frá breytingunum og færa fjarnám í fyrra horf svo komast megi hjá því að setja nám okkar og störf leikskóla, um land allt, í uppnám.

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Berglind Björgvinsdóttir to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.







Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...