Skorum á villta vinstrið að hætta stanslausum áskorunum
Við undirrituð skorum á villta vinstrið að hætta stanslausum áskorunum og undirskriftasöfnunum sem enginn skrifar undir nema þið sjálf. Við vitum vel hver afstaða ykkar er til Vigdísar Hauksdóttur, forseta íslands, veiðigjaldsins og ESB. Undirskriftasöfnun kann að virðast góð leið til að vekja athygli á ykkar skoðun, en þegar engin þeirra nær einusinni þeim fjölda sem kjósa vinstriflokkana þá er mál að linni. Vænlegra væri að skrifa nöldurpistla í blöðin eða halda úti bloggsíðu eins aðrir siðmenntaðir beturvitar. Það myndi þó mögulega breyta skoðun einhvers.
Viðar Freyr Guðmundsson Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |