Verndum Elliðaárdalinn

Athugasemdir

#8

Elliðárdalurinn er náttúruperla á heimsvísu. Fáar (ef einhver) borgir í veröldinni eiga slíka perlu í miðri borg

(Reykjavík, 2018-07-02)

#9

Elliðaárdalurinn á að vera friðað svæði án bygginga

(Reykjavík, 2018-07-02)

#11

Elliðaárdalurinn er náttúruparadís og útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem er afar mikilvægt að halda í fyrir borgarbúa.

(Reykjavík, 2018-07-02)

#13

Þetta er bráðnauðsynlegt að hafa grænt svæði einmitt hér þar sem fólk getur labbað, gengið og hjólað.

(Reykjavík, 2018-07-02)

#18

Þetta er frábært útivistarsvæði og nýtt af mörgum, ekki bara Breiðhyltingum heldur einnig Árbæingum, Fossvogsbúum og fleirum. Ekki á að skerða svæðið heldur frekar byggja það upp sem útivistarsvæði með fleiri stöðum til að stoppa, setjast niður og njóta.

(Reykjavík, 2018-07-02)

#19

Og endilega að fara byrja helst í gær að útrýma þessum fjandans skaðræðis lúpínufaraldri þarna útum allan dalinn áður en kerfillinn tekur yfirhöndina ! Þessar tvær plönur keppa nú um yfirráðasvæði og kerfillinn er mögulega það eina sem getur valtað yfir lúpínuna - sem hann er greinilega byrjaður að gera núna á ógnarhraða - en hann er svo þúsund sinnum erfiðari viðureignar í útrýmingu í samanburði við lúpínuna sem þarf einungis nokkra umganga af slætti á meðan sláttur hefur lítil sem engin áhrif á kerfilinn .. Ég hef búið við þennan undursamlega dal alla mína ævi og finnst alveg hreint ömurlega sorglegt að horfa uppá hann vera hverfa undir lúpínu og nú kerfilinn - sem annars hefði aldrei farið svona af stað í ofur heiftarlega útbreiðslu !!! Takk fávitar sem tróðuð þessum helvítis lúpínufræjum um allan dalinn á sínum tíma ! Þið eruð ef til vill ánægð með afraksturinn á þessum náttúruspjöllum ykkar !!!

(Reykjavík, 2018-07-02)

#25

Ómetanleg gersemi

(Reykjavík, 2018-07-02)

#27

Það er ótrúlegt að ekki sé búið að friða þetta svæði.

(Reykjavik, 2018-07-02)

#40

Hef búið í nálægð við dalinn. Hann var ævintýraheimur æskunnar og nú eru það barna börn og langömmubörnin sem eru að kynnast þessari perlu í gegnum mig og mína.. Og ráðamenn borgarinnar sjá bara sitt nærumhverfi 101, og mér er svo nóg boðið hvað búið er að þrengja að tjarnarsvæðinu og svæðinu í kringum Háskóla og Norræna húsið, að ég tali nú ekki um flugvöllinn. Það er ekki hægt að segja +ups, ég gerði þetta óvart , þegar eitthvað er glatað að eylífu.

(Reykjavik, 2018-07-02)

#51

ég er vil að dalurinn verði friðlýstur

(Reykjavík, 2018-07-02)

#54

Það hefði átt að friðlýsa þessu svæði fyrir löngu.

(Reykjavík, 2018-07-02)

#59

Elliðaárdalurinn er yndislegur staður ,við verðum að sjá til þess að honum sé ekki spillt.

(Reykjavík, 2018-07-02)

#67

Elliðaárdalurinn hefur verið mitt aðal útivistrarsvæði um árabil. Get ekki hugsað til þess að hann verði mengaður af meiri byggð.

(Garðabær, 2018-07-02)

#68

Ég vil halda dalnum sem útivistarsvæi.

(Reykjavík, 2018-07-02)

#69

Það ætti að vera búið að friðlýsa Elliðaárdalinn fyrir löngu síðan. Þetta er merkisperla í miðri Reykjavík sem á að fá að standa óáreitt og er ég alfarið á móti allri eyðileggingu eða breytingum sem verið er að ræða um. Leyfum dalnum að njóta sín eins og hann er!

(Reykjavík, 2018-07-02)

#71

Dalurinn er þvílík útivistarperla að ekki má taka áhættu með áhrif byggðar eða meiri umferðar.

(Reykjavík, 2018-07-02)

#72

Dalurinn er mér mjög hugleikin geng þar um daglega og vil hafa hann eins og hann er

(Reykjavík, 2018-07-02)

#78

Ólst upp í Blesugróf og var þetta fallega svæði okkar leikvöllur

(Hveragerði , 2018-07-02)

#80

Ég vil hafa dalin sem grænt svæði/útivistarsvæði

(Reykjavík, 2018-07-03)

#81

Elliðaárdalurinn er einstök náttúruperla í borgarlandinu sem ber að friðlýsa. Risagróðurhús i á ekki að troða niður á þessu svæði.

(Reykjavík, 2018-07-03)

#84

Ég er alin upp í Breiðholtinu og bjó þar frá 2-22 ára. Elliðaárdalurinn var í bakgarðinum hjá mér og ég þekki þessa náttúruperlu því vel. Það verður að halda honum ósnortnum!!

(Akureyri, 2018-07-03)

#88

Elliðaárdalur er perla sem ekki má hrófla við.

(Reykjavík, Ísland, 2018-07-03)

#94

Ég vil halda dalnum eins og hann er

(Reykjavík, 2018-07-03)

#99

Elleiðárdalurinn er ein af fáum útivistarperlum á Reykjavíkursvæðinu hreinn og tær og á að vera þannig áfram

(Reykjavík, 2018-07-03)

#102

Er uppalin Í Árbæ og Elliðaárdalurinn var oft leikstaður enda dýrmæt náttúruperla í borginni sem þarf að vernda

(Reykjavík, 2018-07-03)

#104

Elliðarárdalurinn er náttúruperla.

(Reykjavík, 2018-07-03)

#113

Vernda Elliðaárdalinn

(Reykjavík , 2018-07-04)

#120

Ég vil vermdadalinn fyrir byggingum
þessi á er dýrmæt Laxveiðiá .

Vermdum grænusvæðin engar byggingar i dalinn

(Reykjavik, 2018-07-05)

#121

Mikillvægt er að vermdadalin fyrir ágangi
Banna byggingar svo ekki verði gengið nærri nátturunni það er einstakt i miðri borg að hafa Laxveiðiá og nátturunna ósnorta

(Reykjavik, 2018-07-05)

#122

Ég skrifa undir vegna þess að Elliðaárdalurinn er nàttúruperla inni í borg sem þarf að vernda!!!

(Hveragerði, 2018-07-05)

#127

Náttúruperla sem þarf að varðveita

(Reykjavík, 2018-07-05)

#129

Fyrrum íbúi í Stekkjunum og mikill Elliðaárddals unnandi

(Mosfellsbær, 2018-07-05)

#130

Ég vil að dalurinn fái að vera þarna áfram svo við getum notið náttúrunnar í Reykjavík

(Reykjavík, 2018-07-06)

#132

Ég skrifa undir vegna þess að ég er alin upp á þessu svæði og þessa paradís ber að vernda

(selfoss, 2018-07-06)

#135

Löngu orðið tímabært að friðlýsa þessa útivistarperlu. Ennþá á því miður eftir að ákvarða ytri mörk dalsins. Því verki þarf að hraða og klára sem fyrst í sátt og samráði við íbúa nærliggjandi svæða, sem mjög lengi hafa barist gegn öllum áformum um þéttingu byggðar í dalnum.

(Reykjavík, 2018-07-06)

#139

Elliðarárdalurinn er vin í borginni, því má ekki breyta. Borgaryfirvöld voru árið 2008 með áætlanir að byggja slökkvistöð í dalnum, 2018 eru hugmyndir um að byggja risavaxnar gler hvelfingar. Stjórnmálamönnum í borginni er ekki treystandi fyrir þessu svæði. Þeir virðast ekki hafa neina tilfinnanlega tengingu við þetta svæði og skilja ekki mikilvægi þess að svæðinu verði ekki raskað meira en orðið er.

(Reykjavík, 2018-07-06)

#140

Elliðaárnar og umhverfi þeirra frá upptökum og til sjávar eru alveg einstakar og eitt dýrmætasta útivistarsvæði borgarinnar.

(Reykjavík, 2018-07-06)

#144

Mér er mjög svo umhugað um Elliðarárdalinn eins og hann leggur sig svo og allt nágrenni hans. Við verðum að halda þessari náttúruperlu í þeirri mynd sem hún er.

(Garðabær, 2018-07-07)

#148

Ég bý hér fyrir ofan dalinn, mér er það mikið í mun að þessi fallegi dalur og hans nánasta umhverfi haldist óbreytt. Hver vegna þurfa alltaf að vera byggingar og ymsar hvelfingar á fallegum grænum svæðum? Þessi staður ætti að haldast algjörlega óáreyttur, við þurfum á svona fallegu 'villtu' svæði að halda í Reykjavík. Viða í kringum Ósló í Noregi(þar bjo eg i nokkur ár) eru 'skog og marka' sem fá að halda sér i næstum upprunalegu ástandi. Svona staðir gefa höfuðborginni meiri sjarma og hlyju.

(Reykjavík, 2018-07-08)

#154

Dalurinn er vin og útivistarsvæði sem ber að vernda

(Reykjavík, 2018-07-16)

#156

Ég vill ekki þrengja að nánasta umhverfi Elliðaárdals.

(Reykjavík, 2018-08-09)

#162

Elliðaardals j

(Garðabæ 210, 2020-02-15)

#166

Ég vil vernda grænana Elliðarárdal

(Reykjavík, 2020-02-20)

#169

Elliðaárdalur er náttúruperla. Það er léleg hugmynd að byggja glerhús yfir náttúru, álíka heimskulegt og að hafa pálmatré í glersúlu.

(Reykjavík , 2020-02-24)