Ég styð bann við umskurð á heilbrigðum kynfærum drengja á Íslandi

Athugasemdir

#2802

Ég skrifa undir þennan lista því umskurður barna er ofbeldi og flokkast ekki undir barnalýðræði. Börn eiga rétt á því að velja sína trú og fara eftir þeirri trú.

(Ölfus, 2018-05-25)

#2820

Það ætti að vera sjàlfsagður réttur hvers manns að ákveða sjálfur hvort hann vilji vera umskorin eða ekki, þegar viðkomandi hefur aldur og þroska til að slíka ákvörðun.

(Kristianstad, 2018-05-27)

#2829

Drengir ættu að geta tekið þessa ákvörðun sjálfir seinna

(Akureyri, 2018-05-28)

#2830

Ég styð bann við umskurð á heilbrigðum kynfærum drengja á Íslandi og styð að þeir getir sjálfir tekið ákvörðun eftir 18 ára aldur þegar þeir hafa vit og aldur til að taka sjálfstæða og upplýsta ákvörðun.

(Reykjavík, 2018-05-28)

#2842

Það er kynbundið ofbeldi að leyfa þessar aðgerðir! Umskurður er búinn að rýra lífsgæði alltof margra karlmanna í heiminum.

(Reykjavík, 2018-05-30)

#2843

Finnst hvers kyns umskurður ómannúðlegur.

(Hafnarfjörður, 2018-05-30)

#2850

Umskurður er árás á ósjálfbjarga einstakling og milljón dollara gróðabissness sem er viðhaldið í Bandaríkjunum af þrýstihópum en látinn líta út fyrir að vera af trúarlegum ástæðum til að vernda hagsmuni frá umtali um tilgangsleysi aðgerðarinnar.

(Reykjavik, 2018-05-31)

#2853

Mér þykir ekkert rétt við þetta rugl

(Hafnarfjörður, 2018-05-31)

#2858

ég skrifa undir því ég mótmæli öllu ofbeldi gagnvart börnum

(reykjavik, 2018-06-04)

#2863

Klárlega mannréttindabrot og barnaníð !!

(Lysekil, 2018-06-08)

#2865

Ekki er ástæða til að laga það sem er ekki bilað

(Hafnarfirði, 2018-07-02)

#2868

Ég er mjög mótfallinn svona löguðu

(Reykjavík, 2018-07-21)

#2872

Ég sé ekki neina ástæðu fyrir því að fjarlægja heilbrigðan vef af barni, sem ekki er að valda því ama.

(Reykjavík, 2018-08-16)

#2877

Ég er á móti afskræmingu á líkama ungra barna.

(Kópavogur, 2018-08-18)

#2880

Þessi siður var lagður af árið 33 eftir Krist, með hinum Nýja sáttmála skírnarinnar til trúar á Jesú Krist. Ef fólk vill búa við villimannslega fornaldarsiði, hefur það ekkert til Íslands að gera, þar sem nútímasiðir og mannúð eiga að ráða ríkjum.

(Staffanstorp, 2018-09-18)

#2884

Mannréttindabrot, viðbjóðslegt og sorglegt að ríkistjórnin horfi framhjá þessu.

(Hafnarfjörður, 2018-09-22)

#2890

Ég skrifa undir vegna þess að mér finnst umskurður á börnum ekkert annað en mannréttindabrot.

(Kópavogur, 2018-09-25)

#2892

Ég vil að börn ráði þessu sjálf við 18 ára aldur

(Neskaupstað, 2018-09-25)

#2894

Mér finnst að fólk ætti að geta gert meðvitaða ákvörðun um svona lagað, sama hvaða trúfélagi þú tilheyrir

(Reykjavík, 2018-09-25)

#2896

Því að ofbeldi er ekki í lagi

(Bromölla, 2018-09-25)

#2897

Algerlega óþarfa aðgerðir og þeir eiga að hafa val um þetta sjálfir þegar þeir hafa náð 18 ára aldri.

(Reykjanesbær, 2018-09-25)

#2900

Umskurður flokkast undir ofbeldi og ætti bannið alltaf að vega meira en trúarathafnir

(Akureyri, 2018-09-26)

#2903

Mannréttindi eru allra mál og allt ofbeldi á að vera ólöglegt.

(Stockholm, 2018-09-30)

#2906

til að reyna blekkja þær geimverur sem leiðist nóg til að mögulega gjætu verið að vellta okkur eitthvað fyrir sér með að við séum sko orðnar vitsmunaverur bara föttum ekki alveg sko með kærleikan og stefniljósin ,nei hallo maður getur smá reynt því brunnarnir eru alstaðar jafn djúpir valið er með að verða sér út um lengri snúru eða hengja sig með þeirri stuttu sem var sköffuð

(borgarnes, 2018-10-10)

#2907

Enginn einstaklingur á að þurfa að gangast undir breytingu eða eyðileggingu á líkama sínum án upplýsts samþykkis, skilnings og aldurs til að geta tekið sjálfstæða ákvörðun um aðgerðina - séu ekki beinar læknisfræðilegar ástæður fyrir hendi. Trúaarbrögð eru aldrei góð ástæða, hver sem þau eru.

(Reykjavík, 2018-10-15)

#2908

Limlesting kynfæra barna, er af hinu illa.

(Reykjavík, 2018-10-17)

#2911

Ég tel rangt að skera í kynfæri barna, af trúarástæðum.
Þau geta gert það sjálf, þegar þau ná fullorðinsaldri.

(Hafnarfjordur, 2018-10-22)

#2932

Þetta er bæði kvalafullt og svo er þetta ekkert nauðsynlegt

(Vogar, 2019-04-24)

#2937

Þetta er misþyrming ,mannrèttindabrot og brot à rèttum barna !!! Viđ eigum ađ venda börnin ekki skađa þau eftir okkar hemtisemi eđa ógeđslegri hefđum

(Ísafirđi, 2019-05-09)

#2945

Umskurður drengja er tímaskekkja.

Umskurður drengja er varanleg og óafturkræf aðgerð sem felur í sér mikil inngrip á kynfærum barns og getur valdið barninu bæði sársauka, hættu á sýkingum og varanlegum skaða. Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi. Réttur barna yfir eigin líkama og einstaklingsfrelsi á að ganga framar rétti fullorðinna til að taka óafturkræfar trúar- og menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Í því samhengi er vert að árétta að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verndar börn gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra og skyldar aðildarríki sáttmálans til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi.



Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni.



Það kann að vera svo að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér. Íslendingar sem upplýst þjóð, ættu að standa fremst þjóða í að verja rétt barna til yfirráða yfir eigin líkama. Drengir á Íslandi eiga að hafa öruggt skjól og vernd í íslenskum lögum fyrir slíku óafturkræfu inngripi á líkama þeirra. Þá fyrst geta Íslendingar sagt að börn á Íslandi njóti verndar í lögum gegn varanlegum líkamsaðgerðum í nafni trúar og menningarhefða.

(Bolungarvík, 2020-08-27)

#2959

.

(Reykjanesbaer, 2020-09-13)

#2964

Af því að það er villimennska að pína börn.

(Reykjavík, 2020-09-13)

#2969

Ég er kunnug og hef m.a. Tekið þátt í að skrifa ályktun um þetta málefni

(Hvolsvöllur, 2020-09-13)

#2991

Ég get ekki annað en verið á móti kerfisbundinni og óþarfa þjáningu.

(Akureyri, 2020-09-14)

#2992

Ég skrifa undir vegna þess að þetta eru villimanna aðferðir. Þvílík kvöl og pína sem lagt er á ungabörn.
Þetta verður að stoppa og á aldrei að viðgangast hér á Íslandi.

(320 Reykholt, 2020-09-15)