Við mótmælum öll!
Við undirrituð, íbúar og fasteignaeigendur í Vallahverfi í Hafnarfirði mótmælum fyrirhuguðum framkvæmdum sem koma fram í grenndarkynningu Hafnarfjarðarbæjar þar sem kynnt er umsókn Landsnet hf um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2.
Landsnet óskar eftir leyfi til að reisa svokallaða bráðabirgðaloftlínu sem liggja mun frá tengivirkinu við Hamranes til vesturs meðfram Ásvallabraut og Straumsvíkurlínum og áfram milli Hellnahrauns 2 og 3 með- fram Suðurnesjalínu 1 um 1,5 km leið að hornmastri við Hraunhellu. Meðalhæð þessara mastra er áætluð 13,5 m.
Tengivirkið við Hamranes er til bráðabirgða og við mótmælum því harðlega að reistar séu nýjar loftlínur frá tengivirkinu. Einnig krefjumst við þess að Ísallínur 1 og 2 verði settar í jarðstreng. Að auki er þess krafist að Suðurnesjalínur (1 og áætluð ný lína nr. 2) verði lagðar í jarðstreng a.m.k. vestur fyrir íbúðabyggð/Iðnaðahverfi á Hellunum og Hamraneslína 1-2 lögð í jörð frá Ásfjalli (eða fjarlægð).
Loftlínurnar munu að okkar mati hafa verulega neikvæð áhrif á útivist, útsýni og hljóðvist í Vallahverfinu og hafa áhrif til lækkunar fasteignaverðs og að auki festa í sessi tengivirki sem ítrekað hefur verið lofað að skuli hverfa eða minnka verulega að umfangi.
Við undirrituð íbúar í Vallahverfi teljum þær áætlanir sem fram koma í fyrirliggjandi grenndarkyningu algjörlega óásættanlega niðurstöðu og í hróplegu ósamræmi bæði við fyrri loforð bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um að raflínur fari í jarðsteng frá Ásfjalli/Skarsðhlíð og suður að Straumsvík.
Í því sambandi má m.a benda á ályktun Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá því í desember 2014 þar sem Bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggur áherslu á mikilvægi þess að Hamraneslínur verði fjarlægðar og að samkomulagi frá 25. ágúst 2009 um framkvæmdir á flutningskerfi raforku innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar verði hrint í framkvæmd.
Við íbúar Vallahverfis í Hafnarfirði gerum við þá kröfu á bæjaryfirvöld að þau synji Landsneti um framkvæmdaleyfi þar til náðst hefur bindandi tímasett samkomulag um hafist verði tafarlaust handa við niðurrif eldri lína og lagningu þeirra í jörð. Þeim framkvæmdum verði lokið eigi síðar en 31. desember 2016. Jafnframt hverfi tengivirkið við Hamranes eða umfang þess minnki veruluega og allar nýjar línur verði lagðar í jörð.
Með undirskrift okkar hér þá staðfestum við ofangreint og mótmæli okkar.
Jón Arnar Jónsson Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |