Við krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um “þriðja orkupakka ESB”.
Við, undirrituð, hvetjum Forseta Íslands, Guðna Th Jóhannesson til að hafna því að skrifa undir lög Alþingis, um þriðja orkupakka ESB og vísa því máli í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þar sem þetta mál tengist fullveldi Íslands og þeirri kröfu að Íslendingar eigi alltaf, og án skilyrða, að hafa fullan yfirráðarétt yfir auðlindum sínum, þá er einsýnt að þetta mál fellur algjörlega undir 26.gr Stjórnarskrárinnar sem vísar í málskotsrétt Forseta Íslands.
Málskotsrétturinn var að gefnu tilefni settur í stjórnarskrána 1944 að frumkvæði Sveins Björnssonar síðar forseta Íslands til að tryggja almannahag og til að skerpa valdmörk og efla mótvægi við stjórnvöld hverju sinni.
Jóhann Örn Arnarson Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |