Við leggjumst gegn áformaðri byggingu við Hótel Reykjahlíð

Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Undirskriftasöfnun lokið

2016-07-11 19:20:53

Sæl öll

Söfnuninni er nú lokið og undirskriftir verða afhentar sveitarstjórn í fyrramálið. Ég þakka ykkur öllum kærlega fyrir stuðninginn og um leið undirstrika að þar sem söfnunin var aðeins fyrir íbúa Skútutstaðahrepps, eins og kemur fram í yfirlýsingunni sem þið skrifuðuð undir, eru undirskriftir þeirra ykkar sem ekki eigið lögheimili í hreppnum því miður ógildar. Ég vona engu að síður að opin söfnun á landsvísu fari í loftið, því það er augljóslega þörf á því.

Bestu kveðjur,

Ásta Kristín


Ásta Kristín Benediktsdóttir

Undirskriftalisti - aðeins fyrir íbúa Skútustaðahrepps!

2016-07-06 13:16:28

Kæru þið öll

Mig langar að byrja á því að þakka ykkur kærlega fyrir að sýna málefninu stuðning og lýsa yfir andstöðu ykkar við fyrirhugaða byggingu við Hótel Reykjahlíð. Söfnunin er langt komin og viðtökur hafa verið góðar. Listanum verður væntanlega skilað til sveitarstjórnar í næstu viku.

Að því sögðu langar mig að benda á að þessi söfnun er aðeins fyrir íbúa Skútutstaðahrepps, eins og kemur fram í yfirlýsingunni sem þið skrifuðuð undir. Þessari söfnun er ætlað að sýna vilja íbúa sveitarinnar og henni er beint til sveitarstjórnar sérstaklega. Hins vegar hafa viðtökurnar sýnt að mikil þörf er á opinni undirskriftasöfnun á landsvísu og við vonum að slíkt framtak fari af stað. Það breytir ekki því að hvað varðar þessa tilteknu söfnun eru undirskriftir þeirra ykkar sem ekki eigið lögheimili í hreppnum því miður ógildar. Ég vona innilega að þið skrifið undir opna undirskriftasöfnun þegar hún fer í loftið og þakka ykkur enn og aftur sýndan stuðning.

Ásta Kristín


Ásta Kristín Benediktsdóttir



Deildu undirskriftalistanum

Hjálpaðu til við að ná nægum undirskriftum á undirskriftalistann.

Hvernig á að koma undirskriftalista á framfæri?

  • Deildu undirskriftalistanum á Facebook-veggnum þínum og í hópa sem tengjast málefni undirskriftalistans.
  • Hafðu samband við vini þína
    1. Skrifaðu skilaboð þar sem þú útskýrir af hverju þú hefur skrifað undir þennan undirskriftalista, þar sem fólk er líklegra til að skrifa undir ef það skilur hversu mikilvægt mál efnið er.
    2. Afritaðu og límdu veffang undirskriftalistans í skilaboðin þín.
    3. Sendu skilaboðin með tölvupósti, SMS, á Facebook, WhatsApp, Twitter, Skype, Instagram og LinkedIn.