Við undirrituð leggjumst gegn því að Arnór þurfi að selja krúserinn.
Við þurfum að aðstoða okkar kæra vin og sýna honum samstöðu á þessum viðsjáverðu tímum. Fyrir þenna mikla veiðimann og lífskúnstner væri það mikið áfall ef Krúserinn væri seldur, það verður að hugsa þetta í lausnum sem taka mið af þessu. Einnig hefur Krúserinn verið stór partur af þroskaferli þessa unga manns og það hefði óhugsandi afleiðingar ef bíllinn yrði seldur bæði andlega og veiðilega. Við biðlum viðkomanda málaðila að hugsa í lausnum.
Veiðifélagið í fyrsta kasti Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans