Bættar strætósamgöngur á Álftanesi

Áskorun til bæjarstjórnar Garðabæjar - október 2016 

Við undirritaðir íbúar á Álftanesi krefjumst þess að almenningssamgöngur á Álftanesi verði bættar sem allra fyrst. Álftanes er 2500 manna samfélag í fimm kílómetra fjarlægð frá næstu stofnbraut Strætó bs. Með núverandi leiðarkerfi vagns nr. 23 er strætó óraunhæfur samgöngukostur fyrir okkur Álftnesinga.

Samgöngur þurfa að lágmarki að vera sem hér segir:

  • Að strætó gangi á Álftanes samfellt á hálftíma fresti alla virka daga án þess að sleppa einni ferð að morgni og fjórum ferðum um hádegi eins og nú er  
  • Að strætó gangi á klukkutíma fresti á sunnu – og helgidögum
  • Að samgöngur hefjist fyrr á morgnana á virkum dögum (t.d. kl. 6:46 líkt og leiðir nr. 2 og 24 sem liggja um Garðabæ)
  • Að strætó gangi á klukkustundar fresti öll kvöld vikunnar fram til klukkan 24