Varðveitum Álftanes
Við undirrituð viljum koma á framfæri mikilvægi þess að varðveita Álftanesið í núverandi mynd sem “sveit í borg”. Álftanes býr yfir einstakri nánd við náttúru og dýralíf sem þekkist ekki annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu og er það eitt aðal aðdráttarafl svæðisins.
Að halda Álftanesi í núverandi mynd og koma í veg fyrir frekara þéttbýli og umferðaræðar mun enn fremur auka aðdráttarafl og þar af leiðandi virði svæðisins innan bæjarfélagsins. Við undirrituð teljum það hag Garðabæjar að varðveita þennan einstaka hluta bæjarfélagsins og halda áfram að rækta þar útivistarsvæði og náttúruperlu.
Áskorun þessi ásamt undirskriftum verður send Bæjarstjórn Garðabæ í janúar 2016.
Íris Sigtryggsdóttir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |