Ég styð bann við umskurð á heilbrigðum kynfærum drengja á Íslandi

Athugasemdir

#210

Ég hafna því að misþyrmingar á börnum séu í lagi...

(Kópavogur, 2018-03-09)

#216

'Eg skrifa undir vegna þess ef heilbrigði er fyrirog eins mér finst að trúar brögð komi þessu ekkert við Börnin eiga að hafa val eftir 18 ára aldur

(Kistuhollt6 801 selfoss , 2018-03-09)

#223

Drengir eiga ađ velja sjàlfir viđ fullorđinsaldur hvort vilja umskurđ

(Odense, 2018-03-09)

#240

Trúarbrōgð eru rót viðbjóðs í heiminum, umskurður á bōrnum er mannvonska vegna ógeðis trú...

(Reykjavík, 2018-03-09)

#247

Það er klárlega ekki börnum bjóðandi að skemma fullkomlega heil kynnfæri. Og þetta getur ekki staðist barnaverndarsáttmála Sameinuðu þjóðanna

(San Fulgencio Alicante , 2018-03-10)

#255

Það er bannað að meiða börn.

(Reykjavík , 2018-03-10)

#263

Þetta er auðvitað ómanneskjulegt

(Þórshöfn, 2018-03-10)

#272

Segir sig sjálft.

(Reykjavík, 2018-03-10)

#281

Banna skal allar aðgerðir á börnum þar sem líkamshlutir eru fjarlægðir nema vegna læknisfræðilegra ástæða.

(Selfoss, 2018-03-10)

#297

þetta er ofbeldi af verstu sort

(Reykjvik, 2018-03-10)

#305

Það er algjörlega ólíðandi að setja drengi í lífshættu af trúar eða menningarlegum áatæðum.

(Reykjavík, 2018-03-10)

#314

Forhútið HEFUR TILGANG, og hún er akki hlutur sem er galli á líkama ungra drengja,

(Reykjavík, 2018-03-10)

#318

það er engan vegin réttlætanlegt í upplýstu nútíma samfélagi að óafturkræf aðgerð sé gerð á barni af trúarlegum ástæðum.

(Reykjavík, 2018-03-10)

#323

Ég er á móti svona aðgerð í trúarlegum tilgangi

(Hafnarfjörður , 2018-03-10)

#338

Villimennska í skjóli trúar gagnvart ungabörnum á ekki að líðast í siðuðu þjóðfélagi árið 2018

(Mosfellsbær , 2018-03-10)

#345

Þetta á að vera val einstaklinganna sjálfra við lögræðisaldur

(Kopavogur, 2018-03-10)

#351

Þetta er viðbjóður

(Mosfellsbær, 2018-03-10)

#355

Þetta er ónauðsynlegt inngrip á saklausu barni. Ef einstaklingur er trúaður getur hann gengist undir aðgerðina þegar hann hefur vitsmuni til að samþykkja hana.

(Kópavogur, 2018-03-10)

#360

Ég tel umskurð vera ofbeldi gegn barni og það sé ekki hægt að vísa í hefðir og trú foreldra til að réttlæta ofbeldi. Ég tel að umskurður sé nú þegar ólöglegan, þar sem hann brýtur gegn Barnasáttmálanum og 27.grein laga um réttindi sjúklinga.
Í barnasáttmálanum er fjallað um rétt barna til verndar og ávalt séu teknar ákvarðanir sem eru þeim fyrir bestu. Rétt barna til að njóta bestu mögulegu heilsu. Ég tel það einstaklega fáránlegt að fólk noti trúarfrelsi sem rökstuðning fyrir því að leyfa aðgerðir sem þessar þar sem Barnasáttmálinn tryggir börnun jafnt sem foreldrum persónulegs félaga- og trúfrelsi. Umskurður snýst um trúfrelsi en hann snýst um trúfrelsi barnsins ekki foreldranna og það er að mínu mati gróft brot á trúfrelsi einstaklings að gera óþarfa, óafturkræfa, sársaukafulla og mögulega skaðlega aðgerð í nafni trúar foreldra þess. Ég tel hann vera brot á lögum um réttindi sjúklinga, en í 27.grein þeirra laga stendur: Hlífa ber börnum við ónauðsynlegum rannsóknum og aðgerðum.

(Reykjavík, 2018-03-10)

#362

Þetta er ónauðsynleg misþyrming á ómálga börnum og vand séð hvað þetta kemur trú við

(Mosfellsbær, 2018-03-10)

#363

Umskurður a ómálga barni er ekkert annað en ofbeldi og limlesting.

(Ísafjörður , 2018-03-10)

#367

Ég skrifa undir af því að ég vil að umskurði á kynfærum drengja verði bönnuð.Þessi aðgerð er
óþörf að mínu mati og er skýrt mannréttindabrot.
Umskurður er óþarfa grimmd og svívirðing við unga drengi sem eru of ungir til að samþykkja eða neita þessari aðgerð.Mér finnst persónulega séð að þessi aðgerð sem er varanleg niðurlægjandi fyrir karlmenn.Þetta eru ekki miðaldir heldur 2018,sýnum öllum virðingu!

(Reykjavík, 2018-03-10)

#370

Umskurður er læknisfræðilega tilgangslaust og viðbjóðslegt níðingsverk á varnarlausum börnum og ætti að sjálfsögðu að vera bannað með lögum.

(Kopavogur, 2018-03-10)

#371

Sè ekki ástæðu til að gera ónauðsynlegar aðgerðir á nýburum. Drengir eftir 18 ára geta valið sjálfir hvort þeir vilji þetta en nýburi hefur ekkert vald. Öllum aðgerðum fylgir áhætta og ætti því að vera bannað að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir á nýburum og börnum.

(Reykjavík, 2018-03-10)

#381

Þetta ætti banna fyrir löngu.

(Praha, 2018-03-10)

#391

Umskurður á börnum er ofbeldi.

(Reykjavik, 2018-03-10)

#393

Það á ekki að gera neitt óafturkræft við börn/ungabörn til að uppfylla hefðir, trúarskoðanir og eða útlitslegt val foreldranna. Þetta er alvarlegt inngrip og mikill sársauki og hefur áhrif á lífsgæði barnsins til frambúðar. Og óásættanleg aukaverkun er að heilbrigð fædd sveinbörn hafa dáið eftir þessa ónauðsynlegu athöfn. Það sama á við stúlkubörn sem hafa verið umskornar við misjöfn skilyrði og sýkingarhætta þá mikil.

(Kópavogur, 2018-03-10)

#400

Ungabörn hafa margfalt næmari taugaenda en við, og er þessi villimannalega "hefð" því einfaldlega pyntingar á saklausustu einstaklingum okkar samfélags.
Vísa rannsóknir líka til þess að umskornir menn njóta ekki kynlífs eins vel og aðrir, þar sem taugaendarnir í kóng þeirra eru ekki jafn næmir.

(Óðinsvé, 2018-03-10)