Viðgerð á sundlaug Reyðarfjarðar
Með undirskriftarsöfnun þessari skorum við á bæjarstjórn að gera varanlega við sundlaug Reyðarfjarðar
Bæjarstjórn hefur ákveðið að gera ekki við sundlaug Reyðarfjarðar og aka skuli grunnskólabörnum til Eskifjarðar og/eða Fáskrúðsfjarðar til sundkennslu en við í stjórn foreldrafélags grunnskóla Reyðarfjarðar teljum það ekki ásættanlegt vegna þess:
- í Aðalnámskrá grunnskóla (2016) kemur fram að hver nemandi skuli hljóta 20 kennslustundir í sundi á ári að vinna það upp tæki langan tíma þegar akstri er bæt við kennslustundina, auk þeirra kennslustunda sem féllu niður á síðasta skólaári
- Einnig kemur fram í aðalnámskrá grunnskóla að hver sundkennai eigi ekki að vera með fleiri nemendur í sundi en 15 í senn sem veldur því að sundhóparnir verða 17 því tekur það en lengri tíma að upp fylla skólaskylt sundnám barnanna á Reyðarfirði
- Að lokum kemur fram í aðalnámskrá að taka þurfi tillit til veðurs ef kalt er úti og ekki er ætlast til að kennt sé ef frost fer niður fyrir -6° í kyrru veðri, hveru oft ætli frost fer niður fyrir það hita stig, en sundlaug Reyðarfjarar en innilaug svo ekki þarf að taka tillit til veðurs
- Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að varanleg viðgerð á sundlaug Reyðarfjarðar kosti 19,500,000 kr á meðan akstur til og frá sundstaða nemi 5,900,000 kr á önn, hvort er þá hagstæðara til framtíðar litið
- Í minnisblaði bæjarstjóra er fjallað um að lenga kennslustundirnar í sundi í allt að 80 mínútur og veltum við fyrir okkur hverju það skilar börnunum þegar þau eru orðin þreytt svo ekki sé talað um öryggið þegar kemur að yngstu börnunum með einum sundkennara í allan þennan tíma
- Samkvæmt skólastjórnendum grunnskóla Reyðarfjarðar kostar það að bæta inn akstri til að frá sundstaða miklu raski á stundatöflu grunnskólans, einig veldur það raksi á stundatöflu tónlistaskólans, með þessum aksri lengist dagur nemenda að lágmarki um klukkustund þá daga sem sundkennsla fer fram sem hefur þar af leiðandi áhrif á fótboltaæfingar, skíðaæfingar sem og aðrar íþróttaæfingar, aðra frístund og leik barna, heimanám og vinnu unglinga
Við teljum ásættanlegt að grunnskólabörnum Reyðarfjarðar verði ekið í aðra byggðarkarna til sundkennslu þennan veturinn svo fremri sem hafist verður handa við viðgerð sundlaugar Reyðarfjarðar sem fyrst
Stjórn foreldrafélags grunnskóla Reyðarfjarðar
Guðlaug Erna fyrir hönd stjórn foreldrafélags grunnskóla reyðarfjarðar Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans