Björgum GET og Hugarafli

Athugasemdir

#401

Ég veit að Hugarafl hefur hjálpað mörgum .þetta ma ekki leggja niður

(Hafnarfjörður, 2018-05-09)

#402

Hugarafl má ekki missa sín..endurhæfingaúrræđi sem hefur bjargađ mörgum lífum.

(Reykjavík, 2018-05-09)

#406

Ég er með geðsjukdom og einhver verður að hjálpa okkur sem erum veik.

(REYKJAVIK, 2018-05-09)

#409

Hef mikla trú á þeirra starfi.

(Hafnarfjörður, 2018-05-09)

#418

Ég vil efla þá valkosti sem í boði eru því það er ekki eins og þeir séu of margir. Ég vil styðja við bakið á þeim sem þurfa að nýta sér þessa valkosti. Þetta er liður í því að gera samfélag okkar betra og lífvænlegra fyrir alla.

(Reykjavík, 2018-05-09)

#422

Geðheilsa skiptir öllu máli

(Reykjavík, 2018-05-09)

#424

Ég skrifa undir vegna þess að aðgengi að aðgengi að heilbrigðisþjónustu er fyrir alla, hvort sem viðkomandi er að takast á við andleg eða líkamleg vandamál.

(Reykjvík, 2018-05-09)

#425

Mér finnst þessi starfsemi mjög mikilvæg og mikilvægt að hún fái að halda áfram

(Reykjavík, 2018-05-09)

#433

Það er nauðsynlegt að hafa þjónustu og hjálp fyrir fólk með geðræn vandamál á Íslandi.

(Pantin, 2018-05-09)

#435

Vil tryggja áfram starf get og hugarafls

(Neskaupstað, 2018-05-09)

#439

Erlendis hefur brautryðjendastarf og samstarf GET og Hugarafls, vakið sérstaka athygli. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna[1] um geðheilbrigðisþjónustu er ítrekað að einstaklingar hafi rétt á að varðveita geðheilbrigði sitt og til að auka batalíkur sé mikilvægt að þeir hafi val um hvar þeir sæki þjónustu og að hún byggi á valdeflingu.

(Ólafsfjördur, 2018-05-09)

#441

Til þess að bjarga mannslífum.

(Kópavogur, 2018-05-09)

#442

Þessi þjónusta er lífsnauðsynleg fyrir tugi Íslendinga

(Hornafirði, 2018-05-09)

#444

Ég þekki til starfsemi Hugarafls og veit að þau hafa byggt starf sitt á grasrótar- og jafningja stuðningi ásamt því að veita faglega ráðgjöf og stuðning. Heilsugæslan sem ætlað er að taki þetta verkefni yfir vinnur ekki í grasrótinni. Hún er stofnun með skert aðgengi. Það yrði mikil afturför. Ég vil sjá Hugarafl fá að starfa áfram samhliða verkefni Heilsugæslunnar.

(Reykjavík, 2018-05-09)

#450

Starfssemi GET og Hugarafls er svo mikilvægur þáttur í því að auðvelda líf þeirra sem berjast við andlega sjúkdóma sem og fjölskyldur þeirra. Fjöldinn sem þarf á þjónustu þessara samtaka er mjög mikill og getur skipt sköpum fyrir heilu fjölskyldurnar að þessi úrræði séu í boði. Af því skora ég á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að framtíð þessarar starfssemi sé tryggð svo að hægt sé að sinna málefninu sem best.

(Hafnarfjördur, 2018-05-09)

#452

Ég hef kynnt mér starfsemina hjá Hugarafli og veit að þau eru að gera merkilega hluti.

(Mosfellsbær, 2018-05-09)

#464

Fyrir stjúpbróður minn

(Kópavogur, 2018-05-09)

#466

Bjargaði lífi mínu Er eilíflega þakklát Hugarafli

(Reykjavík, 2018-05-09)

#477

Þekki til hefur bjargað lífi.

(Reykjavík, 2018-05-09)

#483

Svo að það þurfi ekki fleiri að stytta sér aldur. Spítalar og læknaþjónusta getur verið til skammar svo takmörkuð að ég er virkilega að bíða eftir þeim valkost að fólki verði lógað ef það fær ekki húsaskjól til að sameina styrk og vonir þegar aðrar stofnanir eru jafnvel búnar að útiloka það.

(Reykjavík, 2018-05-09)

#486

Ég skrifa undir vegna þess að nauðsynlegt er að starfrækja slíka endurhæfingu sem hefur verið boðið upp á með Hugarafli. Og algjörlega er skammarlegt að taka þjónustu sem þessa af. Mjög slæmt fyrir þá sem hafa notið hennar.

(Kópavogur, 2018-05-09)

#489

Geðheilsa er jafnmikilvæg og líkamleg heilsa. Stuðningur vantar gríðarlega, og því miður þá er geðdeild Landspítalans yfirfull. Geðveilur almennings kostar ríkið meiri pening ef forvörn og stuðningur er ekki tilstaðar. Þetta málefni má ekki vanmeta. Hver sem er getur orðið veikur à geði á sínum líftíma. Sýnum skilning, sýnum stuðning. Of margir fyrirfóru sig à seinasta ári og það á geðdeild, hvað segir það okkur um heilbrigðiskerfið á Íslandi ?

(Hafnarfjörður, 2018-05-10)

#493

Ég þekki vinnuna þeirra

(Reykjavík, 2018-05-10)

#496

Að það er sorglegt að sjá hvernig búið er að fólki með geðraskamir og ég þekki þokkalega til starfs Hugarafls, þar er unnið gott starf ☺

(Reykjavík, 2018-05-10)

#498

Ég skrifa undir vegna þess að ég er þreyttur á að högginn séu skörð í velferðarþjónustuna okkar og samfélag almennt.

(Reykjavík, 2018-05-10)

#504

Þetta er mikilvæg starfsemi og má ekki leggjast af. Það eru ótalmargar aðrar leiðir skynsamlegri til að "spara".

(Kópavogi, 2018-05-10)

#505

Hugarafl hefur hjálpað mörgum ef Hugarafl hverfur af sjónarsviðinu yrði það hræðilegt fyrir þá skjólstæðinga sem þangað leita. Allt gott á rétt á sér

(Reykjavík, 2018-05-10)

#508

Ég skrifa undir vegna þess að GET og Hugarafl hafa bjargað líðan minni og dóttur minnar. Dóttir mín hefur á í miklu hugarangri eftir að fŕéttist að það ætti að leggja teymið niður. Það skiptir miklu máli að geta talað og fengið stuðning frá þeim sem þú treystir.

(Reykjavík, 2018-05-10)

#512

Það má ekki loka eða skemma starf Hugarafls !!

(olfus, 2018-05-10)

#520

Samstarf Geðheilsu Eftirfylgdar (GET) og Hugarafls er mjög mikilvægt grasrótarstarf sem verður ekki leyst af hólmi með aukinni geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslunnar.

Það er mjög mikilvægt að einstaklingar sem útskrifast að geðdeild LSH hafi samastað sem þeir geta leitað til daglega, hitt aðra
sem eru að vinna í sínum geðheilbrigðismálum. Einnig geta þeir sem eru ekki með geðgreiningar en líður illa leitað til Hugarafls.
Leiðin til bata getur tekið marga mánuði eða nokkur ár.

(Reykjavík, 2018-05-10)

#522

Þessi úrræði bjarga mannslífum

(Garðabær, 2018-05-10)

#524

Hugarafl hefur hjálpað ótrúlega mörgum sem ég þekki, að öðlast annað og gott líf þar sem aðrir fagaðilar náðu þvímiður ekki.

(Hafnarfjörður, 2018-05-10)

#528

Þarna er unnið svo dýrmætt starf fyrir þá sem þurfa svo nauðsynlega á því að halda.

(Kópavogur, 2018-05-10)

#531

Ég skrifa undir vegna þess að Geðheilsa - Eftirfylgd og Hugarafl hafa hjálpað mér í baráttu minni við krónískt þunglyndi. Starfsemin sem fram fer í samvinnu þessara tveggja hópa, fagaðila og notenda, er ómetanleg og finnst hvergi annarsstaðar í íslensku geðheilbrigðiskerfi.

(Mosfellsbær, 2018-05-10)

#536

góð reynsla má ekki glatast!

(Reykjavík, 2018-05-10)

#539

Dýrmæt reynsla og áralöng þekking má ekki fara út í buskann. Það er stór hópur einstaklinga sem þarf á þessari öflugu þjónustu að halda.

(Blönduós, 2018-05-11)

#540

Það er mikil þörf á þessari þjónustu

(Kópavogur, 2018-05-11)

#544

Ég skrifa undir því Hugarafl hefur bjargað lífi fjölmargra og býr yfir mikilli þekkingu og reynslu og byggja ætti upp starf með þau um borð, ef ekki í fararbroddi.

(Reykjavík, 2018-05-11)

#552

Hugarafl er lífsnauðsinleg fyrir svo stóran hóp af fólki sem annars hefur ekkert .

(Hafnarfjörður, 2018-05-11)

#557

Ég tel að þarna sé unnið árangursríkt starf.

(Reykjavik, 2018-05-11)

#558

Þetta hjálpar mörgum að ná betri heilsu!

(Reykjavík, 2018-05-11)

#572

Hugarafl er ómissandi viðbót við kerfið. Má ekki eyðileggja góðan valkost.

(Reykjavík, 2018-05-11)

#574

Ég skrifa undir þetta vegna þess að ég þekki ungan mann sem náði sér á rétta braut með hjálp hugarafls

(Hafnarfjörður, 2018-05-11)

#577

Þekking og reynsla Hugarafls má ekki glatast. Og ég tel engar líkur á að opinberri heilsugæslu takist að leika eftir þann góða árangur sem Hugarafl hefur náð, a.m.k. hefur engri opinberri heilsugæslu á Íslandi tekist það til þessa.

(Akranes, 2018-05-11)

#578

Ég skrifa undir þennann lista vegna þess að ég veit að Hugarafl og GET hefur skipt sköpum fyrir marga sem leitað hafa þangað. Þessi starfsemi virkar afhverju á þá að leggja hana niður ?
Áfram Hugarafl !!

(Kópavogur, 2018-05-11)

#582

Geðheilsa skiptir jafnmiklu máli og líkamleg heilsa

(Kleppe, 2018-05-11)

#585

Hugarafl er góð viðbót við almenna geðheilbrigðisþjónustu

(Kópavogur, 2018-05-11)

#588

Ég hef trú á því að starf GET og Hugarafls skipti miklu máli fyrir það fólk sem finnur leiðina þangað. Þekki til þess úr eigin fjölskyldu.

(Kópavogur, 2018-05-11)

#599

Besta sem hefur nýst geðveiku fólki

(Akranes, 2018-05-11)