Litlu Hafpulsuna Í brons!
Litla Hafpulsan hefur skemmt okkur borgarbúum og fangað auga gesta og vegfaranda á öllum aldri í fáeinar vikur.
Hún vekur athygli, kátínu og líkt og gott listaverk á að vera er hún umdeild.
Pulsan er að okkar mati minnisvarði um samtímamenningu sem tilheyrir ekki bara borgarbúum heldur öllum landsmönnum, að ógleymdri rómantík þeirri að góðar borgir skarti listaverki í tjörnum sínum og brunnum. Ásamt þeirri hefð að skreyta stræti og torg samtímaverkum listamanna hvers tíma.
Því er hér með skorað á borgina að festa Litlu Hafpulsuna í sessi og láta steypa hana í Brons eđa annađ varanlegt efni svo hún meigi verða hluti af lista og menningarsögu borgarinnar um ókomna tíð.
Helga Völundardóttir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans
Tilkynning frá stjórnanda þessarar vefsíðuVið höfum lokað þessari undirskriftasafnan og fjarlægt persónulegar upplýsingar um undirritendur.Almenn persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR) krefst lögmætrar ástæðu fyrir geymslu persónuupplýsinga og að upplýsingarnar séu geymdar eins stutt og mögulegt er. |