Yfirlýsing frá Íslensku þjóðinni til stuðnings friðar og mannréttinda í Palestínu
Athugasemdir
#829
Þegar stjórnvöld tala ekki máli þjóðar og fara gegn vilja hennar í alvarlegum málum þarf sú þjóð að stíga fram og láta vilja sinn skýrt í ljós. Við, fólkið í landinu styðjum ekki fjöldamorð og ofsóknir af nokkru tagi, hvorki á Íslandi né annars staðar. Við trúum að réttlæti og hugrekki til að standa með mannúð og friði sé alltaf nauðsynleg fyrir mannlega reisn og sé alltaf okkar afdráttarlausi vilji og skoðun. Opinber afstaða íslenskra stjórnvalda varðandi þjóðarmorð á Palestínsku þjóðinni er sannarlega í hrópandi andstöðu við raunverulega afstöðu Íslensku þjóðarinnar. Við undirrituð, Íslenska þjóðin gerum hér með afdráttarlausa og opinbera afstöðu okkar kunna. Við stöndum með friði og réttlæti. Við mótmælum ofsóknum, pyntingum og morðum á Palestínsku þjóðinni. Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld láti þessa afstöðu okkar skýrt og tafarlaust í ljós. Þau leggi alla sína krafta til að aðstoða alþjóðasamfélagið við að koma palenstínsku þjóðinni til bjargar. Íslensk stjórnvöld hafa brugðist hlutverki sínu og alþjóðasamfélaginu í þessu tiltekna máli, þvert á raunverulegan vilja fólksins sem þau eiga að þjóna og starfa fyrir. Við Íslendingar styðjum og stöndum með friði, við stöndum með Palestínu og krefjumst þess að palestínsku þjóðinni sé komið tafarlaust til bjargar. Við krefjumst þess að palestínska þjóðin fái uppreist æru. Við krefjumst þess að palestínska þjóðin fái að njóta þeirra mannréttinda sem allt fólk í þessum heimi á rétt á að hafa og lifa við.kaj Hansen (Hafnarfirði, 2023-12-11)
#837
Stöndum með Palestínu!Embla Dís Ásgeirsdóttir (Reykjavík, 2023-12-11)
#838
Ég mótmæli harðlega morðum Ísraels á palestínsku fólki körlum, konum og börnumGuðbrandur Sverrisson (Akranes, 2023-12-11)
#853
Israel is committing genocide, their leaders and the people in the US that support them should be tried for crimes against humanity.So far Iceland has been pathetic, selfish and cowardly which is to be expected from the corrupt scum that runs this country, the only way they'll do anything good is if they are forced to.
Andri Reynir Einarsson (Reykjavík, 2023-12-12)
#858
Frið fyrir börnin í heiminumHallveig Thorlacius (Kópavogur, 2023-12-13)
#859
Ég fordæmi ofsóknir, hatur og glæpi gegn mannkyninu.Jón Franklinsson (Reykjavík, 2023-12-13)
#887
Ég vil þaðHafdís Huld Haakansson (Reykjanesbær, 2024-02-25)
#896
ég vil stöðva þjóðarmorðelías guðmundsson (rvk, 2024-04-04)
#899
Eg styð ekki þjoðarmorðGudlaug Vala (Garðabær, 2024-04-05)
#903
Égstyð ekki við þjóðarmorð Ísraels á Palestínu og vil ekki að Hera keppi fyrir okkar hönd.Sigrún Lea Halldórudóttir (Reykjanesbær, 2024-04-10)