Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði í vísindi

Athugasemdir

#211

Þurfum að efla R&Þní landinu

(Reykjavík, 2018-12-03)

#216

Ég er fræðimaður og veit að skortur á fjámunum til vísindastarfa er skaðlegur fyrir alla.

(Reykjaví, 2018-12-03)

#218

Ég skrifa undir vegna þess...
Ísland þarf að fjárfesta í visinda og menntun og ekki fylgja spænska dæmi (fokus um ferðamenn, túrismi og byggingar með lag-launa fólk). Ég er sjálf frá Spáni og hefur séð hvernig Spanvejar eru orðin þjónir fyrir oðrum löndum á meða vel menntað fólk flýtur erlendis. Ég vil ekki svona framtið fyrir Ísland.

(Reykjavík, 2018-12-03)

#223

Framfarir í Vísindum eru stórlega háð fjármagni úr Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs. Niðurskurðu á þessu sviði heftir mjög framfarir á sviði vísinda í samfélaginu. Sem hefur í för með sér mikla stöðnun bæði innan Háskólasamfélags og meðal nýsköpunarfyrirtækja.

(kópavogur, 2018-12-03)

#229

Það verður engin framþróun án vísinda.

(Reykjavík, 2018-12-03)

#239

Vísindastarfsemi er undirstaða framfara. Leiðir af sér nýsköpun sem eykur hagsæld.

(Reykjavík, 2018-12-03)

#247

Þetta er ekki réttur vettvangur að skera niður fjármagn.

(Seltjarnarnes, 2018-12-03)

#252

Við erum rík þjóð sem nýtur góðs af starfi vísindamanna um allan heim. Það er bara aumingjaskapur að styðja ekki almennilega við vísindastarf.

(Reykjavík, 2018-12-03)

#254

Rannsóknir eru forsenda menntunar, fræða og þekkingar og afar mikilvægt að ríkisvaldið styðji við nýjar rannsóknir og þekkingaröflun með því að halda úti öflugum rannsóknarsjóði.

(Kópavogur, 2018-12-03)

#260

Stjórnvöld eru ekki að standa við stóru orðin

(Kópavogur, 2018-12-03)

#268

Hafna þessu fólki

(Kópavogur, 2018-12-03)

#274

Með þessum fyrirhugaða niðurskurði þá eru stjórnvöld að mynda stórt skarð í rannsóknarstarfsemi sem á nú þegar undir höggi að sækja. Ég skrifa undir þennan undirskriftarlista til að hvetja stjórnvöld til að hugsa til lengri tíma um hve mikilvæg þekkingasköpun á sér stað innan ólíkra vísindagreina á Íslandi og virði sem þær skapa þjóðarbúinu.

(Reykjavík, 2018-12-03)

#275

Ég skrifa undir vegna þess að vísindi eru forsenda framfara

(Reykjavík, 2018-12-03)

#284

Framlög til vísinda eins og þessi skila sér margfalt til baka í upplýstara og mannvænlegra þjóðfélagi. Því ættum við að auka þau en ekki drag úr.

(Reykjavík, 2018-12-03)

#304

Ég vil að rannsóknir fá að halda áfram að blómstra.

(Hafnarfjörður, 2018-12-03)

#316

Styrkirnir eru mikilvægir

(Reykjavík, 2018-12-03)

#320

Vísindi eru undirstaða framfara í samfélaginu og forsenda nýsköpunar í atvinnulífinu

(Kópavogur, 2018-12-03)

#321

Stofnfrumur. Duh..

(Dalvik, 2018-12-03)

#336

Vísindi eru ein af grunnstoðum þjóðfélagsins, nú þegar er fjármögnun vísinda á Íslandi fyrir neðan allar hellur. Rannsóknir á háskólastigi er að mestu fjármagnaðar í gegnum Rannís og samkeppnissjóði. Þá þarf að styrkja ekki veikja!

(Fukuoka, 2018-12-04)

#352

Öflug vísindastarfsemi er forsenda framfara. Skert fjárframlög til vísindastarfs mun því draga úr framþróun á Íslandi

(Hafnarfjörður, 2018-12-04)

#353

Vísindin efla alla dáð!

(Akranes, 2018-12-04)

#354

Eg mótmæli viðsnúningi stjórnvalda við eflingu fjárfestinga í rannsóknum á Íslandi.

(Reykjavík, 2018-12-04)

#356

Vísindi stuðla að nýsköpun og þekkingu sem er grundvallar forsenda þess að þjóðfélag geti haldið uppi öflugum efnahag. Ísland er lítið samfélag sem þarf að keppa á hugviti og sköpunargáfu, þar sem við getum ekki keppt í krafti fjöldans miðað við aðrar þjóðir.

(Berlín, 2018-12-04)

#374

Vísindi eru nauðsynleg fyrir nútímasamfélög og þau á frekar að styrkja en að draga úr styrkjum

(Reykjavík, 2018-12-04)

#375

Efla þarf Rannsóknarsjóð Vísinda- og tækniráðs í stað þess að skera hann niður. Það ætti að vera öllum ljóst sem vit hafa á mikilvægi rannsókna og nýsköpunar.

(Reykjavík, 2018-12-04)

#391

Rannsóknir og vísindi skipta of miklu til að það eigi að skera niður framlög til þeirra

(Borgarnes, 2018-12-04)