Við mótmælum kynningarfyrirkomulagi og geysimiklu bygingarmagni á miðbæjarsvæði Kópavogs

Við mótmælum!

Bæjarstjórn Kópavogs kynnir um þessar mundir nýtt skipulag fyrir miðbæ Kópavogs. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 29. apríl 2020. Í þessu nýja skipulagi er fyrirhuguð geysiþétt byggð, ein sú þéttasta sem þekkist á Íslandi með nýtingarhlutfall 8,2 á sumum byggingareitum.

Samkvæmt skipulagstillögunni er gert ráð fyrri þéttri og hárri byggð fyrir framan suður og vestur glugga fjölda íbúða í Hamraborg, Fannborg og Hrímborg. Hæð sumra þessara fyrirhuguðu bygginga samsvarar allt að sextán hæða húsum.

Ætlunin er að byggja meðal annars á núverandi bílastæðum fyrir framan Hamraborg 10 og 12 og Fannborg 8, og við það munu hverfa fjöldi bílastæða sem sérmerkt eru fötluðu fólki. Við undirrituð mótmælum hér með því kynningarfyrirkomulagi sem Kópavogsbær hefur við haft í miðjum covid-19 faraldri og í samkomubanni.

Við mótmælum einnig geysimiklu byggingarmagni á miðbæjarsvæðinu þar sem gengið er freklega á birtuskilyrði á svölum fjölda íbúða, skerðingu á aðgengi að núverandi atvinnuhúsnæði Hamraborg 10 og 12 og mjög aukinni akandi umferð inn á allt miðbæjarsvæðið.

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Kolbeinn Reginsson to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.







Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...