Hvetjum stjórnvöld til að falla frá niðurskurði í vísindi
Athugasemdir
#802
Vísindi eru undirstaða framfara í samfélaginu(Reykjavík, 2018-12-04)
#807
This would be a major setback for research and innovation in Iceland.(Reykjavik, 2018-12-04)
#809
Vísindin eru grunnur að góðu, starfhæfu samfélagi(Lundur, 2018-12-04)
#821
Niðurskurður á fjármagni til vísindarannsókna á Íslandi er skammsýn ráðstöfun og ekki líkleg til að verða íslensku samfélagi til framdráttar - heldur þvert á móti.(Reykjavík, 2018-12-04)
#858
Investments in research and development is to secure the future.(Reykjavik, 2018-12-05)
#867
Vísindi eru undirstaða framfara í samfélaginu og forsenda nýsköpunar í atvinnulífinu !(Grenoble, 2018-12-05)
#873
Niðurskurður fjárveitinga til Rannsóknarsjóð Vísinda- og tækniráðs mun gera það að verkum að um 17% minna fé verður til staðar til nýveitinga úr sjóðnum á næsta ári. Þetta jafngildir fjármagni 10 verkefnisumsókna og stefnir í að 25 störf ungra vísindamanna hverfi úr íslensku vísindaumhverfi verði af þessum niðurskurði.Neikvæðar afleiðingar niðurskurðarins munu vega meir en jákvæðar afleiðingar sparnaðar upp á 144 milljónum. Eitt af meginþáttum í framförum þjóða í heiminum er sterk vísinda- og tækniþróun, en þeir þættir þarfnast styrkja.
Ég bið þingmenn um að fella niður breytingar á fjármagni til Rannsóknvarsjóðs.
(Reykjavík, 2018-12-05)
#874
Algjörlega út í hött. Það er nú þegar allt of lítið lagt í rannsókna- og vísindasamfélagið okkar. Skömm af þessu.(Reykjavík, 2018-12-05)
#875
Ég skrifa undir vegna þess að rannsóknir eru undirstaða framfara og þekkingar í íslensku samfélagi.(Reykjavík, 2018-12-05)
#892
Akademíska samfélagið á Íslandi er gríðarlega mikilvægt og frjótt og stórlega vanmetið af þeim sem ekki þekkja til þess.(Reykjavík, 2018-12-05)
#902
Vísindi eru grundvallarstoð í nútímasamfélagi(Reykjavík, 2018-12-05)
#908
Fjárfesting í þekkingu og vísindum er besta leiðin til að efla nýsköpun, auka hagkvæmni, hækka menntunarstig, forsenda framfara og betra samfélags fyrir okkur öll.(Hvanneyri, 2018-12-05)
#911
Vísindi eru undirstaða nýsköpunar og þátttöku í þekkingarsamfélaginu. Það væri skynsamlegra að auka framlag til vísinda verulega en að skera það niður.(Kaupmannahöfn, 2018-12-05)
#913
Ég skrifa undir vegna þess að rannsóknir eru undirstaða framfara og þekkingar. Rannsóknir eru forsenda framfara í samfélögum.(Reykjavík, 2018-12-05)
#915
Framlög til vísindarannsókna á Íslandi eru lægri en tíðkast í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, og þar þarf að bæta í. Fyrirhugaður niðurskurður er einfaldlega ólíðandi!(Reykjavík, 2018-12-05)
#919
Rannís er ein af fáu tekjustofnum fornleifafræðinga, og með því að skerða þessi fjárlög svona er verið að vega hættulega að heilli starfsétt og leggja framtíð hennar og framtíðar menningararfi þjóðarinnar í hættu.(Kópavogur, 2018-12-05)
#932
Í samfélagi sem ógnað er af falsfréttum og stjórnmálaleiðtogum sem nýta sér "alternative" staðreyndir, þurfum við einmitt meira af vísindarannsóknum, ekki minna!(Þórshöfn, 2018-12-05)
#933
Rannsóknir eru undirstaða nýsköpunar, faglegra vinnubragða og þekkingar, og þessir styrkir eru afar mikilvægir fyrir fyrstu skref verðandi vísinda- og fræðimanna og kvenna.(Reykjavík, 2018-12-05)
#934
Þetta var ekki planið(Siglufjörður, 2018-12-05)
#935
Ég vil að Ísland sé sterkt þegar kemur að vísindum.(Garðabær, 2018-12-05)
#938
ég tek heils hugsar undir hvert orð í yfirlýsingunni.(Reykjavík, 2018-12-05)
#944
Fjárveitingar til rannsókna og vísinda hafa áhrif á allt háskólasamfélagið á Íslandi og möguleika námsmanna þar.(Barcelona, 2018-12-05)
#949
Það er mikil skammsýni að skera niður framlag til almennra vísindarannsókna, því þær eru undirstaða framfara og velmegunar á Íslandi. Skynsemin segir að réttast er að auka verulega fjárveitningar til samkeppnissjóða Vísinda og tækniráðs.(Reykjavík, 2018-12-05)
#958
Atgervisflótti úr íslensku vísindasamfélagi er þegar orðinn mikill og ljóst að hann mun aukast ef af fyrirhuguðum niðurskurði verður(Ísafjörður, 2018-12-06)
#961
Katrín Jakobsdóttir um eflingu samkeppnissjóða: "Rannsóknir eru ein arðbærasta fjárfesting stjórnvalda á hverjum tíma. Því skiptir bæði miklu að styðja myndarlega við vísindarannsóknir" ehem.(Reykjavík, 2018-12-07)
#967
Framtíð Íslands liggur í menntun og menningu og mikilvægt að menntastofnanir geti stutt við bakið á upprennandi kynslóð fræðimanna. Áskoranir yngri kynslóðar íslendinga eru gríðarlegar og alvarleg tímaskekkja að skera niður styrki í mennta og menningargeiranum á þessum örlaga tímum.(Reykjavik, 2018-12-18)