Bættar strætósamgöngur á Álftanesi

Áskorun til bæjarstjórnar Garðabæjar - október 2016 

Við undirritaðir íbúar á Álftanesi krefjumst þess að almenningssamgöngur á Álftanesi verði bættar sem allra fyrst. Álftanes er 2500 manna samfélag í fimm kílómetra fjarlægð frá næstu stofnbraut Strætó bs. Með núverandi leiðarkerfi vagns nr. 23 er strætó óraunhæfur samgöngukostur fyrir okkur Álftnesinga.

Samgöngur þurfa að lágmarki að vera sem hér segir:

  • Að strætó gangi á Álftanes samfellt á hálftíma fresti alla virka daga án þess að sleppa einni ferð að morgni og fjórum ferðum um hádegi eins og nú er  
  • Að strætó gangi á klukkutíma fresti á sunnu – og helgidögum
  • Að samgöngur hefjist fyrr á morgnana á virkum dögum (t.d. kl. 6:46 líkt og leiðir nr. 2 og 24 sem liggja um Garðabæ)
  • Að strætó gangi á klukkustundar fresti öll kvöld vikunnar fram til klukkan 24

 

Undirrita þennan undirskriftarlista

Með því að skrifa undir gef ég Anna María Karlsdóttir leyfi til að afhenda undirritun mína til þeirra sem sem hafa vald yfir þessu viðfangsefni.


EðA

Þú munt fá tölvupóst með hlekk til að staðfesta undirritun þína. Til að tryggja að þú móttakir tölvupóstinn þinn skaltu vinsamlegast bæta info@petitions.net við nafnaskrána þína eða á öruggan sendendalista.

Athugaðu að þú getur ekki staðfest undirritun þína með því að svara þessum skilaboðum.
Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...