Áskorun og brýnt ákall til skólastjóra og bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ vegna myglu í Kvíslarskóla. 

Við undirrituð skorum á skólastjóra Kvíslarskóla og bæjaryfirvöld Mosfellsbæjar að tryggja að skólahúsnæði Kvíslarskóla verði heilsusamlegt nemendum og starfsmönnum skólans, að gripið verði strax til aðgerða til að tryggja að svo verði og setja í forgang að finna annað/önnur húsnæði undir starfsemi skólans þar til núverandi húsnæði stenst kröfur um grunnskóla. Einnig að heildarúttekt verði framkvæmd og loftgæðasýni séu tekin áður en starfsemi hefst í skólanum að nýju. 

  Í 20.gr. laga um grunnskóla kemur m.a. fram „Húsnæði og allur aðbúnaður skal taka mið af því að tryggja öryggi og vellíðan nemenda og starfsfólks“:   Sveitarstjórn ber ábyrgð og kostnað á skólahúsnæði og að það uppfylli allar kröfur. sb. 5.gr. laga um grunnskóla. 13. gr. grunnskólalaga segir: „Grunnskóli er vinnustaður nemenda. Allir nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi í viðeigandi húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Grunnskóli skal í hvívetna haga störfum sínum þannig að nemendur finni til öryggis og njóti hæfileika sinna“ 

Eins og staðan er núna uppfyllir húsnæðið engan veginn þeim kröfum, rakaskemmdir eru mun meiri en talið var og fara þarf  í mjög umfangsmiklar framkvæmdir sem ljóst er að verður ekki lokið þegar skóli hefst að nýju eftir sumarfrí. Ekki liggja allar niðurstöður úr sýnatökum fyrir svo ómögulegt er að segja til um tíma framkvæmda. Og enn á eftir að taka sýni úr fleiri stöðum í húsnæðinu. 

Á upplýsingafundi 23. maí sl. ( hvet alla að horfa á hann)  kynnti EFLA niðurstöður sinna rannsókna og tillögur að framkvæmdum og fulltrúi umhverfissviðs Mosfellsbæjar var til svara varðandi skipulagningu framkvæmdanna. Þar kom fram að loka eigi hluta skólans meðan á framkvæmdum stendur en nýta hinn hlutann undir skólastarf. Þetta þykir okkur algjörlega óboðlegt í ljósi alvarleika rakaskemmdanna auk þeirra raskana sem yrðu á skólastarfi vegna framkvæmda, sjá 21.gr. laga um grunnskóla. Þar kom líka fram að ekki er vitað hvers vegna svona mikill og víðtækur raki fannst í gólfplötu. 

Upplýsingapóstur var sendur foreldrum 31. mars þar sem upplýst var að örveruvöxtur hafi fundist á rakaskemmdum svæðum á neðri hæð Kvíslarskóla og að grunur um það hafi vaknað um miðjan janúar 2022 auk þess að að lagnalekar væru frá fráveitulögnum sem eru í gólfplötu fyrstu hæðar sem væri talið hugsanlegt að kunni að stafa frá eldri hitalögnum. Þá var einnig lagt fyrir aðgerðaplan sem unnið var í samvinnu við EFLU fyrir vor og sumar 2022 sem kalla á töluverðar framkvæmdir og hagræðingu varðandi kennslu. Upplýsingapóstur þessi byggðist að mestu leyti á minnisblaði, framkvæmdastjóra umhverfissviðs sem dagsett er 27. mars 2022.  

Framkvæmdir hófust í dymbilviku með tilheyrandi truflun og röskun á skólastarfi og þá þegar var ljóst að miklar rakaskemmdir voru í húsnæðinu. Ekki voru bætt inn loftræsitæki á fyrstu hæð og ekki var tryggt að smit og rykdreyfing ætti sér stað eins og lagt var til í minnisblaði en ryk dreyfðist um fyrstu hæð með tilheyrandi áhættu og enginn sem ekki er í viðeigandi hlífðarbúnað á að vera nálægt stað þar sem verið er að fjarlægja byggingarefni sem eru með örveruvexti í. 

Við gagnrýnum þá ákvörðun að ekki hafi allir hagaðilar verið upplýstir um stöðu mála þegar fyrstu niðurstöður lágu fyrir og að skólanum hafi ekki verið lokað þá tafarlaust.

Fyrstu niðurstöður á að mygla sé í skólanum eru síðan 2017 og hafa framkvæmdir verið nánast stanslaust síðan 2019. Á þessum tíma hafa fjölmörg börn fengið einkenni, orðið veik og sum hafa orðið alvarlega veik sem rekja má til myglu og starfsmenn hafa einnig fundið fyrir einkennum og veikindum af völdum myglu. Fjöldi foreldra hafa tekið börn sín úr skólanum og starfsmenn hætt. Staðan núna er enn sú sama og þótt ekki hafi verið gerð formleg könnun á heilsufari nemenda er ljóst að ansi mörg börn / starfsmenn glíma við einkenni sem geta haft alvarlegar afleiðingar seinna meir á lífsleiðinni. 

 

Nú er mál að linni og treystum við á að skólastjóri og bæjaryfirvöld taki þessum málum föstum tökum og tryggi örugga framtíð og heilsu nemenda og starfsmanna skólans með því að að tryggja að skólahúsnæði Kvíslarskóla verði heilsusamlegt bæði nemendum og starfsmönnum skólans, að gripið verði strax til aðgerða til að tryggja að svo verði og setja í forgang að finna annað/önnur húsnæði undir starfsemi skólans þar til núverandi húsnæði stenst kröfur um grunnskóla. Einnig að heildarúttekt verði framkvæmd og loftgæðasýni séu tekin áður en starfsemi hefst í skólanum að nýju. 

Það á ekkert barn að þurfa að mæta í heilsuspillandi skólahúsnæði. 

 

 

Teikningin hér að neðan sýnir raka í botnplötu með grænu. Það er ekki búið að finna út úr því hvað veldur eða hvaðan lekinn/rakinn kemur. Það er ekki búið að mæla loftgæði eða raka á efrihæðinni.

2022-05-27.png

 

Skoða tímalínu Kvíslarskóla (sem þá var eldri deild Varmárskóla ) frá 2017 -2020

Samantekt foreldrafélags á húsnæðismálum. 

 

 

Áhrif myglusvepps á heilsu.

Þar sem að mygla er eitur hefur hún mjög vond áhrif á heilsu fólks og getur maður öðlast ofnæmis vegna myglu ef maður býr í mygluðu húsnæði.

​Hér að neðan eru einkenni sem fólk getur fengið að völdum myglunnar og eru þau eftirfarandi:

Börn: Nefrennsli, hitasveiflur, eyrnaverkur, þrýstingur í eyrum (eins og hellur),Hósti, asthmi, lungnabólga, bronkítis. Höfuðverkur eða einkenni frá ennisholum.Útbrot (líkt exem), þurr húð, roða í kinnar, rauða flekki í framan, þurra bletti eða sprungna húð, kláði. Sveppasýking á bleyjusvæði eða annars staðar. Tíðar sýkingar, RS og bakteríur. Verk í fætur eða liðamót—oft framan á sköflungi eða í hnjám. Magakrampi, meltingartruflanir, niðurgangur eða harðlífi. Óróleiki, athyglisbrestur og einkenni ofvirkni, einbeitingarskortur, skapbrestir. Í slæmum tilfellum hægist á þroska og einkenni frá taugakerfi koma fram. Fæðuóþol t.d mjólkurvörur ofl.​

Fullorðnir: Þreyta, eða sífelldur höfuðverkur, stundum eins og mígreni. Ennisholubólgur, óþægindi og síendurteknar sýkingar.Hósti, þurrkur eða sviði í hálsi, eða sviði í lungum, hrotur, hæsi. Tíð þvaglát, tíður niðurgangur eða aðrar meltingartruflanir. Sjóntruflanir, minnistruflanir, snertiskyn, doði og dofi í útlimum,ljósnæmni, rafmagnsviðkvæmni. Jafnvægistruflanir, kvíði, þunglyndi, svefnvandamál. Áreiti í slímhúð—öndunarfæri og melting. Niðurgangur eða harðar hægðir án skýringa. Þroti, bjúgur. Húðvandamál, rauðir flekkir, þurrkur eða útbrot. Liðverkir, stingir, eða aðrir óútskýrðir verkir. Fæðuóþol, óþol gegn t.d. hnetum, brauði, msg, mjólkurvörum eða öðru (eykst). Þyngdaraukning eða þyngdartap án skýringa. Tannverkur, bólgur í tannholdi, munnangur. Hálsbólga á morgnanna, þyngsli yfir höfði. Hárlos. Önnur einkenni eins og hjá börnum.

​( Tekið af husogheilsa.is ) 


Foreldrar nemenda í Kvíslarskóla.    Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Foreldrar nemenda í Kvíslarskóla. to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.







Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...