Áskorun til Forseta Íslands um afsögn
Kæri Ólafur Ragnar Grímsson. Þú ert búinn að vera forseti helmingi lengur en þú ætlaðir þér þegar þú bauðst þig fram. Þú hefur sett þrjú mál í þjóðaratkvæðagreiðslu og hefur loks fengið til valda ríkisstjórn sem er þér svo þóknanleg að þú sérð ekki lengur ástæðu til slíkra æfinga. Þú ert orðinn sjötugur – kominn á löglegan eftirlaunaaldur. Konan þín er búin að flytja lögheimili sitt til Bretlands. Þú sagðir þegar þú lýstir yfir framboði þínu í fyrra að þú myndir hugsanlega ekki sitja allt kjörtímabilið. Kannski er kominn tími til að gera alvöru úr þeim áformum þínum að hætta? Þeir sem undirrita þetta skora á þig, í fullri vinsemd, að gera það.
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |