Við skorum á Ríkisstjórnina að koma fram við utangarðsfólk með virðingu og láta þau fá þak yfir höfuðið strax
Ragnar Erling Hermannsson ( Raggi Turner ) hefur verið áberandi ásamt sínum vinum í að berjast fyrir réttindum utangarðsfólks ( Heimilislausra einstaklinga ) þau hafa náð að snerta hjarta mitt og ég er að vona að þau hafi snert hjarta ykkar líka.
Ég yrði glöð ef við myndum öll standa saman og hjálpa þeim að berjast fyrir sínum rétti um viðeigandi þjónustu og að þau fengu aðgang að húsnæði allan sólahringinn og svo einnig að það yrði sett í forgang að fá húsnæði fyrir þau þar sem þau geta skapað sér heimili.
Ég myndi einnig vilja sjá að þau fengu viðeigandi aðstoð og fría sálfræðiþjónustu og að þau myndu hafa aðgang að fríum námskeiðum sem hentar hverjum og einum.
Það væri góð tillaga að félagsfræðingar myndu sjá um að halda utan um hvert og eitt þeirra og fylgja þeirra málum eftir og sjá til þess að aðstoða þau með að mæta á námskeið til sálfræðing og vera svona stoð og stytta fyrir þau.
Mér finnst mjög mikilvægt að sýna þeim í verki að þau skifti líka máli og að það sé komið fram við þau eins og hverja aðra manneskju þó að þau séu veik, en það er einmitt þannig að veikir einstaklingar þurfa umhyggju og ástúð enn frekar en þeir sem eru heilsu góðir.
Ég held að ég láti þessi orð duga og ef þið hafið einhverja ábendingu um eitthvað sem má bæta inn í þetta til að gera líf þeirra bærilegra, þá endilega sendið á mig línu og ég get bætt því hér inn.
Reynum nú að deila þessu eins og vindurinn og gerum okkar besta til að ná 1000 undirskriftum að lágmarki.
Ég heiti Rósa Björk Kristjánsdóttir og þó ég þekki þau ekki neitt þá langaði mér samt að leggja lið í þeirra baráttu með þessu innleggi í þeirra báráttu.
Mér finnst viðeigandi að enda þetta á þessum texta.
HJÁLPUM ÞEIM
Gleymd´ ekki þínum minnsta bróður
þó höf og álfur skilji að.
Kærleikurinn hinn mikli sjóður
í hjarta hverju á sér stað.
Í von og trú er fólginn styrkur
sem öllu myrkri getur eytt.
Í hverjum manni Jesú Kristur,
sem mannkyn getur leitt.
Á skjánum birtast myndir
við fáum af því fréttir
að hungursneyð ógni heilli þjóð,
menn, konur og börn bíði dauðans,
án hjálpar eigi enga von.
Búum til betri heim
sameinumst hjálpum þeim,
sem minna mega sín,
þau eru systkin mín.
Vinnum að friði á jörð
um lífsréttin stöndum vörð
öll sem eitt.
Jóhann G Jóhannsson
Rósa Björk Kristjánsdóttir Hafðu samband við höfund undirskriftarlistans