Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði til vísinda

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 gerir ráð fyrir stórfelldum niðurskurði til samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs næstu árin, þrátt fyrir að fjárveitingar til þeirra séu nú þegar miklu lægri en í nágrannalöndunum.

  • Vísindi eru undirstaða framfara í samfélaginu og forsenda nýsköpunar í atvinnulífinu

  • Samkeppnissjóðir fjármagna bestu vísindin, tryggja menntun og nýliðun og eru nauðsynlegir til að íslenskir vísindamenn geti sótt fé í erlenda samkeppnissjóði

  • Atgervisflótti úr íslensku vísindasamfélagi er þegar orðinn mikill og ljóst að hann muni aukast ef af fyrirhuguðum niðurskurði verður

Í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs, sem stýrt er af forsætisráðherra, eru metnaðarfull og skýr markmið um eflingu íslensks þekkingarsamfélags. Þar er meðal annars gert ráð fyrir mikilli aukningu fjár til samkeppnissjóða.

Við, undirrituð, krefjumst þess að stjórnvöld hugsi til framtíðar og auki fjárveitingar til samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs.