Við viljum Kjörbúðina í stað krambúðarinnar á Hólmavík!

Við undirrituð viljum hvetja Samkaup til þess að sýna í verki grunngildi félagsins - sveigjanleiki, kaupmennska, áræðni - og koma til móts við íbúa og gesti Strandabyggðar með því að sýna sveigjanleika og áræðni með því að breyta rekstrarformi einu matvöruverslunarinnar í sveitarfélaginu úr Krambúð yfir í eina af öðrum verslanakeðjum samsteypunnar sem selja vöru á lægra verði, svo íbúar geti átt þess raunverulegan kost að versla sína matvöru í heimabyggð.

 

Staðsetning verslunarinnar á Hólmavík er slík að langflestir gestir sem eiga leið um bæinn, hvort sem er til að gista eða á leið sinni inn á Vesfirði, stöðva þar til þess að kaups sér nesti eða aðra matvöru og finnst okkur líklegt að Samkaup hafi séð töluverða verslun á þeim mánuðum síðan Krambúðin opnaði og vonandi séð að það gæti vel svarað mögulegum auknum kostnaði að breyta Krambúðinni yfir í verslunarform sem selur meira af matvöru fyrir heimilið og á lægra verði. Staðreyndin er sú að mjög margir íbúar sveitarfélagsins gera sín aðalmatarinnkaup hjá samkeppnisaðilum Samkaupa í öðrum sveitarfélögum, í Borgarnesi eða jafnvel Reykjavík. Slíkur er verðmunurinn á til dæmis Bónus og Krónunni og svo Krambúðinni að það getur fjárhagslega margborgað sig fyrir heimili að aka í rúmar 4 klst (fram og til baka) til að versla í matinn.

 

Við berum virðingu fyrir því að þið þurfið að reka fyrirtæki og viljið sjá góðan hagnað af því en við viljum hvetja ykkur til að sýna okkur á Ströndum sömu virðingu og alvarlega íhuga að breyta rekstrarforminu svo að heimafólk og gestir geti verslað alla sína matvöru í heimabyggð á verði sem flest fólk getur verið ánægðara með en hina almennu verðlagningu í Krambúðarverslunum.

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Ka to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.


EðAGreidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...