Viðgerð á sundlaug Reyðarfjarðar
Athugasemdir
#202
Akstur milli bæjarfélaga verður dýrari þegar upp er staðið og svo er lenging kennslustundar alveg út í hött.Bæjarstjórn hefur greinilega ekki hugsað hlutina til enda.
Hafliði Ísólfsson (Reykjavík, 2020-02-19)
#203
Marcin KapuscikKapuscik Marcin (Reyðarfjörður, 2020-02-19)
#205
Vegna þess að ég á ættingja á reyparfirði og vil styðja þau í að fá sundlaug í sinni heimabyggð fyrir skólasund barnanna sinnaálfheiður ösp haraldsdóttir (Dalvík, 2020-02-20)
#206
Vegna þess að ég tel ekki boðlegt að lengja skóladag Grunnskólabarna um klukkutíma þá daga sem sundkennsla verður. Þar sem að kröfur um heimanám verða en þá þær sömu og nemendur hafa enþá þörf fyrir það að stunda tónstundarstarf. Hvar eiga börnin að fá þennan klukkutíma til baka ?Hef mikið fleiri rök sem að ég nenni ekki að skrifa að svo stöddu.
Þorvaldur Már Elíasson (730 Reyðarfjörður, 2020-02-20)
#209
Joanna DojnikowskaJoanna Dojnikowska (Reyðarfjörður, 2020-02-20)
#224
Mér er umhugað um þetta mál sem fyrrum íbúi og vegna mess að ömmubarnið mitt kemur til með að sækja Grunnskóla Reyðarfjarðar.Jónína Guðmundsdóttir (Reykjanesbæ, 2020-02-20)
#238
Sem nemandi í Barna- og unglingaskóla Reyðarfjarðar á síðustu öld, varð ég og skólafélagar mínir, að fara m. rútu út á Eskifjörð í sundkennslu. Get engan veginn mælt með því fyrirkomulagi. Hugsið um börnin, hvað er þeim fyrir bestu. Athugið að þið sendið börnin ekki fylgdarlaus með rútu í næsta bæjarfélag.Ásta Magnea Sigmarsdóttir (Kópavogur, 2020-02-20)
#246
Mér þykki mjög vænt um sundlaugina um að börnin í grunnskólanum geti fengið að stunda sitt skólasund. Eins og námskráinn gefur upp.Snædoís Aðalbjörnsdóttir (Blönduós, 2020-02-20)
#250
Bæjarfélag sem telur meira en 1000 íbúa á að sjálfsögðu að hafa sundlaug.Þið megið ekki taka þennan möguleika af fólki án þess að færa inn annan kost.
Ferðalag á milli bæja til þess að æfa sund er eins og að fara aftur i tímann, þetta var svona um 1970 og varð til þess að sundlaug var reist á Reyðarfirði.
Horfum fram á við.
Óli Nikulás Sigmarsson (Hafnarfjörður, 2020-02-20)
#253
Mér finnst aðstæðurnar ekki ásættanlegar og ef það er laug til staðar að þá á að nota hana og ef það þarf að gera við hana eins og gert er ráð fyrir að þurfi að gera til að annast viðhald á því sem byggt er að þá á líka að gera það. Börn eiga ekki að vera að þvælast á milli bæjarfélaga til að spara viðgerðarkostnað, þau eru í forgangi og öryggi þeirra skv. öllum sáttmálum. Íþróttir eru líka forvarnartæki og eitt af því sem við höfum sem úrræði í uppeldi barna og m.v. þá aðstöðu sem er algerlega úreld hér á Reyðarfirði að þá finnst mér algjört lágmark að halda því þó við sem til er en auðvita þarf að gera miklu betur. Reyðarfjörður er að verða stærsta bæjarfélagið á fjörðunum og við verðum að mæta þeim þörfum sem eru í hverju bæjarfélagi og það er alltaf hægt að réttlæta góða íþróttaaðstöðu. Þetta gerum við fyrir börnin okkar og framtíðina. Það er margt annað sem má bíða en þetta er ekki eitt af því.Erla Jónsdóttir (Reyðarfjörður, 2020-02-21)
#262
Mér þykir vænt um Reyðarfjörð og við eigum fullan rétt á því að hér sé sundlaug við eigum ekki frekar en aðrir byggðakjarnar að þurfa að aka fimmtán kílómetra til að komast í sund. Það er bara ekki boðlegt í nútíma samfélagi.Baldvin Baldvinsson (Reyðarfjörður, 2020-02-25)
#263
Sem gamall Reyðfirðingur með djúpar rætur í bænum þá læt ég mig þetta varða. Þegar ég byrjaði að læra sund fyrir austan var okkur einmitt keyrt á Eskifjörð til þess og ekki alltaf skemmtilegar ferðir. Það var hins vegar ekki fyrr en laugin kom á Reyðarfirði sem við gátum farið að æfa sund fyrir alvöru og endaði með því að við vorum nokkuð mörg sem hófum að keppa í sundi. Þetta skiptir miklu máli.Þorsteinn Þorsteinsson (Kópavogi, 2020-02-26)