Aukið umferðaröryggi við Lyngholt Reykjanesbæ

Við skrifum undir til þess að krefja Reykjanesbæ um aðgerðir. 

Mikill hraði er á umferð um götuna okkar og við viljum breyta því og gera götuna okkar öruggari fyrir börnin okkar og alla þá sem eiga þar leið. 

Eins og staðan er í dag þá er gatan okkar Lyngholt mjög breið þar sem eingöngu er gangstétt öðru megin og eingöngu ein mjó hraðarhindrun við miðja götu.

Þessi hraðarhindrun gerir ekkert gagn þar sem bílar aka yfir hana á ógnarhraða.

Hámarkshraði er 30 km en það er mjög sjaldgjæft að sjá bílstjóra fylgja því. 
Holtaskóli, FS og önnur íþróttamannvirki eru í leið frá þessari götu og því er umferð oft mjög þung þá sérstaklega þegar háannatímar eru og börnin eru á gangi.

Miklar umbreytingar hafa átt sér stað á Lyngholti síðustu árin og hafa æ fleiri barnafjölskyldur sest þar að. 

Við viljum benda á að það hefur tvisvar sinnum verið keyrt á barn á Lyngholti þeim megin sem það er ekki gangstétt. 

Við krefjumst þess að Reykjanesbær bæti þetta strax.

 

Virðingarfyllst og með von um úrbætur,

Íbúar Lyngholts Reykjanesbæ.

Undirrita þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Una Dís Fróðadóttir to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.







Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...