Undirritaðir skora á Háskóla Íslands að afturkalla fyrirhugaðar breytingar á fjarnámi í Leikskólakennarafræðum
Fyrirhugaðar breytingar á fjarnámi í Leikskólakennarafræðum eru útfærðar án kynningar eða samráðs við núverandi eða ný innritaða nemendur í leikskólakennarafræðum.
Samkvæmt nýframkomnum upplýsingum hefur verið ákveðið að stór hluti kennslunnar verði að staðnámi með margra tíma fjarveru frá vinnu í hverri einustu viku. Tímasetningar kennslustunda er skipulagt á sama tíma og mest álag er í leikskólum og ekki síst þegar mest af faglegu starfi skólanna fer fram - á morgnana.
Við skorum á Háskóla Íslands að falla frá breytingunum og færa fjarnám í fyrra horf svo komast megi hjá því að setja nám okkar og störf leikskóla, um land allt, í uppnám.
Berglind Björgvinsdóttir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans