Björgum GET og Hugarafli

Athugasemdir

#201

Hugarafl bjargar lífum

(Reykjavík, 2018-05-08)

#209

Þessi þjónusta verður að vera til staðar!

(Höfn í Hornafirði, 2018-05-08)

#213

Ég skrifa undit til að styðja það góða starf sem Hugarafl og GET hafa staðið fyrir undanfarin ár.

(Reykjavík, 2018-05-08)

#222

Þessi þjónusta er lífsnauðsynlegt!!!!

(Reykjanesbær, 2018-05-08)

#230

Ég hef haft miklar áhyggjur af unga fólkinu okkar og ég sjálf á við geðræn vandamál að stríða,þetta er mér mjög hugleikið. Kveðja Linda

(Ísafiordur, 2018-05-08)

#236

Það eru mannslíf í húfi. Hugarafl og GET bjarga mannslífum

(Reykjarvík, 2018-05-08)

#237

Það er mitt hjartans- og hugarmál að starfsemi Hugarafls haldi áfram.

(Reykjavík, 2018-05-08)

#241

Þessi starfsemi má ekki falla niður. Hugarafl hefur bjargað mörgum mannslífum

(Þorlákshöfn, 2018-05-08)

#244

Ég skrifa undir vegna þess að Hugarafl hefur hjálpað vinkonu minni mikið.

(Selfoss, 2018-05-08)

#257

Hugarafl skipti sköpum í varadekki dóttur minnar, þar gerast mörg kraftaverk

(Reykjavík, 2018-05-08)

#259

Ég skrifa undir vegna þess að ég hef trú á Hugarafli

(Blönduós, 2018-05-08)

#270

Geri kröfu til að heilbrigðis- og mannréttindamálum se´fylgt eftir. Ekki stoppað eða staldrað við eftir að frjóar jákvæðar umræður hafi átt sér stað.

(Reykjavík, 2018-05-08)

#274

Hugarafl er öflugasta tól íslensks samfélags til úrlausna á geðheilbrigðisvandamálum.

(Reykjavík, 2018-05-08)

#281

Ég skrifa undir vegna þess að ég veit hvaða góða starf Hugarafl og GET hefur skilað til samfèlagsins. Èg er lifandi sönnun þess. Í kjölfar erfiðra veikinda að ná bata, að byrja sem notandi þjónustunnar, verða starfsmaður og loks framkvæmdarstjóri Hugarafls í tilraunastöðu. Að hafa aðgang að þjónustu sem þessari, á mínum forsendum, í gegnum háskólanám, í fyrsta starfinu! Ég veit hvaða dýrmæta þekking og reynsla býr í þessari þjónustu. Að hafa valkosti um hvaða þjónustu þú nýtur er eitt af mikilvægustu punktunum í valdeflingu. Mér finnst verið að taka þá frá mér.
Einnig munu aðstandendur missa gríðanlegan stuðning.
Hugarafl og GET hafa verið mér lífsbjörg oftar en einu sinni! Mín upplifun er að rödd mín sé sniðgengin af þeim sem ákvarðanavöldin hafa. Björgum Hugarafli og GET!!

(Reykjavík, 2018-05-08)

#283

Tel mikla þörf fyrir samtök sem þessi. Geðheilbrigðismál eru stór málaflokkur sem við þurfum að sinna betur og ekki draga úr þjónustu við einstaklinga sem falla undir þann málaflokk.

(Höfn, 2018-05-08)

#287

Hugarafl er nauðsynlegt það hefur bjargað mér að geta komið þegar ég vil og talað við jafningja sína og fengið hjálp frá Get

(Reykjavík, 2018-05-08)

#290

Ég hef sjálf fengið að taka þátt í starfsemi klúbbsins Geysis sem starfar á svipuðum grundvelli. Þar hef ég séð mikla uppbyggingu hjá þeim sem þangað hafa komið. Einnig hef ég þekkt fólk sem hefur fundist betra að fara í Hugarafl og jafnvel farið á báða staðina til skiptis. Það virðist einnig gefa góðan árangur og vonast ég til þess að Hugarafl geti starfað áfram. Sjúkdómar af geðrænum toga eru langvinnir og mikla þolinmæði einurð og natni þarf til að hægt sé að koma sjálfum sér og eða öðrum til hjálpar í gegnum það ferli. Það hlýtur að vera ódýrara að hafa starfandi slíka klúbba heldur en að fólk sé inni á deildum.
Með bataóskum til þeirra sem þurfa á hjálpinni að halda. Jafnframt lukku til þeirra sem starfa við skipulagningu mála af þessu tagi.

(5620 Glamsbjerg, 2018-05-08)

#298

ég vil að hugarafl fái að starfa áfram

(Reykjavík, 2018-05-08)

#299

Það er með ólíkindum að það sé hægt með einu pennastriki að leggja niður starfsvettvang Hugarafls, og eiga þá eftir að byggja upp eitthvað ámóta sem tekur áratugi :(
Það er ekki verið að hugsa um einstaklingum heldur einhver sem vill koma sínum vilja fram sama hvað aðrir segja :( Sorglega !!!

(Fljótsdalshérað, 2018-05-08)

#302

Hugarafl er að vinna frábært starf. Það þarf ekki að breyta þeirri starfsemi

(Reykjavík, 2018-05-08)

#304

Hugarafl bjargar fólki

(Hafnarfjörður, 2018-05-08)

#306

Hugarafl bjargar lífum. Geðheilbrigðiskerfið gæti allt eins misst einn af útlimum simum, kerfi sem þegar er fjársjúkt.... og fársjúkt.

(Reykjavík, 2018-05-08)

#315

Ég skrifa undir vegna þess að Hugarafl reyndist fjölskyldu minni ómetanlegur styrkur og stoð þegar engin viðunandi hjálp barst frá "kerfinu". Viðkvæmir einstaklingar eru í húfi sem þola enga óvissu.

(Reykjavík, 2018-05-08)

#320

Ég skrifa undir vegna þess að þetta úrræði hefur reynst mög vel og örugglega sparað þjóðfélginu mikla peninga

(Sléttuvegur11, 2018-05-08)

#352

Hef trú á þessu starfi

(Reykjavík, 2018-05-08)

#355

Hugarafl hefur á starfstíma sínum veitt algjörlega einstaka þjónustu. Þar er veikum mætt af hlýju og skilningi og biðtími eftir viðtali er stuttur. Þetta getur skipt hinn veika og aðstandendur hans öllu máli. Þjóð sem glímir við mikinn sálrænan vanda þarf á Hugarafli að halda.

(Reykjavík, 2018-05-08)

#360

Ég skrifa undir vegna þess að Hugarafl og GET bjargaði lífi mínu á sínum tíma og ég veit að það er fullt af fólki úti í samfélaginu sem þarf á þessu úrræði að halda. Fólk sem ekki finnur sig annars staðar, fólk sem finnur tilgang með lífinu í Hugarafli og fær tækifæri til að hjálpa öðrum um leið. Ekki aðeins sinnir Hugarafl veikum einstaklingum heldur sinna þeir líka aðstandendum og fræða þá.

(Reykjavík, 2018-05-08)

#370

Lífsbjörg fyrir marga.

(Reykjavík, 2018-05-08)

#374

Það má ekki skerða þessa þjónustu

(Reykjavík, 2018-05-08)

#375

Hugarafl bjargaði lífi mínu.

(Reykjavík, 2018-05-09)

#383

Hugarafl er mjög mikilvægur fyrir fólk

(Reykjavík, 2018-05-09)

#387

Löngu tímabært að setja þetta sem staðfestingu á blað & undirritun á lög.

(Reykjavík, 2018-05-09)

#394

Starf GET og Hugarafls er ómetanlegt!

(Hafnarfjordur, 2018-05-09)

#396

Ég tel að þarna fari fram mjög áhugaverð starfsemi . Hef rætt við konur sem mæta þarna en voru búnar að loka sig inni. Segja það bjarga lífi þeirra að geta komið þarna.

(Reykjavík, 2018-05-09)