Björgum GET og Hugarafli

Athugasemdir

#801

Hugarafl er að vinna frábært starf og það má alls ekki leggja það niður

(Reykjavík, 2018-05-17)

#802

Ég vinn með fólki með geðraskanir og veit að Hugarafl hefur verið að gera frábæra hluti. Vill alls ekki sjá á eftir þessu frábæra framtaki sem hefur hjálpað svo mörgum í gegnum árin.

(Reykjavík, 2018-05-17)

#811

Þjónustan er nauðsynleg.

(Reykjavík, 2018-05-18)

#813

Ég skrifa undir vegna þess að mér misbíður hvernig tálmunarforeldrar komast átölulaust að komast upp með ofbeldir gegn sínum börnum og umgengnisforeldri sínu.

(Reykjavík, 2018-05-18)

#819

Úrræði og stuðningur við fólk með geðræn vandamál er ábótavant hér á landi og ég get ekki með nokkru móti sleppt því að skrifa undir þessa undirskriftarsöfnun! Hugarafl og GET er að vinna gott starf og er nauðsynlegur/mikilvægur partur af endurhæfingu einstaklinga með geðræna sjúkdóma og sem stuðningur við fjölskyldur þeirra!

(Búðardalur, 2018-05-18)

#820

Fyrrum notandi Hugarafls

(Reykjavík, 2018-05-18)

#825

Ingibjörg Helgadóttir

(Kopavogur, 2018-05-18)

#830

Hugarafl var til staðar þegar ég þurfti á því að halda og bjargaði mér frá innilokun. Margir aðrir eiga eftir að koma og fá bót sinna meina.

(Reykjavík, 2018-05-18)

#837

Hugarafl hefur sýnt og sannað starfssemi sína svo um munar og það er til skammar að þeir sem unnið hafa af miklum hug og hjarta að þessum málum og hjálpað svo mörgum skuli ekki verið metnir að verðleikum - bæta líf -

(Reykjavík, 2018-05-19)

#839

Ég hef nýtt mér þjónustu Hugarafls og það breytti mínu lífi. Ég veit ekki hvar ég væri stödd í lífinu í dag án þessarra samtaka og þjónustunnar sem ég fékk. Í dag er ég komin langt á leið með að ljúka háskólanámi og líður alla jafna vel.
Allir geta veikst á geði rétt eins og á líkama. Þegar bata hefur verið náð er mikilvægt að viðhalda honum. Þetta veit fólkið í Hugarafli. Besta leiðin til að halda bata frá andlegum veikindum er að grípa fólk á réttum tíma, á þeirra tíma. Þegar þau hafa kraftinn til að koma, verða þau geta komið, strax.
Það á ekki að þurfa að bíða, það er stórhættulegt að láta það bíða.
Hugarafl er framúrskarandi í málaflokknum á Íslandi og hefur verið það undanfarandi ár. Hugarafl veit að það passa ekki allir í sama kassann og það er þess vegna sem Hugarafl virkar. Fólk með andleg veikindi passar ekki í neinn fyrirfram ákveðinn kassa. Batinn er fólginn í því að fá að vera eins og maður er hverju sinni, og að það sé í lagi eiga góða og slæma daga. Að það sé eðlilegt. Að það sé alltaf von.
Það er fólk sem reiðir sig á þessa þjónustu, á þessi samtök á hverjum degi, allan ársins hring. Fólk sem getur ekki beðið, fólk sem á kannski ekki kraftinn til að berjast fyrir réttindum annars staðar eða byrja upp á nýtt annars staðar, með öðru fólki, eða vera látið bíða. Eða vera skammtaðar mínútur á viku. Hugmyndafræðin virkar og það á að bera virðingu fyrir því, og lífum þess fólks sem sækir þjónustu Hugarafls.

(Reykjavík, 2018-05-19)

#840

Öll svona starfsemi er miklu áhrifameiri en eitthvað steingelt rikisbákn.

(Reykjavík, 2018-05-19)

#843

GET hefur bjargað mörgum mannslífum.

(Egilsstaðir, 2018-05-19)

#846

Ég skrifa undir vegna þess að þessi starfsemi hefur hjálpað hundruðum manns til betra lífs og það á ekki að eyðileggja það sem virkar og hefur virkað í 15 ár

(Reykjavík, 2018-05-20)

#859

Ég dáist að þeesu starfi sem fer þarna fram og er búin að sjá árangur á ungri stúlku.Gangi ykkur vel.

(Reykjavík, 2018-05-20)

#860

Þetta er nauðsynleg þjónusta.

(Kópavogur, 2018-05-20)

#861

Það yrði skref afturábak að leggja niður GET og Hugarafl. Það á að bæta við ekki minnka við!

(Akranes, 2018-05-20)

#874

„Undirrituð skora á ríkisstjórn Íslands að tryggja nú þegar forsendur fyrir áframhaldandi starfi GET og Hugarafls í þágu fólks með geðræna erfiðleika og aðstandendur þess. Bjarga þarf mikilvægri endurhæfingu fyrir einstaklinga sem ganga í gengum geðræna erfiðleika og stuðningi við fjölskyldur þeirra. Það er mjög brýnt að hindra að fjöldi einstaklinga missi endurhæfingu sína og að bataferli þeirra verði stefnt í hættu.“

(Reykjavík, 2018-05-21)

#879

Ég þekki til Hugarafls og hvernig starfsemin þar hefur komið einstaklingum til bata, sem hafa ekki fengið sambærilega hjálp hjá heilsugæslunni, þar sem viðmótið er: Laus tími eftir þrjár vikur/ hálft ár.... Sonur minn þurfti að bíða í tæpt hálft ár eftir tíma hjá barnageðlækni, komumst þar að í gegnum kunningjatengsl. Byrjuðum á að að reyna að fá viðtal hjá sálfræðingi á heilsugæstustöðinni okkar, það tók hálft ár að fá tíma og loksins þegar röðin var komin að okkur, þá sagðist sálfræðingurinn ekkert vera góður í því sem sonur minn þurfti hjálp við og við skyldum bara halda áfram á einkareknu stofunni sem við vorum fyrir búin fyrir löngu að komast að á. Og borga, og borga... Okkar reynsla er sú að þegar kemur að geðrænum veikindum þá er heilsugæslan ekki að standa sig og það er afturför í þjónustu við borgarana að loka á starfsemi eins og Hugarafl og Get sem hefur hjálpað svo mörgum. Ekkert sambærilegt er til hér á landi og það er langur vegur í að þjónusta við fólk með geðraskanir sé nægjanleg og hreinlega í lagi hjá okkur.

(Reykjavík, 2018-05-21)

#886

ég styð mikilvægt starf Hugarafls

(Reykjavík, 2018-05-21)

#890

það er nauðsýnlegt að halda þessari stafsemi áfram

(reykjavík, 2018-05-21)

#892

Notendasamráð er grundvöllur fyrir því að fólk með geðraskanir og -sjúkdóma fái skilning á sinni líðan. Mætum fólki af skilningi og virðingu á jafningjagrundvelli. Hjálpum aðstandendum að skilja og fá stuðning þegar byrðarnar verða of þungar. Vandinn er ekki þess virði að stofnanavæða hann.

(Mosfellsbær, 2018-05-21)

#896

Þessi starfsemi er bráðnauðsynleg og sparar ábyggilega frekar en hitt

(Reykjavík, 2018-05-21)

#899

Vegna mikilvægrar þessarar þjónustu. Ef hún leggst af má vænta afturfara margra geðsjúkra.

(Reykjavík, 2018-05-21)

#907

Þetta er nauðsynlegt starf sem er unnið þarna og jafnvel lífsnauðsynlegt. Það er fáviska svo ég tali beint frá hjartanu að halda að Heilsugæslustöðvarnar geti komið í staðin fyrir GET og Hugarafl. Enn eitt fjársveltið í heilbrigðismálum. Er ekki löngu orðið tímabært að það verði gert átak í t.a.m. sjálfsvígsmálum, sem eru alltof mörg. Stjórnvöldum ætti að vera ljóst ef að þeir hafa áhuga að það er mjög mjög mikið að í geðheilbrigðismálum á þessu landi. ER YKKUR VIRKILEGA SAMA Frú
forsetisráðherra ?

(Reykjavik, 2018-05-21)

#909

Mér finnst algjörlega nauðsýnlegt að þessi þjónusta sé til staðar og í boði.

(KOPAVOGUR, 2018-05-21)

#924

Sem starfandi sálfræðingur veit ég hversu mikilvægt starf Hugarafls er fyrir fólk með geðraskanir. Glatað ef lokað verður fyrir enn eitt úrræðið og nokkuð víst að kostnaðurinn sem "spara" á lendir annars staðar í kerfinu.

(reykjavik, 2018-05-23)

#932

Til að bjarga mannslífum

(Reykjavik, 2018-05-24)

#935

Ég skrifa unir vegna þess að starfssemi GET og Hugarafls er gríðarlega mikilvæg og léttir á heilbrigðiskerfinu til lengri tíma.

(Reykjavík, 2018-05-24)

#943

Að Hugarafl er nauðsynlega þjónusta fyrir fólk með geðraskanir. Hugarafl hefur bjargað lífi fjölmargra einstaklinga. Fyrir marga er Hugarafl eina ljósið í dimmri tilveru. Þetta er þjónusta sem bara MÁ EKKI leggjast af !

(Reykjavík, 2018-05-25)

#947

Ég skrifa undir vegna þess að ég veit að við erum ólík og þurfum mismunandi kosti til að ná heilsu og viðhalda henni. GET og hugarafl hafa sýnt og sannað að þau eru til staðar sama hvar skjólstæðingar þeirra eru í lífinu. Alltaf virðing fyrir hverjum og einum.

(Reykjavík, 2018-05-26)

#953

Það er afturhvarf til gömlu stofnanavæðingarinnar að fólk hafi aðeins val um aðstoð og meðferð hjá spítalkerfinu og heilsugæslukerfinu.
Ég þekki svo marga sem hafa náð þeim markmiðum sínum að lifa innihaldsríku og gefandi lífi með vinnu sinni að eigin valdeflingu og auknum lifsgæðum í Hugarafli. Ég vil sjá að það fólk, eins og aðrir, hafi val um aðferðir til bata og bið því íslensk stjórnvöld að halda þeirri stefnu sem unnið hefur verið að í áratugi - að félagslega módelið leysi læknisfræðilega módelið af hólmi og færi valdið og valið til notenda þjónustunnar.
Og að þetta skuli gerast á vakt heilbrigðisráðherra sem gefur sig út fyrir félagshyggju þykir mér niðurlægjandi fyrir þá stefnu og bendir það fremur til valdahroka - að taka vonina af fólki í skjóli valdsins.
Ég bið því stjórnvöld um að leggjast á eitt og taka þessar ákvarðanir til baka!

(Reykjavík, 2018-05-26)

#957

Biðstofu á heilsugæslu hjálpar ekki fólki í þessum aðstæðum.

(Reykjavík, 2018-05-27)

#961

ég skrifa undir til að fólk með kvíða og þunglyndi eða geðveiki eigi val og þurfi ekki að bíða eftir hjálp í marga mánuði og taki síður eigið líf

(reikjavik, 2018-05-28)

#964

Ég skrifa undir vegna þess að sonur minn er nota þetta úrræði og það er að virka vel fyrir hann.

(Reykjavík, 2018-05-28)

#968

Það er hlutverk stjórnvalda að annast þegnana. Til þess eru þau kosin. Það gildir um ALLA þegnana, ENGIN undanskilin.

(Reykjavík, 2018-05-28)

#975

Ég krefst þess að þessi bráðnauðsynlega og persónulega þjónusta hljóti áfram stuðnings stjórnvalda.

(Reykjavik, 2018-05-29)

#979

Til að hjálpa fólki sem á við geðræna
erfiðleika að stríða

(Selfoss, 2018-05-30)

#982

Við þurfum fjölbreytt úrræði fyrir alls konar fólk.

(Kópavogur, 2018-05-30)

#984

Hugarafl er að vinna mjög gott starf og margir sem treysta á þetta úrræði. Það á frekar að gefa í en að slá þetta út af borðinu.

(Reykjavík, 2018-05-31)

#991

Geðheilbrigði er mikilvægt

(Kópavogur, 2018-06-02)

#995

Hugarafl og það starf sem þar fer fram er mér lífs nauðsynlegt

(Hafnarfirði, 2018-07-16)