Við krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um “þriðja orkupakka ESB”.

Við, undirrituð, hvetjum Forseta Íslands, Guðna Th Jóhannesson til að hafna því að skrifa undir lög Alþingis, um þriðja orkupakka ESB og vísa því máli í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þar sem þetta mál tengist fullveldi Íslands og þeirri kröfu að Íslendingar eigi alltaf, og án skilyrða, að hafa fullan yfirráðarétt yfir auðlindum sínum, þá er einsýnt að þetta mál fellur algjörlega undir 26.gr Stjórnarskrárinnar sem vísar í málskotsrétt Forseta Íslands.

Málskotsrétturinn var að gefnu tilefni settur í stjórnarskrána 1944 að frumkvæði Sveins Björnssonar síðar forseta Íslands til að tryggja almannahag og til að skerpa valdmörk og efla mótvægi við stjórnvöld hverju sinni. 

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Jóhann Örn Arnarson to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.


EðAGreidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...