Bættar strætósamgöngur á Álftanesi

Áskorun til bæjarstjórnar Garðabæjar - október 2016 

Við undirritaðir íbúar á Álftanesi krefjumst þess að almenningssamgöngur á Álftanesi verði bættar sem allra fyrst. Álftanes er 2500 manna samfélag í fimm kílómetra fjarlægð frá næstu stofnbraut Strætó bs. Með núverandi leiðarkerfi vagns nr. 23 er strætó óraunhæfur samgöngukostur fyrir okkur Álftnesinga.

Samgöngur þurfa að lágmarki að vera sem hér segir:

  • Að strætó gangi á Álftanes samfellt á hálftíma fresti alla virka daga án þess að sleppa einni ferð að morgni og fjórum ferðum um hádegi eins og nú er  
  • Að strætó gangi á klukkutíma fresti á sunnu – og helgidögum
  • Að samgöngur hefjist fyrr á morgnana á virkum dögum (t.d. kl. 6:46 líkt og leiðir nr. 2 og 24 sem liggja um Garðabæ)
  • Að strætó gangi á klukkustundar fresti öll kvöld vikunnar fram til klukkan 24

 

Skrifa undir þennan undirskriftarlista

By signing, I authorize Anna María Karlsdóttir to hand over my signature to those who have power on this issue.


EðA

Þú munt fá tölvupóst með hlekk til að staðfesta undirskrift To ensure you receive our emails, please add info@petitions.net to your address book or safe senders list.
Borguð auglýsing

We will advertise this petition to 3000 people.

Learn more...

Facebook