Bættar strætósamgöngur á Álftanesi

Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans

Þessi umræðuþráður hefur verið sjálkrafa búinn til vegna undirskriftarsöfnunar Bættar strætósamgöngur á Álftanesi.


Gestur

#1

2016-10-13 12:23

Nauðsynlegar bætur á samgöngum á Álftanes.

Gestur

#2

2016-10-13 12:34

Það er mikilvægt að gera strætósamgöngur að raunverulegum valkosti til að fólk sé tilbúið að nýta þær. Stuðlar vonandi að betra og heilnæmara umhverfi.

Gestur

#3

2016-10-13 12:47

Nauðsynlegt að bæta þjónustu Strætó á Álftanesi svo fleiri sjái sér fært að nota almenningssamgöngur

Gestur

#4

2016-10-13 13:15

Það er skammarlegt hversu lítið Álftnesingar geta notað almenningssamgöngur og þá sérstaklega yngra fólk.

Gestur

#5

2016-10-13 16:27

Það væri frábært að geta notða strætó meira með bættum samgöngum við Álftanes.

Gestur

#6

2016-10-13 22:18

Minkum bílaflotann og gerum samgöngur nothæfar, virkar og í takt við aðrar strætó samgöngur á stórreykjavíkur svæðinu. 


Gestur

#7

2016-10-14 08:06

Bý reyndar í Reykjavík en styð þetta eindregið. Betri almenningssamgöngur draga úr bílaumferð og þannig nýtast þær okkur öllum.

Gestur

#8

2016-10-14 10:01

Það þarf líka að huga að því að ferðir frá Álftanesi standist á við ferðir hjá leið 1 því það er óþolandi að hann sé nýfarinn og maður þurfi að bíða jafnvel í 15 mín (og mæti of seint í vinnuna)

Gestur

#9

2016-10-14 13:26

Skapar mikið óhagræði fyrir alla að hafa ekki aðgang að almennum strætósamgöngum á marga vegu.

Gestur

#10

2016-10-16 22:01

Í þágu bætts ósonlags og til þess að við getum stundað okkar vinnu og skóla.

Gestur

#11

2016-10-17 20:36

Á tvær stúlkur sem reiða sig á strætisvagna.

Gestur

#12

2016-10-20 18:09

Þetta er mjög sanngjörn krafa og löngu tímabær. Næsta skref er að fá vagnana, smærri vagna, á 15 mín fresti alla daga til miðnættis og bæta við slaufu til Fjarðarkaupa svo fólk verði ekki að eiga bíl til þess að geta farið að kaupa í matinn, þá fyrst erum við komin í ásættanlegt samband við umheiminn.

Gestur

#13

2016-10-22 01:22

Afar brýnt að Álftnesingar njóti sömu strætó samgöngu kosta og aðrir Garðbæingar. Óboðlegt ástand fyrir börnin okkar að geta ekki sótt tómstundarstarf eða vinnu utan Áltanes eftir kl 18 á daginn

Gestur

#14

2016-10-23 11:41

Ég hef oft ætlað að fara út á Álftanes þar sem að ég á vini þar, en get það ekki af því að strætó gengur ekki á þeim tíma og þá tekur því oftast ekki að fara. Það sama á við með baka leiðina. Hann hættir að ganga svo snemma og stundum er ég að gera skóla verkefni með vinkonum mínum (við erum allar saman í skóla) út á Álftanesi því ég er einmitt svo mikið með þeim. Einnig er það ekkert betra að fara til mín því ég bý í rauninni lengra frá skólanum.
Greidd auglýsing

Við munum kynna þennan undirskriftalista fyrir 3000 aðilum.

Lærðu meira...