Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði í vísindi
Athugasemdir
#607
Vísindi efla alla dáð!(Reykjavik, 2018-12-04)
#609
Að vera ungur vísindamaður í dag er erfitt. Það eitt að fá góða hugmynd er ekki nóg. Þú þarft að vera doktor eða í slagtogi við slíkan, hafa áralangann reynsluferil að baki við umsóknir og svo ertu í þokkabót að vonast til að það sem þú hefur áhuga á að rannsaka og finna lausn á sé í "tísku" í þjóðfélaginu þetta árið.Ef skorið verður niður til Rannsóknasjóðs Vísinda- og tækniráðs verður samkeppnin hert til muna og leiðir af sér að nýjir vísindamenn hellast úr lestinni þar sem þeir fá ekki tækifæri að sanna sig á þessum vettfangi. Nýliðun verður lítil sem engin og e.t.v. gæti stórt aldursskarð myndast í vísindasamfélaginu. Ekki skerða framlög til Rannsóknasjóðsins.
(Reykjavík, 2018-12-04)
#618
Styrkirnir eru undirstaða rannsókna og þróunar á Íslandi. Við þurfum að stíga hart fram í tæknframförum á komandi árum.(Hafnarfjörður, 2018-12-04)
#619
Hér er verið að stefna í öfuga átt við það sem fyrirheit voru um og gerir samkeppnismöguleika íslenskra vísindamanna verri.(Reykjavík, 2018-12-04)
#627
Adequate funding is required for quality research in any field. Lowering budget in research and education will only take you backward in long-term.(Reykjavik, 2018-12-04)
#630
Ég skrifa undir vegna þess að rannsóknir, vísindi og fræði eru stór þáttur í sjálfstæðri tilveru íslensku þjóðarinnar.(Reykjavík, 2018-12-04)
#651
Rannsóknir og nýsköpun er lykill að fjölbreyttara atvinnulífi því má ekkert gefa eftir í styrkjum til þessa málaflokks.(Reykjavík, 2018-12-04)
#661
Einn heimskulegasti niðurskurður á fjárlögum. Vísindi efla ekki einungis alla dáð þau eru kjölfestan í samfélaginu.(Reykjavík, 2018-12-04)
#666
Óboðlegt í ljósi þess að rannsóknir eru undirstaða framfara á Íslandi.(Reykjavík, 2018-12-04)
#679
Rannsóknir eru forsenda framfara í samfélögum. Ætlar Ísland ekki að vera í forustuhlutverki á komandi árum?(Hafnarfjörður, 2018-12-04)
#681
Ég sé framtíð mína sem fræðimaður gufa upp.(Reykjavík, 2018-12-04)
#700
Ég skrifa undir vegna mikilvægi Rannís í íslensku efnahafslífi og að það er verið að fórna langtíma langtíma hag þjóðar fyrir skammtíma hugsjónir.(Reykjavík, 2018-12-04)
#708
Það er fullljóst af reynslu annarra þjóða og rannsóknum að vísindi og menntun eru bestu fjárfestingarnar sem þjóðin getur gert til langframa, hvort sem það varðar samkeppnishæfi landsins, efling hagkerfis, aukningu lífsgæða og jafnfrétti, eða annarra mælikvarða.(Atlanta, 2018-12-04)
#734
Nauðsynlegt fyrir framfarir þjóðarinnar og alheimsins.(Phoenix, 2018-12-04)
#736
Ég skrifa undir vegna þess að án rannsókna verða litlar framfarir og lítill hagvöxtur. Er það ekki "the holy grail"?(Reykjavík, 2018-12-04)
#744
Nýsköpun og tækniframfarir eru lykillinn að því hvernig við sem samfélag bregðumst við og berjumst gegn frekari loftslagsbreytingum. Við þurfum nýjar lausnir og bætta nýtingu auðlinda. Hér þarf að gefa í, ekki draga saman seglin!(Reykjavík, 2018-12-04)
#746
Fyrir hönd alls mannkyns, hvetur David Attenborough leiðtoga heimsins til að axla ábyrgð og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir eyðingu siðmenningar og þess lífs sem við nú þekkjum. Að skera niður grunnrannsóknir í vísindum er í hróplegri mótsögn við það ákall. Ríkisstjórnin hefur skrifað undir samkomulag en ekki séð fyrir hverig á að uppfylla það. Í þeim málaflokki er efling vísinda án efa sterkasta vonin.(Reykjavík, 2018-12-04)
#747
Opinber framlög til rannsókna eru lág nú þegar á Íslandi og mun lægri en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Aðgengi að rannsóknastyrkjum er veikt nú þegar, og verður enn veikari ef þessi niðurskurður verður að veruleika. Þetta kemur því mjög illa við íslenskt vísindasamfélag, ekki síst Háskóla Ísland, sem er lang stærsti og öflugasti rannsóknaháskólinn hér á landi. Þetta er ekki til þess fallið að draga að okkur erlenda samstarfsaðila, eða að fá okkar unga vísindafólk sem býr við betri styrkjamöguleika erlendis, til að vilja flytja heim. Styrkir frá Rannis hafa oft verið forsenda frekari sóknar í erlenda rannsóknasjóði. Niðurskurðartillagan er því graf alvarleg og mun veikja okkar rannsóknasamfélag, ef af verður. Skora ég því á stjórnvöld að draga þessa niðurskurðartillögu til baka.(Reykjavík, 2018-12-04)
#752
Þetta er undarleg forgangsröðun og ég er eindregið á móti þessari fyrirætlun stjórnvalda.(Reykjavík, 2018-12-04)
#760
Vísindi eru krunnundirstaða í þróuðu samfélagi, niðurskurður á fjármagni til þeirra er hættulegt skref til baka sem getur verið varanlegt.(Reykjavík, 2018-12-04)
#762
Á sama tima og umhverfismál hafa aldrei verið mikilvægari er verið að skera niður í vísindum. Það er skammarlegt(Reyjavík, 2018-12-04)
#763
Skert framlög til vísinda skerða framtíðarmöguleika þjóðarinnar og samkeppnisstöðu hennar.(Reykjavík, 2018-12-04)
#764
Ég menntun sé einn helsti auður Íslendinga en með því að rækta vísindi og nýsköpun er hægt að sá fræum í framtíðina og uppskera.(Reykjavík, 2018-12-04)
#769
Vísindi gefa lífinu gildi.(Hafnarfjörður, 2018-12-04)
#774
Ég hvet ríkisstjórnina til að falla frá áformum um að skera niður fjárveitingar til Rannsóknasjóðs Vísinda- og tækniráðs(Reykjavík, 2018-12-04)
#775
Ég mótmæli þessum niðurskurði í Rannís.(710, 2018-12-04)
#781
rannsóknir og þróun eru undirstaða góðra lífskjara á Íslandi í framtíðinni. Ekki er hægt að búast við miklum vexti í hefðbundnum atvinnugreinum á komandi árum, allra síst ferðaþjónustu. Hugvit fólksins er það sem helst verður að treysta á um verðmætasköpun í framtíðinni. Það verður eingöngu virkjað með öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi.(Seltjarnarnes, 2018-12-04)