Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði í vísindi

Athugasemdir

#404

Vísindi eru undirstaða framfara í samfélaginu og forsenda nýsköpunar í atvinnulífinu og er því mjög mikilvægt!

(Ísafjörður, 2018-12-04)

#406

Ég hef margséð nýsköpunarverkefni verða til vegna styrkja frá vísindasjóðum skapa mikilvæga þekkingu, nýja tækni og atvinnutækifæri. Hér á að bæta í ekki taka af!

(Mosfellsbær, 2018-12-04)

#407

Ég stunda nám við fornleifafræði í háskóla Íslands og tel það nauðsynlegt fyrir fornleifafræði á Íslandi að fá fjármagn til að rannsaka þennan dýrmæta menningararf íslensku þjóðarinnar.

(Selfoss, 2018-12-04)

#410

Stjórnmálamenn bæði til hægri og vinstri hljóta að sjá skammsýnina í niðurskurði á fjárveitingum til Rannsóknasjóðs Vísinda- og tækniráðs. Þær fjárveitingar eru ekki glatað fé heldur ábatasöm fjárfesting þar sem ábatinn er bæði talinn í krónum og mannauði.

(Reykjavík, 2018-12-04)

#411

Áfram vísindi!

(Reykjavik, 2018-12-04)

#417

Ef auka á fjölbreytileika í íslensku atvinnulífi verður að hlúa að rannsóknum.

(Reykjavík, 2018-12-04)

#421

Vísindi eru undirstaða framfara í samfélaginu og forsenda nýsköpunar í atvinnulífinu. Fjárveitingar til sjóðsins hafa verið mikið lægri en til sambærilegra sjóða í nágrannalöndunum.

(Reykjavík, 2018-12-04)

#436

Ýmsar grunnrannsóknir sem þarf að gera á Íslandi eru aldrei gerðar vegna fjárskorts, og af því leiðir að frábæru framhaldsrannsóknirnar sem hefði verið hægt að gera, verða aldrei gerðar.

(Hafnarfjörður, 2018-12-04)

#444

Ég skrifa undir vegna þess að án vísinda gæti mannkynið ekki búið við þær aðstæður sem það býr við í dag, því síður í aðstæðum sem bíða okkar í komandi framtíð. Vísindi eru ein af undirstöðum framfara í samfélaginu og niðurskurður þeirra hefur áhrif á samfélagið í heild, síður en greinina sjálfa engöngu. Niðurskurður til vísinda gerir Ísland að minna landi og verri vistarveru fyrir vikið. Þetta er ekki það sem ég kaus.

(Reykjavík, 2018-12-04)

#454

Hverju lýsa þessar hugmyndir? Það fyrsta sem mér dettur í hug er nánast ofurmannlegur skortur á framtíðarsýn.

(Hafnarfjörður, 2018-12-04)

#468

Hér er verið að ganga þvert á loforð og samþykktar stefnur þar sem því er lýst yfir að gefa þurfi í við fjárveitingar til rannsókna.

(Garðabær, 2018-12-04)

#483

Við erum eftirbátar nágrannaþjóða í þekkingu á gangvirki vistkerfa landsins. Við þurfum að bæta úr því þekkingarleysi!

(Mosfellsbæ, 2018-12-04)

#490

Stjórnvöld hafa margsinnis sagt vera mikilvægt að auka við stuðning en stunda þess í stað niðurskurð. Íslenskt þjóðfélag þarf fjölbreyttara atvinnulíf, fé til rannsókna styður við það markmið.

(Reykjavík, 2018-12-04)

#491

Ég hef á 40 ára ferli mínum við Háskóla Íslands upplifað vöxt hans frá því að vera kennslustofnun yfir í það að verða öflugur rannsóknaháskóli. Að lækka framlög til Rannsóknasjóðs Vísinda- og tækniráðs er mjög vanhugsaður gjörningur. Ég vil eiginlega neita að trúa því að sú verði niðurstaðan. Er virkilega engin betri matarhola til?

(Reykjavík, 2018-12-04)

#492

Öflugt vísindastarf er hornsteinn að sjálfstæði og velferð þjóðarinnar.

(Garðabær, 2018-12-04)

#507

I'm a PhD student graduating the next year. My salary is on the higher end of the PhD salary according to the goverment income brackets AND its a little bit more than the lowest salary in Iceland! I'm single and it is hard to survive in this very expensive country! I have no way to save money, it only covres bills and food - and I do not eat out. How about some accident or sickness? I basically have no money to cover if an emergency happens!
I think I have been very useful to the Icelandic society - I do reseach in Alzheimer's disease field and during my PhD I have been (and still I do) teaching a lot. I teach Pharamcy students which are very useful and needed in the country. I do teach in English because there is no one to do this job!!! Guess why? Because staying in science is a profession people do as hobby - anyone who wants to make money goes somewhere else!
I wonder if this is a joke? Cutting down on education? This is totally disrespectful to the people doing those jobs, their years of education, responsibilties and stress which is part of those professions.

Do Iceland wants to have no educated people in the country and end with the situation that people come to a pharmcy or a medical center and no one can help them? Because people after high school will work there and have no clue what is the difference between drugs?! And mixig up sme of them can easily kill a patient.

I want to believe that such situations won't happen and that Icelandic goverment leave this idea. In fact it should do the opposite - increse the foundings...

(Reykjavik, 2018-12-04)

#511

galda.gisladottir**********

(Reykjavík, 2018-12-04)

#517

Þessi niðurskurður yrði mjög alvarlegur fyrir vísindasamfélagið á Íslandi. Mikil hætta á að það sem hefur áunnist síðustu ár mundi tapast. Það má ekki gerast!

(Reykjavík, 2018-12-04)

#520

Niđurskurđur til vísinda á tímum þar sem þeirra er mest þörf segir allt um skilning alþingis á umhverfismálum og öđrum slíkum málaflokkum

(Reykjavik, 2018-12-04)

#540

Árið 2019 átti að vera nýsköpunarár og stolt ríkisstjórnarsamstarfsins

(Reykjavik, 2018-12-04)

#566

Vísindi og rannsóknir eru undirstaða framfara

(Seltjarnarnes, 2018-12-04)

#595

Ólíðandi að skera eigi niður til Rannsóknasjóðs. Þar með er verið að draga mjög úr tækifærum ungra vísindamanna til að stunda rannsóknir sem eru undirstaða nýsköpunar og þekkingaröflunar á Íslandi. Þessi aðgerð er þvert á stefnu stjórnvalda skv. stjórnarsáttmálanum og engin haldbær rök eru fyrir þessum niðurskurði. Vísindasamfélagið þarf stuðning en ekki að kippt sé undan því fótunum með þessum hætti.

(Reykjavík, 2018-12-04)