Garðyrkjuskólinn - Garðyrkjunám út úr Landbúnaðarháskóla Íslands
Athugasemdir
#5
Ég ber hag garðyrkjunámsins fyrir brjósti og tel framtíð þess ekki bjarta innan LBHÍ(Reykjavik, 2019-10-18)
#10
Að ég tel að þær faggreinar sem nemendur öðlast réttindi og færni til að sinna innan starfsmenntabrautanna á Reykjum séu afar mikilvægar framtíð landsins. Við stöndum á tímamótum þar sem skilningur og geta til aðgerða, náttúrunni til bóta gæti skipt sköpum til framtíðar.Ég er garðyrkjufræðingur og grunnskólakennari sem hvet nemendur mína til að finna sér starfsvettvang sem heillar þá, muni gleðja þá í von um tækifæri til að starfa við hvað það sem heillar þá. Því finnst mér grátlegt að horfa upp á sífellt meiri áherslu á langt bóklegt nám sem raunverulega leið fyrir alla. Við getum ekki og viljum ekki öll vera háskólamenntuð.
(Borgarbyggð, 2019-10-18)
#15
Starfsnám felst í undirstöðuatriðum garðyrkjunnar, verknám og æfing handbragða - þar sem unnið er með sjálf jarðefnin og lifandi ræktunarplöntur í bland við bóknám í helstu ræktunarþáttum, rekstri garðyrkjufyrirtækja og öðrum hagnýtum atriðum sem varða þetta fag dags daglega. Þegar nemar hafa útskrifast og klárað það sem krafist er til að geta talist fullnuma í garðyrkjufræðunum - af öllum deildum hins deildaskipta garðyrkjunáms Þá fyrst eiga þeim að standa allir háskólar opnir til að fullnuma sig í einhverjum sérsviðum á háskólastigi. Og þá þarf LBHÍ ekki a vera eini háskólinn sem sinnir þeim þörfum útskrifaðra garðyrkjufræðinga frá Garðyrkjusólanum.(803 Selfoss, 2019-10-19)
#28
Ég sgrifa undir og vill að garðikjusgólin verðu sér sgóli(Borgarnes, 2019-10-19)
#35
Það er unnið frábært starf að Reykjum(Þingeyri, 2019-10-19)
#36
Garðyrkjunámið að Reykjum er flott nám fyrir þá sem velja nám á framhaldsskólastigi/iðnnám. Fyrir þá sem vilja sérhæfa sig er það mjög góður grunnur að frekara námi á háskólastigi. Byggja þarf upp aðstöðuna að Reykjum og gera garðyrkjunámið að spennandi valkosti við góðar aðstæður.(Mosfellsbær, 2019-10-19)
#38
Frábært nám sem fer þarna framm og betra að skólinn sé sjálfstæður, það þarf líka að sinna viðhaldi betur(Reykjavík, 2019-10-19)
#40
Samband Garðyrkjubænda og félag skrúðgarðyrkjumanna ættu að sameinast um rekstur Garðyrkjuskóla Íslands. Svipað fyrirkomulag og tækniskólinn býr við.(Reykjavík, 2019-10-19)
#41
Ég vil að skólinn verði áfram á núverandi stað í mekka garðyrkjunnar og haldi áfram að efla starfsnám í greininni.(Þorlákshöfn, 2019-10-19)
#43
Ég hef orðið var við hnignun garðyrkjunáms (og reyndar handverksnáms almennt) í Danmörku og Noregi einmitt vegna þessa - það má ekki verða á Íslandi líka!(Thorsager, 2019-10-19)
#44
Ég gat ekki séð í skrúðgarðyrkjunáminu á sínum tíma þörfina að vera undir LBHÍ. Þetta nám á betur heima með öðru iðnámi á framhaldsskólastigi. Ég væri til í að sjá aukið samstarf með Fjölbrautaskóla Suðurlands sem að mínu mati gæti stökkbreytt nemandafjölda og gæði námsins á næstu árum. Sveitarfélögin á suðurlandi eru í stækkunarham og því allir innviðir að verða sterkari til að byggja góðan grunn á nýjum og betri Garðyrkjuskóla "suðurlands" greininni til heilla.(Hafnarfjörður, 2019-10-19)
#45
Hef tvisvar farið ì gegnum Garðyrkjuskòlann.Fyrra skiptið var à sameiningartìmum með skòlastjòra sem skildi ekki garðyrkjunàm eða garðyrkju og svo aftur 10 àrum seinna.Seinna skiptið var skòlastjòri sem skildi garðyrkju og kunni fagið.Nàmið var tvennt òlìkt og faglegt með öllu àsamt þvì að vera byggt með þarfir garðyrkjunnar ì huga.Stýringinn skiptir höfuð màli àsamt aðstöðu og verður að vera innt af hendi þeirra sem unnið hafa ì faginu og hafa reynslu à þvì sviði en ekki þeim sem hafa titil að bera frà einhverjum skòla sem henntar að snobba fyrir eða vinskap einhvers af tengdum aðilum.Þetta sàst svo glöggt ì mìnu nami með 10 àra millibili innan Garðyrkjuskòlans. Staðsetning skòlans þarf að vera stutt frà helstu ræktunar og garðyrkju stöðum en ekki tengt landbùnaði.(Flùðir, 2019-10-19)
#46
Það er þörf á öflugu starsmenntanámi á Íslandi svo börnin okkar hafi val. Þetta nám stendur á gömlum og mjög faglega sterkum grunni.(Selfoss, 2019-10-19)
#53
Ég óttast þá þróun sem virðist vera á þessu námi og ef hún heldur áfram á þessari braut þá óttast ég að þetta nám hreinlega verði að engu innan Landbúnaðarháskólans.(Ölfus, 2019-10-19)
#62
Ég vil hafa skýr mörk á milli háskólanáms og verknáms.(Reykjavík, 2019-10-20)
#66
´ég vil garðyrkjuskólann út úr lbhí(egilsstaðir, 2019-10-20)
#67
Mér er annt um garðyrkjunámið á Íslandi.(Eyja-og Miklaholtshreppur, 2019-10-20)
#76
Á tímum þar sem umræða um loftslagsmál, lífræna ræktun og sjálfbærni hefur aldrei verið meiri er skelfilegt að horfa til þess að nám í garðyrkju verði lagt að veði, að virðist með aðstoð menntamálaráðuneytis án nokkurs raunverulegs samráðs við atvinnulífið. Hver er framtíðarsýnin?Síðustu fimmtán ár ættu að hafa kennt okkur það að starfsnám á ekki heima inní háskóla, þó háskólinn sé kenndur við landbúnað. Það er mikilvægt að vita að það má skipta um skoðun og mikilvægt er að skipta hér rækilega um skoðun og stefna á að koma garðyrkjunámi á betri stað og hverfa frá þessari togstreitu milli háskólanáms og starfsnáms sem hefur einkennt skólann.
Það er garðyrkju ekki til framdráttar að verða undirgrein háskólabrauta þar sem t.d. er ekki til framhaldsbraut á háskólastigi fyrir nemendur sem klára skrúðgarðyrkju.
Skrúðgarðyrkja er iðngrein. Hver er efling iðnnáms með þessum stefnubreytingum?
Ef þessar breytingar verða mun skrúðgarðyrkja vera eina iðngreinin sem kennd er undir háskólalögum sem einhverskonar aðfaranám. Er þetta menntasnobb?
Er ekki nógu gott að klára sveinspróf? Eðlilegt framhald af því er svo Meistaraskólinn, en mun námið uppfylla skilyrði sem koma fram í reglugerð um sveinspróf? Því hefur ekki verið svarað, líklega vegna þess að svarið er nei. Skrúðgarðyrkja er löggild iðngrein og ekki á heima undir háskólalögum.
Farsælast fyrir framtíð garðyrkju á Íslandi er að aftur verði til Garðyrkjuskóli, eða Garðyrkjutækniskóli. Við erum nú þegar með Fisktækniskóla sem mætti vel hafa til fyrirmyndar við stofnun á faglegum skóla sem gerir okkur kleyft að byggja upp nám tengdu náttúru, garðyrkju og sjálfbærni.
(Keflavík, 2019-10-21)
#77
Ég er hjartanlega sammála þessu og styð heilshugar.(Mosfellsbær, 2019-10-21)
#83
Ég vil halda náminu í núverandi mynd.(Kóðavogur, 2019-10-21)
#85
Vil efla garðyrkju á Íslandi og til þess að það sé hægt þarf að bjóða uppá hagnýtt og gott nám.(Garðabær, 2019-10-21)
#87
Mér er annt um garðyrkjuna og þetta er mjög svo þarft nám(Reykjavík, 2019-10-21)
#97
Ég skrifa undir sem garðyrkjufræðingur - Garðyrkjunámið á ekki heima í háskóla.(Reykjavík, 2019-10-22)
#102
Viðhalda þessu mikilvæga námi eins og það er. Þetta á ekki heima á háskólastigi heldur á að vera eins og það er í dag. Takk fyrir.(Reykjavík, 2019-10-22)
#111
Er sammála að garðyrkjugreinar eigi ekki heima innan Lbh.(Reykjavík, 2019-10-23)
#121
Mèr er annt um það góða nám sem þar fer fram(Bláskógarbyggð, 2019-10-26)
#122
Garðyrkjumenn er nauðsynlegt hjá sérhverri þjóð(Akranesi, 2019-10-26)
#123
Starfsnám á enga samleið með háskólanámi. Háskólanám er mjög hamlandi á alla sköpun sem þarf að verða í hvaða starfsnámi sem er.(Blönduós, 2019-10-26)
#125
Gott starfsnám er gulli betra !(Selfoss, 2019-10-26)
#127
Það þarf að meta iðn- og verknám betur að verðleikum.(Reykjanesbær, 2019-10-26)
#129
Þarf ekki rök,liggur eiginlega í augum uppi(Reykjavík, 2019-10-26)
#132
Mér finnst út í hött að leggja þetta nám niður þarna(Hólmavík, 2019-10-26)
#133
Ég vil að garðyrkja verði mikilvægari þáttur íslensks hagkerfis.(Pantin, 2019-10-26)
#135
Eg vil að garðyrkjunámið verði eflt en ekki eyðilagt.(Reykjavík, 2019-10-26)
#148
Í ljósi reynslunnar er það mín skoðun að betur fari um námið í sjálfstæðri rekstrareiningu en með þeim hætti sem nú er. Hvarvetna blasa við jákvæðir möguleikar og tækifæri í garðyrkju. Til að nýta megi tækifærin til fulls er nauðsynlegt að starfsmenntanámið sé markvisst og gott og að þeir sem um það véla hafi skilning á faginu. Grunnur að velgengni í garðyrkju er öflugir garðyrkjubændur og annað fagfólk innan stéttarinnar. Á þeim hvílir framleiðsla, vöruþróun og nýsköpun og án þeirra næst enginn raunverulegur árangur.(Reykjavik, 2019-10-28)
#150
Stöndum vörð um feiknagott starfsmenntanám í garðyrkju(Kerteminde, 2019-10-28)
#151
Garðyrkjuskólinn á að vera sjálfstæður fagskóli innan fjölbrautaskólakerfisins og iðnskólanna eins og hann var áður en hann var lagður undir LBHÍ. Þegar fólk vill bæta við sig, þá fer það í háskólanám eða annað að eigin frumkvæði. Garðyrkjuskólinn er fagskóli og garðyrkjufræðingar vilja hafa hann þannig áfram og í nánu samstarfi við garðyrkjuframleiðslufyrirtækin.(Ölfusi, 2019-10-29)
#153
Starfsmenntanám í garðyrkju og skógrækt þarf á sjálfstæði að halda.(Reykjavík, 2019-10-29)
#168
Ég skrifa undir þar sem ég tel að garðyrkja og garðyrkjunám sé aldrei mikilvægara en nú. Iðn- og starfsmenntanám er mjög mikilvægt fyrir þjóðina almennt og á alls ekki heima innan háskóla og jafn merkilegt þó. Það er tími til kominn á að ná því þaðan út aftur.(801 Selfoss, 2019-11-01)
#181
Framhaldsskólanám á ekki heima ì LBHI.(Røkland, 2019-11-03)
#183
Garðyrkja er iðnnám sem á ekki heima á háskólastigi(Blönduós, 2019-11-04)
#185
Starfsmenntanám tel ég að eigi að vera sjálfstætt.(Reykjavík, 2019-11-04)
#196
Garðyrkjunámið verður að vera stafsnám, iðnnám verður aldrei lært af bókinni einni(Hveragerði, 2019-11-04)